Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1981, Qupperneq 60

Frjáls verslun - 01.09.1981, Qupperneq 60
Fjöldaframleiðsla á plasteiningum í veggi og þök hafin Fyrirtækið Börkur hf. að Hjalla- hrauni í Hafnarfirði hefur þanist út í líkingu við það efni, sem er aðal- hráefni fyrirtækisins, nefnilega Polyurethan. Til að sýna nokkuð fram á aukið umfang Barkar hf. sagði Runólfur Halldórsson, framkvæmdastjóri, að fyrirtækið hafi byrjað fyrir 17 árum með vél, sem blandaði 7 kíló af polyure- than á mínútu en nú gæti véla- kosturinn blandað á fjórða hundr- að kíló á mínútu, ef því væri að skipta. Börkur er einnig orðinn einn stærsti vinnustaður Hafnar- fjarðar með um 50 manns í vinnu í 2750 fermetra eigin húsnæði. Upphaflega var höfuð viðfangs- efni fyrirtækisins að einangra hitaveiturör, en um og upp úr 1970 var farið að huga að leiðum til að reisa verksmiðjuhús, að verulegu leyti úr polyurethan, og þar með að rjúfa eldri hefðir. Barkarmenn prófuðu sig sjálfir áfram með að reisa hús yfir sig úr efninu, með asbesti að utan- og innanveröu. Þær einingar voru boltaðar á stálgrind. Hinsvegar seldu þeir aðeins frá sér þess háttar einingar til þakgerðar. Mis- jöfn reynsla varð af því og þvi var næst reynt með stálkápum báðum megin í stað asbests. Reisti fyrir- tækið 2000 fermetra viðbótar- byggingu yfir sig með þeim hætti fyrir fjórum árum og þykir sú aö- ferð hafa gefið góða raun. í Ijósi þess var farið út i að þróa þá að- ferð frekar þar sem mönnum þótti sýnt að rétta leiðin væri fundin. Við þessa húsagerð höfðu verið notuð frumstæð tæki enda ekki talið ráðlegt að fjárfesta í fullkomnum tækjum fyrr en reynsla væri feng- in. Fyrir tveim árum var því keypt mjög fullkomin panelpressa og er hægt að steypa sex 12 metra fleka í henni í einu. Til viðbótar var farið út í að kaupa einnig vélar til aö valsa stálplöturnar svo unnt væri að kaupa stálið inn í óvölsuöum rúllum og valsa hér eftir þörfum. Sú vél komst í gagnið nú í sumar þannig að þessa dagana eru mikil tímamót hjá fyrirtækinu þar sem fullkominni hönnun framleiðslu- vörunnar er lokið, bestu fáanlegar vélar hafa verið fengnar til fram- leiðslunnar og fullkomin fram- leiðslulína er komin í gagnið og farin að starfa á eðlilegan hátt. Margir hafa unnið saman að þessu verkefni en mest hefur mætt á starfsmönnum tæknideildar fyr- f annari álmu vinnslusalar Barkar hf., þar sem m.a. sjást tilbúnar þakeining- ar eru þeir frá vinstri: Hjörtur Hansson, byggingaverkfræðingur, Runólfur Halldórsson, framkvæmdastjóri og Agnar Norland, skipaverkfræðingur. irtækisins, þeim Hirti Hanssyni, byggingaverkfræóingi og Agnari Norland, skipaverkfræðingi. Eru þeir allir mjög bjartsýnir á vel- gengni við þessa framleiðslu og spá hiklaust framleiðslu tuga þús- unda fermetra á ári. Er þá bæöi átt við þak- og veggjaeiningar, en hvor gerðin um sig er framleidd í ýmsum útgáfum til að geta hentað sem flestum. Einingar þessar eru fyrst og fremst hugsaðar fyrir iðnaðarhús, verslunarhús, fiskverkunarhús, peningahús í sveitum o.fl. Ekki er búið að reikna endanlegan kostn- aö við notkun þessa byggingar- máta í samanburði við stein- steypu, en Runólfur segist standa við það að þeirra aðferð sé til muna ódýrari, svo ódýr að ástæða virðist til að kanna gaumgæfilega möguleika á útflutningi. Börkur hefur einnig framleitt einingar í kæli- og frystigeymslur og verður nú farið út í að þróa þann þátt starfseminnar enn frek- ar, þar sem nokkuð olnbogarými skapast á tæknideildinni að lokinni áðurnefndri hönnun. Einnig sagði Runólfur hugsan- legt að farið yrði út í hönnun stál- grinda, sérstaklega með tilliti til notkunar á einingum þeirra. Væri hugsanlegt að fyrirtækið færi út í það sjálft eða í samvinnu við eitt- hvert stáliðnaðarfyrirtæki. Með öllum þessum umsvifum er nú orðið svo þröngt um fyrirtækið að það hefur sótt um viðbótarút- hlutun við lóð sína til að reisa þar stórhýsi er hýsa á frekari fram- leiðslu. — 60
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.