Frjáls verslun - 01.09.1981, Síða 71
að í vatninu þaðan sé salt og
önnur óæskileg efni.
í fyrsta áfanga
vatnsveituframkvæmdanna
verður boruð ein hola við
Svartsengi þar sem
Suðurnesjamenn hafa einnig
virkjað til hitaveitu. í þessum fyrsta
áfanga verður vatnið leitt að
núverandi vatnsbóli og þaðan inn í
kaupstaðinn. Við frekari framgang
vatnsveituverkefnisins er hins
vegar ætlunin að bora fleiri holur
við Svartsengi og leiða vatnið
síðan beint þaðan til bæjarins.
Mundi þá sú lögn liggja nærri
núverandi hitaveitulögn til
Grindavíkur.
í ár munu Grindvíkingar verja
tveim milljónum og sjö hundruð
þúsund krónum til nýju
vatnsveitunnar. Sú framkvæmd
ætti að geta komist á lokastig eftir
tvö til þrjú ár.
Bæjarfélagið í Grindavík
stendur sem sagt aðallega í
stórræðum varðandi nýtt
íþróttahús og nýja vatnsveitu.
Hvort tveggja eru þetta gagnlegar
og nauðsynlegar framkvæmdir.
Hins vegar fer það ekkert á milli
mála þegar komið er til
Grindavíkur að þar byggist
afkoman á fiskveiðum og
fiskvinnslu. Eins og sagði í byrjun
þessarar greinar var afkoma
útgerðar og fiskvinnslu mjög góð á
síðustu vertíð.
Við lauslega athugun, þá virðast
menn líka hafa notað tækifærið og
lagt út í töluverðar
endurbyggingar og breytingar á
bátaflotanum á staðnum.
Ef fyrst er litið á bátaflotann, þá
vitum við að þrír bátar Fiskaness
hf. hafa verið í yfirhalningu.
Skúmur var lengdur í Bátalóni í
Hafnarfirði og auk þess var sett á
hann ný brú og keis. Mælist hann
nú 146 tonn. Nýjar vélar voru
settar í Skarf og Gauk, auk þess
sem settir voru á þá nýir bakkar.
Nýir bakkar hafa verið settir á alla
báta Þorbjörns hf. þá Hrafn
Sveinbjarnarson I, II og III. Auk
þess skipt um vélar í einhverjum
þeirra og einnig ný brú. Einnig var
sett ný vél í Hrungnir, sömuleiðis í
Kóþ og nýir bakkar á Þorstein og
Vörð.
Ofnasmiðja Suðurnesja:
Gamla salthúsið
löngu orðið allt of Iftið
Jón William Magnússon fram kvæmdastjóri Ofnasmiðju Suðurnesja
Fyrir rúmlega átta árum hófst
framleiðsla á ofnum hjá
Ofnasmiðju Suðurnesja hf. I
byrjun var endurbyggt rúmlega
tvö hundruð fermetra gamalt hús
og fór framleiðsla þar fram. Húsið
átti sér sína forsögu. Upphaflega
var það reist sem saltgeymsla fyrir
Vatnsnesbúið og síðar varð það
sementsgeymsla fyrir Kaupfélag
Suðurnesja. Þetta er traust
bygging og veggirnir hafa
sannarlega átt að þola þunga
saltsins því þeir eru vel þykkir.
En gamla salthúsið var ekki
lengi nægilega stórt fyrir
Ofnasmiöju Suðurnesja. Þegar er
búið að byggja fimm hundruð
fermetra viðbyggingu við húsið að
Vatnsnesvegi 12 í Keflavík, þar
sem smiðjan er til húsa. Jón
William Magnússon
framkvæmdastjóri Ofnasmiðju
Suöurnesja sagði tíðindamönnum
Frjálsrar verslunar aö ráðagerðir
væru nú uppi um enn frekari
stækkun húsnæðis. Heimild
bæjaryfirvalda væri þegar fengin.
„Framleiðslan hefur aukist svo
jafnt og þétt að okkur hefur aldrei
dugað það húsnæði sem við
höfum haft á hverjum tíma,“ sagði
Jón.
Ofnasmiðja Suðurnesja hf.
framleiðir tvær tegundir ofna:
Panelofna frá LVI verksmiðjunum í
Svíþjóð og Runtal ofna,
samkvæmt sérstöku einkaleyfi.
í Runtalofnunum, sem unnið
hafa sér sérstakan sess á
markaðnum er mun meiri
efnisþykkt en í öðrum tegundum
ofna. Á honum eru þvingaðar rásir
sem gefa möguleika á miklum
sparnaði í lögnum. Jafnframt eru
Runtalofnarnir með flataraukum,
sem geta gefið mikinn hita á litlum
fleti. Auk þess eru þeir mjög
auðveldir í þrifum.
Þegar Frjáls verslun var í
Keflavík á dögunum sagði Jón W.
Magnússon framkvæmdastjóri
okkur að haustin væri mesti
annatíminn í ofnasmíðinni. Þó
væri ávallt mikið að gera við
framleiðsluna og aldrei hefði tekist
að framleiða neitt af ofnum á lager.
Ávallt væri beðið eftir
framleiðslunni þegar hún kæmi frá
smiðjunni.
Sextán manns starfa nú hjá
Ofnasmiðju Suðurnesja hf.
Viðskiptasvæði hennar er allt
landið. Töluvert er um að ofnar frá
Ofnasmiðju Suðurnesja séu
notaðir af ýmsum stórum aöilum í
byggingariðnaðinum.
71