Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1987, Qupperneq 7

Frjáls verslun - 01.02.1987, Qupperneq 7
Frjáls verslun Stofnað 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál RITSTJÓRIOG ÁBYRGÐARMAÐUR: Kjartan Stefánsson LJÓSMYNDIR: Loftur Ásgeirsson Grímur Bjarnason AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir ÚTGEFANDI: Frjálstframtakhf. Tímaritið er gefið út í samvinnu við samtök í verslun og viðskiptum SKRIFSTOFA OG AFGREIÐSLA: Ármúli 18, sími 82300 Auglýsingasími 31661 RITSTJÓRN: Ármúli 38, sími 685380 STJÓRNARFORMAÐUR: Magnús Hreggviðsson AÐALRITSTJÓRI: Steinar J. Lúðvíksson SKRIFSTOFUSTJÓRI: Halldóra Viktorsdóttir ÁSKRIFTARVERÐ: 935 kr. 4 blöð (eintak í áskrift 233,75 kr.) LAUSASÖLUVERÐ: 279 kr. SETNING, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentstofa G. Benediktssonar LITGREININGAR: Prentmyndastofan hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir. Ritstjórnargrein Ríkisstjórnin og atvinnulífið Nú styttist óðum í næstu alþingiskosningar. Stómarflokkamir ganga óbundnir til kosninga og enginn veit á þessari stundu hverskonar ríkis- stjóm mun sitja að völdum næsta kjörtímabil. Á þessum tímamótum er því við hæfi að líta á verk ríkisstjómarinnar með hliðsjón af því hvemig þau hafa komið út fyrir atvinnulífið. Þegar ríkistjórnin komst til valda setti hún sér það markmið að ná nið- ur verðbólgunni og koma á viðunandi jafnvægi í viðskiptum við útlönd. Eins og menn rekur ef til vill minni til tók ríkisstjómin við þegar hraði verðbólgunnar var um 130% og viðskiptahallinn við útlönd hafði verið hart nær tíu af hundraði. Þá var einnig boðað í stefnuyfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar að frjálsræði yrði aukið á mörgum sviðum viðskiptalífsins og dregið yrði úr ríkisumsvifum. í sjálfu sér segja slíkar stefnuyfirlýsingar ekki mikið þvi í stjómmálum vill oft verða langt bil á milli orða og athafna. Að þessu sinni tókst þó að koma talsverðu í verk. Sem dæmi um það má nefna að verðbólgan um síðustu áramót var komin í um 13% og jöfnuður er að nást í viðskiptum við útlönd. Af einstökum framfaramálum í atvinnulífinu nægir að nefna að frjálsri verðmyndun hefur verið komið á víðast, vextir hafa verið gefn- ir frjálsir, gjaldeyrisreglur hafa verið rýmkaðar vemlega og sjóðakerfið í sjávarútvegi hefur verið stokkað upp. Ennfremur hafa einstök ríkisfyrir- tæki verið seld, viðskipti með grænmeti og kartöflur hafa verið gefin frjáls og ríkiseinokun á rekstri útvarps hefur verið hætt. Flest þessara framfaramála vom umdeild á sinum tíma og settu mark sitt á stjómmálaumræðuna. Margir óttuðust að frelsið leiddi til óstjómar og að valdið safnaðist á fárra hendur. Að sjálfsögðu hefur allt annað komið á daginn. Um flest þessara umdeildu mála ríkir nú almenn sátt. Þessar breytingar em því komnar til að vera. Hverjum myndi til dæmis detta í hug að leggja til að Bylgjunni og Stöð 2 yrði lokað? Menn skyldu þó muna að ekki eru nema 2 ár síðan að það valt aðeins á einu atkvæði á Alþingi hvort frjáls útvarpsrekstur í núverandi mynd næði fram að ganga. Ríkisstjómin hefur búið fyrirtækjunum í landinu allt annað og heil- brigðara efnahagsumhverfi til að starfa í en áður var; meira jafnvægi og minni hömlur. Þrátt fyrir að hægt sé að benda á margt sem vel hefur tek- ist til hjá ríkisstjóminni er hinu ekki að leyna að hún sætir gagnrýni fyrir ýmislegt. í fyrsta lagi er óvíst hvort árangurinn í baráttunni við verð- bólguna haldist. Fjárlagahallinn getur valdið þenslu sem hleypir verð- bólgunni á skrið. Skrefin í frjálsræðisátt voru ekki alls staðar stigin til fulls og sums staðar miðaði lítt. Enn er hrein miðstýring í landbúnaðar- málum og margir hefðu viljað sjá kvótakerfið í sjávarútvegi þróast þann veg að kvótar gætu gengið kaupum og sölum kvaðalítið eða sala veiði- leyfa yrði tekin upp þar sem útgerðir kepptu um takamarkaðan veiðirétt. Loks hefur skammt verið gengið í einkavæðingunni. Of fá ríkisfyrirtæki hafa verið seld og ríkið á of stóran hlut í bankastarfseminni i landinu. Allar ríkisstjómir hljóta dóm sögunnar. Gleymska er ef til vill sá versti dómur sem nokkur ríkisstjóm fær. Óhætt er að segja að verk ríkisstjóm- ar Steingríms Hermannssonar munu ekki falla í gleymsku. Hennar mun sérstaklega verða minnst fyrir frjálsræði I verðlags- og vaxtamálum. Innflutningsfrelsið, sem veitt var árið 1960, hefði eitt nægt til þess að halda nafni Viðreisnarstjómarinnar á lofti. Frjálsræðið í vaxta-og verð- lagsmálum mun á sama hátt tryggja ríkisstjóm Steingríms Hermanns- sonar sinn veglega sess í sögunni. 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.