Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1981, Blaðsíða 72

Frjáls verslun - 01.09.1981, Blaðsíða 72
bygrgró Trésmiðja Keflavíkur sf. Gamla lagið ódýrara en einingarnar Trésmiðja Keflavíkur sf. er nær nýtt fyrirtæki, stofnað í desember síðastliðnum. Eigendur þess eru þeir bræðurnir Kári Tryggvason húsgagnasmíðameistari og Hólmar Tryggvason húsasmíðameistari. Fyrirtækið, sem er til húsa að Bolafæti 3, í Njarðvík á 240 fermetrum var stofnað upp úr eldra fyrirtæki en jafnframt urðu nokkur eigendaskipti. Stefnt er að því að sérsmíða alla hluti eftir óskum hvers og eins kaupanda. Aðallega hefur verið um að ræða innréttingar í eldhús, bað, fataskápa, sólbekki og einnig inni- og útihurðir. Að sögn Kára Tryggvasonar annars eiganda Trésmiðju Keflavíkur hefur eftirspurn verið næg eftir framleiðslu fyrirtækisins til þessa. Verkefni hafa verið yfirfljótandi síðan starfsemin hófst í desember síðastliðnum. Á liönu sumri tók trésmiðjan að sér byggingu fjögurra einbýlishúsa. Var það gert til reynslu og þar sem smíði húsanna er ekki lokið er óvisst um árangur en framhald húsasmíöa á vegum Trésmiðju Keflavíkur mun nokkuð ráðast af henni. Kári Tryggvason sagði að eitt þessara fjögurra húsa væri timburhús. Hefði það verið byggt með gömlum aðferðum og engir hlutar þess úr fyrirframbyggðum einingum. Svo virtist jafnvel að smíði timburhússins með gömlu aðferðinni kæmi betur út en smíði einingarhúsa. Kári sagði að lóðaskortur setti öllum byggingaframkvæmdum þröngar skorður í Keflavík sem víðar. Starfsmenn Trésmiðju Keflavíkur sf. eru níu. Vélakostur fyrirtækisins er allur nýr og elstu vélarnar jafngamlar fyrirtækinu eða tæplega eins árs. Hefur verið lögð áhersla á að láta vélakostinn falla að fjölþættri starfsemi smiðj- unnar. Framleiðslan hefur mest farið um Suöurnesin en einnig víðar um landið. Jafnvel alla leið til Norðfjarðar. Trésmiðja Þorvaldar Olafssonar hf.: Meiri gæði og betri þjónusta -er eina svar okkar við auknum innflutningi „Svar okkar við auknum innflutningi er aðeins eitt og það er að bjóða meiri gæði í framleiðslunni og betri þjónustu heldur en aðrir,“ sagði Þorvaldur Ólafsson framkvæmdastjóri Trésmiðju Þorvaldar Ólafssonar, þegar Frjáls verslun ræddi við hann á dögunum. „Við getum aldrei keppt við hin erlendu fyrirtæki í framleiðslumagni. Hér eru allt aðrar aðstæður heldur en erlendis þar sem mannfjöldinn er miklu meiri." Trésmiðja Þorvaldar Ólafssonar hf. hóf starfsemi árið 1973. I fyrstu var unniö við almenna húsasmíði og síðan verktakastarfsemi. Fyrirtækið flutti árið 1976 í núverandi húsnæði. Er það að Iðavöllum 6, í Keflavík. Er þar 735 fermetra bygging í eigu fyrirtækisins. Möguleikar eru á að stækka húsnæðið í allt að 1600 fermetra að gólffleti. Nú hefur Trésmiðja Þorvaldar Ólafssonar hf. einvörðungu snúið sér að framleiðslu innihurða og viðarþilja. Vélakostur allur er nýr og sérstaklega ætlaður til framleiðslu á innihurðum og þiljum. Að sögn Þorvaldar hefur verið haldið fast við þá framleiðsluaðferð að byggja hurðirnar á harðtexgrind í stað innleggs úr pappír eins og víða tíðkast nú í framleiðslu. Með þessu telja menn sig fá betri hurðir, bæði sterkari og þær eru lausar við það tómahljóð sem oft vill skapast í hurðum með pappírs-innleggi. Svar okkar við erlendri samkeppni er aukin gæði og góð þjónusta, segir Þorvaldur Ólafsson framkvæmdastjóri Trésmiðju Þorvaldar Ólafssonar hf. Framleiðsla fyrirtækisins er send heim til þeirra kaupenda sem þess óska. Er þá sama hvar á Suðurnesjum eða höfuðborgarsvæðinu viðskiptavinurinn er. Eins fara starfsmenn smiðjunnar og taka mál í húsum sé þess óskað. Sú þjónusta er þó bundin við Suðurnesin. Umboðsaðilar Trésmiðju Þorvalds Ólafssonar hf. eru tveir í Reykjavík. Eru það Iðnverk hf. Hátúni 4A og Húsgagnaverslun Axels Eyjólfssonar að Smiðjuvegi 9. 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.