Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1981, Side 52

Frjáls verslun - 01.09.1981, Side 52
IFORYSTUHLUTVERKI Herman Miller Inc. er eitt af stærstu fyrirtækjum veraldar á sínu sviði. Ástæðurnar fyrir vel- gengninni eru fyrst og fremst eftirtaldir þættir: — Vilji og áræði við að taka áhættu af virkjun nýrra hug- mynda. — Höfuðáherzla ávalt lögð á vöruvöndun og smekkvísi bæði í hönnun og framleiðslu á öllum vörum fyrirtækisins. — Stöðug viðieitni til þess að leysa vandamál með nýjum hug- myndum. Herman Miller nýtur hvarvetna mikils álits vegna stöðu sinnar sem leiöandi fyrirtæki á sviði nýrrar og hagnýtrar hönnunar þar sem notagildi og vistfræðileg atriði hafa verið höfð að leiðarljósi. HEIMSÞEKKTIR HÖNNUÐIR Síðan Gilbert Rohde reið á vaðið hafa hönnuðir Herman Miller Inc. verið heimsþekktir listamenn svo sem Charles Eames, Georg Nelson og Alexander Girard. Með nýrri tækni og nýjum efnum af áður óþekktum gæðum reyndist unnt aö framleiða þau húsgögn þessara hönnuða, sem enn eru í fullu gildi, og raunar sígild og boðin ásamt nýrri hönnun yngri manna. [ samræmi við upphafleg mark- mið var það Herman Miller Inc. sem ruddi brautina fyrir svokallað ,,Open Landscape", þ.e. opnari skrifstofur, en það var árið 1970 þegar hönnuðurinn Robert Propst og HM settu á markaðinn sérstakt innréttingakerfi kallað ,,Action Office", um framhaldið vita allir, enda eru kostir slíkra vinnustaöa viðurkenndir af vísindamönnum á sviði vinnuvistfræðinnar. Að baki ,,Action Office" lágu 10 ára rannsóknir Roberts Propst, á vinnu, vinnustöðum og atferli þús- unda vinnandi fólks. ,,Action Office" er ekki aðeins uppfinning Propst heldur hugvitsamlega upp- byggt kerfi sem gefur bæði fram- leiðanda og notanda möguleika á stöðugri þróun. Eftir að sýnt varö hve miklum árangri mátti ná með vísindalegum rannsóknum á þessu sviði stofn- aði Herman Miller Inc., ásamt Robert Propst, nýtt fyrirtæki; Her- man Miller Research Corporation í Chadwick sófaraðeiningar frá Herman Miller Ann Arbor, Michigan. Þar stjórnar Robert Propst rannsóknum og þróunarstarfsemi sem hefur það að markmiði að leysa vandamál vinnustaða þannig að vistfræði- legum kröfum sé mætt sem leitt geta til betri vinnustaða og starfs- ánægju. 52

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.