Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1983, Side 11

Frjáls verslun - 01.06.1983, Side 11
Verulegur samdráttur í bóksölu Bóksalar eru almennt sammála um að verulegur samdráttur hafi orðið í bók- sölu fyrir jólin og ertalað um töluna 20—30% í því sam- bandi. Eru menn ekki á einu máli um ástæðuna, þar sem Ijóst þykir að jólasala í mörgu öðru var síst minni nú en oftast áður og einkum teija þeir sem höfðu á boð- stólum góða vöru og dýra að þeirra hlutur hafi verið góð- ur í jólasölunni. Virðist bók- in, einhverra hluta vegna, hafa orðið undir í sam- keppninni og hefur salan minnkaö ár frá ári í nokkur ár. Búist var við að titlum myndi fækka verulega, en sú varð ekki raunin og munu margir útgefendur hafa freistast til mikillar útgáfu í þeirri von að aðrir drægju verulega saman seglin og þeir gætu því setið að mark- aðinum. Ljóst þykir að mjög margar bækur seldust trauöla lítið og jafnvel met- sölubækurnar seldust í mun minna upplagi en vant er. Er talið að fáar bækur hafi nú náð 3000—4000 eintaka sölu. Þá munu menn ekki sammála um hvaða bækur náðu mestri sölu. Fyrir jólin fór fram könnun bæði hjá tveimur dagblöðum og Fé- lagi bókaútgefenda á mest seldu bókunum og var at- hyglisvert hve illa bar sam- an. Þannig var t.d. bók Andrésar Indriðasonar „Fjórtán bráðum fimmtán" sem efst var hjá einum aðil- anum ekki að finna á skrá yfir 10 hæstu hjá öðrum og einstakar bækur sem hreyfðust varla hjá öðrum fengu svo mikla sölu að þær komust á skrá. Og eina bók vitum við um sem var prent- uð í um 4000 eintökum og seldist algjörlega upp sem hvergi komst þó á skrá. Var það bók Steingríms Sig- urðssonar um Brynhildi Björnsson „Ellefu lif“. Virð- ist því að ekki sé fullkomlega að marka bóksölulistana sem birtast fyrir jólin og að ýmis sjónarmið komi þar fram, einkum hjá þeim sem gefa upplýsingarnar. Væri fróölegt ef Félag bókaútgef- enda léti fara fram könnun þegar uppgjöri væri lokið og birti lista yfir söluhæstu bækurnar þótt ekki væri til annars en að fólk fengi hugmynd um hve áreiðan- legir listarnir sem birtast fyrir jólin eru. Dauft yfir skáldsögunum Sú þróun sem verið hefur í bóksölu hvað varðar ís- lenskar skáldsögur undan- farin ár mun hafa haldið áfram í ár. Þótt tiltölulega fáar íslenskar skáldsögur færu á markaðinn að þessu sinni var salan á þeim mjög dauf og sumar munu lítið sem ekkert hafa hreyfst. Það var helst saga Sigurðar Magnússonar „Jakobs- glírna" sem seldist, en þó ekkert í líkingu við tvær fyrri bækur hans í sama flokki. Þá mun bók Þórarins Eld- járns „Kyrr kjör" einnig hafa náð sæmilegri sölu. Hætt er við að daufar undirtektir verði til þess að draga enn úr útgáfu á íslenskum skáldsögum og er það mjög miður. Þær bækur sem tví- mælalaust áttu upp á pall- borðið að þessu sinni voru ævisögur og voru tvær slík- ar tvímælalaust meðal allra söluhæstu bókanna, þ.e. „Skrifað i skýin" eftir Jó- hannes Snorrason og bókin um Bjarna heitinn Bene- diktsson. Þá mun hafa verið ágæt sala í bókinni um Ólaf Jóhannesson, þótt það kæmi ekki mjög fram í frétt- um, en bókin var seld í ásk- rift og munu um 1800 manns hafa keypt hana þannig. Kommissar í Framkvæmdastofnun? Nú stendur til að setja í kommissar embætti Sverris Hermannssonar í Fram- kvæmdastofnun ríkisins. Ekki er búist við því að póli- tíkus hljóti sætið heldur verði maðurinn fundinn inn- anhúss. Kristinn Ziemsen, forstöðumaður byggða- deildar er helst talinn koma til grein, en Helgi Ólafsson. forstöðumaður áætlana- deildar hefur einnig verið nefndurtil sögunnar. Sverrir hefur ekki sagt starfinu lausu þrátt fyrir samkomu- lag stjórnarflokkanna um að þingmenn séu ekki forstjór- ar stofnunarinnar og á meðan svo er telur Tómas Árnason sig einnig óbund- inn af þessu samkomulagi. En þótt talið sé að innan- hússmaður verði settur í þetta starf sækja pólitíkusar hart að. Fremstur er þar í flokki Árni Johnsen, sem ýtir fast á eftir kröfu sinni um að ónefndur bankamaður úr Vestmannaeyjum hljóti hnossið. 11
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.