Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1987, Side 10

Frjáls verslun - 01.02.1987, Side 10
rettir Idnþróunarsjóður færir út kvíarnar Iðnþróunarsjóður hefur samþykkt um 40 milljón króna lánveitingu til Guðbjöms Guðjónssonar vegna byggingu hótels — Holliday Inn — í Sigtúni. Þetta er tímamótaákvörð- un hjá Iðnþróunarsjóði því sjóðurinn hefur ekki lánað til greina utan hefð- bundins iðnaðar fyrr. For- ráðamenn sjóðsins vilja með þessu víkka út hug- takið iðnaður og lána þannig til fleiri greina. Munu nokkrar umsóknir frá fiskeldisstöðvum vera til athugunar hjá sjóðnum en enn sem komið er hafa ekki verið teknar neinar ákvarðanir í þeim efnum. Þá r^á búast við því að Holiday-lnn, hótel Guöbjörns Guðjónssonar. Iðnþróunarsjóður láti til sín taka í þeim slag sem fjármagnsmark- nu er a aðnum. Verða ýmsar nýj- ungar á því sviði kynntar áður en langt um líður. Helgi Magnússon til Útsýnar Helgi Magnússon hefur verið ráðinn forstjóri hjá Ferðaskrifstofunni Útsýn hf. Hann tók til starfa í byrjun mars við hlið Ingólfs Guðbrandssonar sem stofnaði Útsýn fyrir aldarþriðjungi og hefur veitt ferðaskrifstofunni forstöðu síðan. Þeir Ingólfur og Helgi munu báðir starfa sem forstjórar hjá Útsýn hf., en Ingólfur Guðbrands- son hyggst smá saman minnka við sig daglega stjómun og flytja sig síð- an úr starfi forstjóra og taka við stöðu stjómar- formanns ferðaskrifstof- unnar. í ársbyrjun 1986 seldi Ingólfur Guðbrandsson 50% af Ferðaskrifstof- unni Útsýn til nýrra aðila sem gengu til samstarfs við hann. Þá var stofnað Helgi Magnússon. hlutafélag um reksturinn. Þeir Ingólfur og Helgi hafa átt sæti í stjóm fé- lagsins frá upphafi. Auk þeirra sitja í stjóm Ferða- skrifstofunnar Útsýnar hf. Þeir Ómar Kristjáns- son, Andri Már Ingólfs- son og Magnús Gunnars- son. Helgi Magnússon er 38 ára viðskiptafræðingur og löggiltur endurskoð- andi. Hann er kvæntur Ömu Einarsdóttur, hjúkr- unarfræðingi. 1 Efnahaasmál I Verðbólguspd almonnings: 160% þátttakenda spá [ verðbólgu undir 20% Hvernig reyndist spáin? Fyrir réttu ári tók Frjáls verslun þátt í spuminga- vagni Hagvangs. Spurt var hvað fólk teldi að verðbólgan yrði mikil á næstu 12 mánuðum. Svörin dreifðust mjög mikið en flestir eða um 60% spáðu því að verð- bólgan yrði einhverstaðar undir 20%. Aðeins 12% þátttakenda töldu að verðbólgan yrði undir 10% og 36% töldu að hún yrði undir 15%. Þessar niðurstöður má líka setja þannig fram að tæpur helmingur þátttakenda hafi spáð verðbólgu á bil- inu 10-20%. Nú em komnar rauntölur fyrir þetta 12 mánaða tímabil. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu íslands hafði framfærsluvísitalan í mars hækkað um 15.4% síðustu 12 mánuði. Það má því segja að um helm- ingur þjóðarinnar hafi séð fyrir hvert verðbólguþró- unin stefndi fyrir einu árin siðan. Tilraunir með pínubanka Lloyds bankinn í Bret- landi er að þreifa fyrir sér með nýja þjónustu. Settir hafa verið upp til reynslu þrír pínubankar (á ensku: Minibank) í stórmörkuð- um. Ef tilraunin gefur góðan árangur ætlar Lloyds að fækka sjálf- virku hraðbönkunum sem nú em í stórmörkuðum, sjúkrahúsum og verk- smiðjum. í staðinn á að setja upp Iitla banka sem veita fjölþættari þjónustu en hraðbankamir geta veitt. 10

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.