Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1981, Page 45

Frjáls verslun - 01.09.1981, Page 45
Af námsstefnunni „skrifstofa framtíöarinnar” 1 @ II1 "l'. Að verða málkunnugur tölvunni sinni og „ferðast” þúsundir mílna á vinnustað Verður skrifstofa framtíðarinnar samansafn véla og vélmenna, blikkandi og pípandi líkt og við þekkjum úr kvikmyndum byggð- um á vísindaskáldsögum? Verða vinnubrögðin svo vélvædd að mannshugurinn slævist af átaka- leysi? Fara tölvurnar að hugsa fyrir fólkið og skipa því vélrænt fyrir? Verður skrifstofan einhvei „steril" og ómennsk tölvustofn- un? Og er skrifstofufólk að verða úr sögunni með allri þessari tækni? Þetta eru stórar spurningar en síður en svo óraunhæft framtíðar- hjal því tölvutæknin hefur þegar valdið byltingu í skrifstofuhaldi hinna þróuðu iðnríkja og mun gera það hér um leið og hún aðlagast frekar okkar aðstæðum. Byltingin er svo hraðfara að ógerningur er að spá lengra en svo sem tíu ár fram í tímann til að leita svara við spurningunum hér í upphafi. Tölvur verða sífellt fjölhæfari og ódýrari, en gerö hugbúnaðar fyrir þær hefur í raun ekki fylgt jafn fast á eftir. En nú er hugbúnaðargerð um allan heim komin á mikinn skrið og breiðist hratt út. Sömu sögu er að segja hérlendis, fjöldi manna vinnur nú aö hugbúnaðar- gerð fyrir tölvur við íslenskar að- stæður. Til þess að henda reiður á hvaö hér er að eiga sér stað og hvað mun ske hér á næstu árum, efndu Stjórnunarfélag íslands og Skýrslutæknifélag íslands til námsstefnu í hátíðarsal Háskóla (slands nýverið. Húsfyllir var og komust færri að en vildu. Til að gefa nokkra mynd af því sem fjallað var um, eru hér til- greindir fyrirlesarar og umfjöll- unarefni þeirra. Martyn J. Harper frá IBM fjallaði um skrifstofu fram- tíðarinnar og skipulag hennar. Byron Jacobs frá ADR fjallaði um sítengingu ritvinnslu við stærri tölvur, tölvuboömiðlun. Gunter Jang frá Wang talaði um skrif- stofutæki níunda áratugsins. Guömundur Ólafsson, verkfræð- ingur um símatækni á skrifstofu framtíðarinnar. Sigurjón Péturs- son, rekstrarhagfræðingur um þróun á skrifstofu framtíðarinnar í íslenskum fyrirtækjum. Björgvin Guðmundsson, verkfræðingur um tæknivandamál vegna íslenskra bókstafa og Árni Böðvarsson, cand. mag. um orðaskiptingar við ritvinnslu. Að erindum loknum voru pallborðsumræður undir stjórn Dr. Jóns Þórs Þórhallsson- ar, formanns Skýrslutæknifélags (slands. 45

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.