Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1985, Page 20

Frjáls verslun - 01.02.1985, Page 20
___________ÚTGERÐIN_________ Rétt gengisskráning er höfuðatriðið við lausn vanda útgerðarinnar Texti: Ólafur Jóhannsson. FRJÁLS verslun birtir aö þessu sinni samtöl viö nokkra menn þar sem þeir svara spurn- ingunni: Hvernig á að leysa vanda útgerðarinnar? Auövitaö er hér um spurningu aö ræöa sem varla er hægt aö ætlast til aö svarað sé í stuttu spjalli í blaöi, en hins vegar er hér um mál aö ræöa sem er mjög mikil- vægt og afar aðkallandi aö tek- ið sé á. Eitt var þaö atriði sem allir nefndu til sögunnar þegar álita- efniö var rætt, en þaö eru geng- ismálin. Kom frá sú skoöun aö nauösynlegt væri aö skrá geng- ið rétt, ekki þýddi aö selja vöru á lægra veröi en hún kostar á er- lendum mörkuðum, en slíkt hef- ur veriö vandamál. Einnig komu fram ábendingar um niður- greiðslur á kostnaöarþáttum út- gerðarinnar, svo sem olíu, sem er mjög stór þáttur af rekstrar- kostnaöinum. Þá komu enn- fremur fram hugmyndir um að rétt væri aö endur skoöa fjár- festingarlán útgeröarinnar, gera meiri kröfur til eiginfjár og gera lánaskilmála jafnframt hag- stæöari. Þaö er útbreidd skoöun aö vandi útgerðarinnar stfi um margt af offjárfestingu i greininni og aö aðilar sem litiö sem ekkert fjár- magn höföu á bak viö sig keyptu skip, sem nu er sýnt aö standa ekki undir greiðslum afborgana og vaxta af lánunum. Þaö er al- menn skoöun aðfiskiskipaflotinn sé of stjór nú miðað viö þann sjávarafla sem í boöi er sam- kvæmt fiskveiðistefnunni og þýö- ir þaö auðvitað aö fiskiskipum veröur aö fækka. Slikar aögeröir eru auövitaö harkalegar gagnvart þeim sem þá missa skip sin, en nauðsynlegar gagnvart hinum, þar sem ekki er meiri til skipt- anna. Um þessi mál ræöa fimm menn, en þaö eru þeir Þóröur Friðjónsson viðskiptafræðingur í forsætisráöuneytinu, Jón Páll Halldórsson framkvæmdastjóri Hraöfrystihúss Norðurtangans á Isafiröi, Vilhjálmur Egilsson, hag- fræðingur Vinnuveitendasam- bands íslands, Þóröur Ásgeirs- son, forstjóri OLÍS og Ágúst Ein- arsson, viöskiptafræöingur hjá Landssambandi isl. útvegs- manna. VIÐ HÖFDM TRY6GT OKKUR SIMANUMERIÐ 621110 HEFURÞULAGTÞAÐAMINNIÐ? TRTOGING HFs^/,7s

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.