Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1987, Side 7

Frjáls verslun - 01.02.1987, Side 7
Frjáls verslun Stofnað 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál RITSTJÓRIOG ÁBYRGÐARMAÐUR: Kjartan Stefánsson LJÓSMYNDIR: Loftur Ásgeirsson Grímur Bjarnason AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir ÚTGEFANDI: Frjálstframtakhf. Tímaritið er gefið út í samvinnu við samtök í verslun og viðskiptum SKRIFSTOFA OG AFGREIÐSLA: Ármúli 18, sími 82300 Auglýsingasími 31661 RITSTJÓRN: Ármúli 38, sími 685380 STJÓRNARFORMAÐUR: Magnús Hreggviðsson AÐALRITSTJÓRI: Steinar J. Lúðvíksson SKRIFSTOFUSTJÓRI: Halldóra Viktorsdóttir ÁSKRIFTARVERÐ: 935 kr. 4 blöð (eintak í áskrift 233,75 kr.) LAUSASÖLUVERÐ: 279 kr. SETNING, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentstofa G. Benediktssonar LITGREININGAR: Prentmyndastofan hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir. Ritstjórnargrein Ríkisstjórnin og atvinnulífið Nú styttist óðum í næstu alþingiskosningar. Stómarflokkamir ganga óbundnir til kosninga og enginn veit á þessari stundu hverskonar ríkis- stjóm mun sitja að völdum næsta kjörtímabil. Á þessum tímamótum er því við hæfi að líta á verk ríkisstjómarinnar með hliðsjón af því hvemig þau hafa komið út fyrir atvinnulífið. Þegar ríkistjórnin komst til valda setti hún sér það markmið að ná nið- ur verðbólgunni og koma á viðunandi jafnvægi í viðskiptum við útlönd. Eins og menn rekur ef til vill minni til tók ríkisstjómin við þegar hraði verðbólgunnar var um 130% og viðskiptahallinn við útlönd hafði verið hart nær tíu af hundraði. Þá var einnig boðað í stefnuyfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar að frjálsræði yrði aukið á mörgum sviðum viðskiptalífsins og dregið yrði úr ríkisumsvifum. í sjálfu sér segja slíkar stefnuyfirlýsingar ekki mikið þvi í stjómmálum vill oft verða langt bil á milli orða og athafna. Að þessu sinni tókst þó að koma talsverðu í verk. Sem dæmi um það má nefna að verðbólgan um síðustu áramót var komin í um 13% og jöfnuður er að nást í viðskiptum við útlönd. Af einstökum framfaramálum í atvinnulífinu nægir að nefna að frjálsri verðmyndun hefur verið komið á víðast, vextir hafa verið gefn- ir frjálsir, gjaldeyrisreglur hafa verið rýmkaðar vemlega og sjóðakerfið í sjávarútvegi hefur verið stokkað upp. Ennfremur hafa einstök ríkisfyrir- tæki verið seld, viðskipti með grænmeti og kartöflur hafa verið gefin frjáls og ríkiseinokun á rekstri útvarps hefur verið hætt. Flest þessara framfaramála vom umdeild á sinum tíma og settu mark sitt á stjómmálaumræðuna. Margir óttuðust að frelsið leiddi til óstjómar og að valdið safnaðist á fárra hendur. Að sjálfsögðu hefur allt annað komið á daginn. Um flest þessara umdeildu mála ríkir nú almenn sátt. Þessar breytingar em því komnar til að vera. Hverjum myndi til dæmis detta í hug að leggja til að Bylgjunni og Stöð 2 yrði lokað? Menn skyldu þó muna að ekki eru nema 2 ár síðan að það valt aðeins á einu atkvæði á Alþingi hvort frjáls útvarpsrekstur í núverandi mynd næði fram að ganga. Ríkisstjómin hefur búið fyrirtækjunum í landinu allt annað og heil- brigðara efnahagsumhverfi til að starfa í en áður var; meira jafnvægi og minni hömlur. Þrátt fyrir að hægt sé að benda á margt sem vel hefur tek- ist til hjá ríkisstjóminni er hinu ekki að leyna að hún sætir gagnrýni fyrir ýmislegt. í fyrsta lagi er óvíst hvort árangurinn í baráttunni við verð- bólguna haldist. Fjárlagahallinn getur valdið þenslu sem hleypir verð- bólgunni á skrið. Skrefin í frjálsræðisátt voru ekki alls staðar stigin til fulls og sums staðar miðaði lítt. Enn er hrein miðstýring í landbúnaðar- málum og margir hefðu viljað sjá kvótakerfið í sjávarútvegi þróast þann veg að kvótar gætu gengið kaupum og sölum kvaðalítið eða sala veiði- leyfa yrði tekin upp þar sem útgerðir kepptu um takamarkaðan veiðirétt. Loks hefur skammt verið gengið í einkavæðingunni. Of fá ríkisfyrirtæki hafa verið seld og ríkið á of stóran hlut í bankastarfseminni i landinu. Allar ríkisstjómir hljóta dóm sögunnar. Gleymska er ef til vill sá versti dómur sem nokkur ríkisstjóm fær. Óhætt er að segja að verk ríkisstjóm- ar Steingríms Hermannssonar munu ekki falla í gleymsku. Hennar mun sérstaklega verða minnst fyrir frjálsræði I verðlags- og vaxtamálum. Innflutningsfrelsið, sem veitt var árið 1960, hefði eitt nægt til þess að halda nafni Viðreisnarstjómarinnar á lofti. Frjálsræðið í vaxta-og verð- lagsmálum mun á sama hátt tryggja ríkisstjóm Steingríms Hermanns- sonar sinn veglega sess í sögunni. 7

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.