Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1981, Side 59

Frjáls verslun - 01.09.1981, Side 59
ins ætti ekki að vera skortur á vinnandi höndum. Var þetta m.a. rökstutt þegar Járnblendiverksmiðjan var reist á Grundartanga, en án árangurs, og þá hefur svonefndri Staðarvals- nefnd verið bent tryggilega á þessa staðreynd, en hún hefur ekki svarað ábendingum bæjar- stjórnar þar um. Jafnframt stóriðju eru vonir þundnar við upþbyggingu al- menns iðnaðar og hefur bærinn einnig til úthlutunar næg land- svæði undir hann. Nú er t.d. búið að úthluta um 40% lóða undir smærri og meðalstór fyrirtæki á nýju 28 hektara landsvæði norðan Reykjanesbrautar og vestan Kaplakrika. Sunnan brautarinnar er einnig ólokið uppbyggingu fyr- irtækja. Á vestanverðu Hvaleyrar- holti eru lausar lóðir fyrir svo- nefndan hafnsækinn iðnað svo sem fiskiðjuver og þjónustufyrir- tæki viö útgerð. Sams konar fyrir- tæki eru fyrirhuguð á allt að 12 hektara uppfyllingu í suðurhöfn- inni, sem þegar er unnið að. Vax- andi umsvif iðnaðar kalla á aukna þjónustu og stækkandi bær sömuleiðis. Fyrir því verður einnig séð í nýju skipulagi að gamla mið- bænum milli Strandgötu og Fjarð- argötu. Fyrirhugað er að byggja þar verulega upp gamla miðbæinn á þann hátt að núverandi nothæf hús falli inn í. Þar er m.a. gert ráö fyrir verslunar- og skrifstofuhús- um, opinberum stofnunum, menningarmiðstöð og jafnvel hót- eli, svo eitthvað sé nefnt. Það er sem sagt gert ráð fyrir að geta tekið á móti allri starfsemi í Hafn- arfirði nú. En hvað líöur þá lóðamálum undir íbúðahúsnæði þar sem gert er ráð fyrir að Hafnfirðingar verði orðnir 17400 árið 2000 miðað við 1,75% fjölgun á ári? Einar segir að á næstu tveim ár- um verði fullbyggt innan Reykja- nesbrautar og Álftanesvegar út að mörkum Garðabæjar í Garða- hverfi. Mun byggð Hafnarfjarðar ekki teygja sig lengra til vesturs, þótt ýmsum þyki það eðlilegasti kosturinn, þar sem endanlega er útséð um að Garöbæingar vilji fara út í makaskipti á löndum og láta Hafnfirðingum þar land í té fyrir land annars staðar. Því var í fyrra samið um kaup á 106 hekturum lands í löndum Set- bergs og Þórsbergs, norðan Reykjanesbrautar á þeim slóðum, sem hún fer að beygja til suðurs upp brekkuna. Þar er nú unnið að skipulagningu og búist við að hefja framkvæmdir árið ’82 eða '83. Þar verða væntanlega byggð- ar liðlega þúsund íbúöir. Er áætlað að þetta svæöi muni duga í tíu ár. Að þessu svæði byggðu verður næst byggt í Moshlíð og Áslandi, sem halda áfram til suðurs austan Reykjanesbrautar. Talið er að þau svæði muni endast til aldamóta. Eins og lesendur hafa tekiö eftir, er hér hvergi minnst á eflingu byggingariðnaðar, þjónustu og sjávarútvegs. Að vísu er gert ráð fyrir athafnaplássi fyrir eflda þjón- ustu í nýskipan miðbæjarins og víðar. En eins og ástandið er í haf- inu nú, þykir ekki ástæða til bjart- sýni varðandi verulega eflingu sjávarútvegs og fiskiðnaðar, sem þegar eru öflugar greinar í Hafn- arfirði. Af þessum greinum mun byggingariðnaðurinn hugsanlega eflast hvað mest, en hann er ekki eins staöbundinn og aðrar grein- ar, svo aðstaöa hans mun falla undir iðnaðaraðstöðu almennt. Sem fyrr er getið er það semsagt stóriðja og almennur iðnaður, sem Hafnfirðingar ætla að byggja á í ríkari mæli í framtíðinni. Má í því sambandi nefna hugmyndir um stækkun Álversins o.fl. Þegar ekið er um Hafnarfjörð er eftirtektarvert hvað staðurinn hef- ur stækkað og fegrast á undan- förnum örfáum árum. Þar getur einnig að líta þjónustu af nær öllu tagi, sem óðfluga verður fjöl- breyttari, og fjölbreytni í iðnaði virðast engin mörk sett, svo allir heimamenn ættu að geta fundið störf við sitt hæfi þegar nægileg- um fjölda atvinnufyrirtækja verður náð. — SÓLAR GLUGGATJÖLD Skúlagötu 51, símar: 13743 15833 Bílastæði austan verðu við húsið, Skúlagötumegin. 59

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.