Frjáls verslun - 01.09.1981, Síða 61
Fjárðarkaup hf:
Bylting í byggingu stórmarkaða hér
Framkvæmdamennirnir og
kaupmennirnir Bjarni Blomster-
berg og Sigurbergur Sveinsson,
sem hafa rekið markaðsverslun-
ina Fjarðarkaup í Hafnarfirði
saman í átta ár, hafa ekki iátið
staðar numið við að koma upp og
reka eina stærstu markaðsversl-
un á höfuðborgarsvæðinu. Nú eru
þeir að byggja sér eigið versl-
unarhúsnæði upp á 1800 fermetra
í nýja iðnaðar- og verslunarhverf-
inu norðan Reykjanesbrautar
skammt frá Engidal, nánar tiltekið
við Hólshraun. Það er svosem vart
í frásögur færandi að fyrirtæki
byggi yfir starfsemi sína, en
óneitanlega þykja það tíðindi
þegar hús af þessari stærð þjóta
upp á aðeins tveim mánuðum og
verða fokheld, auk þess sem
veggir eru fullfrágengnir að utan
og innan með einangrun og
málningu eins og hús þeirra er nú.
Húsið er í heild sinni ein alls-
herjar nýjung í byggingarháttum
hér og verður athyglisvert að
fylgjast með hvernig þessi bygg-
ingamáti reynist, því hann kann að
boða byltingu á þessu sviði. En
gefum þeim félögum orðið til að
fræðast nánar um fyrirkomulagið.
Húsið er byggt úr stálgrind,
klæddri einingum úr polyurethan.
Þær einingar hafa málmkápur
báðum megin, sem eru sprautaðar
málningu þannig að þegar eining-
in er komin á sinn stað er hún full-
búinn útveggur að utan og innan,
málaður eftir smekk áður en hann
er settur upp.
Polyurethan hefur mikinn styrk
og er geysigóður einangrari. Það
er hægt að fá það búið ýmsum
eiginleikum og í þessu tilviki varð
fyrir valinu efni, sem ekki brennur
nema eldi sé haldið að því. Jafn-
skjótt og eldurinn er fjarlægöur,
frá því, slokknar í efninu.
Þakið er einnig úr samskonar
einingu, en ofan á þær er þar rennt
sérstökum plastkenndum dúk, og
hann soðinn saman á samskeyt-
um. Það er gert á staðnum, svo
lagning er auðveld. Svo og er mjög
auðvelt að bæta þakið með sama
efni, ef leka verður vart.
Eftir endilöngum mæni hússins
verður svo kúptur þakgluggi,
samtals um 160 fermetrar að
flatarmáli og þarmeð einhver
stærsti gluggi á landinu. Gefur
hann mikla dagsbirtu yfir versl-
unarsvæðið. Engir aðrir gluggar
verða á húsinu nema á hluta
þeirrar hliðar, sem skrifstofur
Hvar semþúfeiöast 1 “ft
um byggðir íslands em
Samvinnutrygglngamenn
nálœgir.''
SAMVINNU
TRYGGINGAR
8c ANDVAKA
ARMULA3 SIMI 81411
UMBOÐSMENN UM LAND ALLT
61