Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1981, Page 74

Frjáls verslun - 01.09.1981, Page 74
leicfari Vill einhver taka við? Hvað gerist hjá einkafyrirtækinu, þegar „gamli maðurinn“ fær skyndilega áhuga á að verja tíman- um í veiðitúrum með barnabörnunum og vill hvíla sig frá öllu stappinu og streðinu? Þá er líklega runnin upp stund kynslóðaskiptanna í fyrirtækinu. En vill einhver taka við? Þetta er spurning. sem ntjög ofarlega er á baugi í dönskum atvinnurekstri um þessar mundir. Opinberar álögur í Danmörku eru svo íþyngjandi fyrir atvinnufyrirtækin, að óð- fluga stefnir í stórháska. Hiðopinbera hirðirallt það fé fyrirtækjanna, sem gæti farið til að renna traust- ari stoðum undir rekstur og uppbyggingu, þannig að hægt væri að veita nýrri framleiðslustarfsemi brautargengi og tryggja að atvinnuleysingjar, sem ráfað hafa um iðjulausir árum saman eftir námslok, fengju loks starf við sitt hæfi. En það eru engar horfur á að hið opinbera þar í landi búi svo í haginn fyrir fyrirtækin að þar fari í hönd bjartari tíð með blóm í haga. Fyrir unga og atorkusama menn, sem enn hafa ekki glatað trúnni á frjálsan atvinnurekstur, er það ekkert tilhlökkun- arefni að takast á hendur forsjá í fyrirtækinu, þegar kynslóðaskipti eru tímabær. Eigendaskipti eru skattlögð í bak og fyrir þannig að það bitnar harkalega bæði á þeim sem við tekur, og hintim, sem afsalar sér forráðum í fyrirtækinu. Fjármagnið er sogað út úr fyrirtækjunum og framtíð þeirra stefnt L hættu. Ástandinu hér á landi verður ekki í einu og öllu líkt við ríkjandi aðstæður í Danmörku. Þó bendir margt til þess að hér stefni í sömu átt og að menn þurfi að vera mjög vel á verði til að forða íslenzku atvinnulífi frá þeirri ógæfu, sem dunið hefuryfir nágranna okkar. Haft hefur verið á orði, að við værum fimm til tíu árum á eftir samneyzluþjóðfélögunum á hinum Norðurlöndununr í að laga okkur að fyrirmyndum frá þeint eða apa eftir þeim alla vitleysuna. sem reynsla sýnir að er á góðri leið með að ríða að fullu heilbrigðu framtaki og sjálfstæði einstaklinganna, velferð þeirra og hamingju. Samjöfnuður við þessa nágranna er áberandi í kjaramálaumræðu og fé- lagsmálalöggjöf enda þótt æ fleirum verði ljóst. hvílíkur ófögnuður hefur grafið um sig í þessum löndum um alllangt skeið og fer versnandi. Skatt- píningin og samneyzluóhófið leiðir sífellt af sér aukinn fjölda sundraðra heimila. sjálfsmorða eða sjálfseyðileggingar. Augu fólksins í þessum löndum eru að opnast fyrir hinum raunverulegu orsökum lífsleiðans og doðans í samfélaginu. Aðförin að sjálfstæðum atvinnurekstri er eitt einkenni á skandinavísku pestinni, sem hér er landlæg orðin. Skilyrðin eru allt annað en uppörv- andi fyrir þá menn, sem takast vilja á við ný og krefjandi verkefni í fyrirtækjarekstri. Umhverfið er óaðlaðandi, hvarvetna er verið að setja hindranir á vegi þeirra. Afleiðingin er sú, að sífellt fleiri kjósa að vera úr leik, fría sig frá allri ábyrgð. Ekki er seinna vænna að bregðast harkalega við þessari öfugþróun. Ekki er lengur luegt að fylgja í blindni og gagnrýnislaust öllum uppátækjum „vel- ferðarríkja“, sem nú eru að súpa seyðið af mistök- um sínum. Við getum lært af yfirsjónum þeirra og forðazt þau í tæka tíð — og þó fyrr hefði verið. 74

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.