Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1987, Page 11

Frjáls verslun - 01.02.1987, Page 11
Fréttir Breytingar fyrirhugadar í gjaldeyrismálum: Útlendingar geti keypt veröbréf hér á landi í viðskiptaráðuneytinu eru nú í uppsiglingu grundvallarbreytingar í gjaldeyrismálum. Fyrir- hugað er að heimila er- lendar lántökur til 3ja mánaða vegna vöru- kaupa, rekstrarlána og viðgerða á skipum en til þessa hafa erlend vöru- kaupalán aðeins verið heimil á nokkrum vöru- flokkum svo dæmi sé nefnt. Hér er því um veru- lega rýmkun að ræða. Eftir uppana koma svellurnar Hvað tekur við af upp- unum? Ef marka má markaðssérfræðinga verða svellurnar nýjasti markhópur auglýsenda. Svellur eða „swell“ á ensku er dregið saman úr „smart women earning lots in London“ og stend- ur fyrir konur sem hafa gert það gott í viðskipta- lífinu. Eins og fram kem- ur í mörgum markaðs- rannsóknum fer hátekju- konum fjölgandi. Sömu rannsóknir sýna að aug- lýsingaiðnaðurinn hefur hingað til lítið sinnt þess- um hóp. Svellurnar eru lítt ánægðar með þá mynd sem dregin er af þeim í auglýsingum og álíta markaðsfræðingar að þau fyrirtæki sem gefa raun- hæfari mynd af hátekju- konum í auglýsingum sín- um geti náð góðri mark- aðshlutdeild hjá þeim. Heimilt verður að lengja lánstímann í 6 mánuði vegna hráefniskaupa til iðnaðar. I öðru lagi er í bí- gerð að heimila verð- bréfaviðskipti milli landa þannig að Islendingar geti keypt verðbréf í út- löndum og útlendingar geti keypt verðbréf hér á landi. Þessi heimild mun verða bundin við verðbréf sem skráð eru á Verð- bréfaþingi íslands. Þar eru nú á skrá skuldabréf ríkissjóðs og nokkrir flokkar fyrirtækjaskulda- bréfa svo sem skuldabréf Sambands íslenskra sam- vinnufélaga og skulda- bréf Sláturfélags Suður- lands. Ekki er ljóst hvaða takmörkunum verðbréfa- kaup íslendinga erlendis verða háð. Reglur um þessi nýmæli voru um miðjan mars til umsagnar í Seðlabankanum en ekki er ljóst hvenær þeim verð- ur hrundið í f ramkvæmd. Bylting í prenttækni Prentstofa G. Bene- diktsonar í Kópavogi hef- ur tekið í notkun nýtt og fullkomið tölvukerfi til setningar og umbrots. Mun þetta nýja kerfi valda byltingu í vinnslu prentverka. Guðmundur Benediktsson eigandi prentstofunnar bauð við- skiptavinum að skoða nýju tækin á dögunum. Verulegur hluti tímarita, blaða og bóka Frjáls framtaks eru unnin og prentuð hjá Prentstofu G. Benediktssonar. Megin breytingin sem verður á vinnslu prent- gripa er sú að textinn er brotinn um á tölvuskjám og sér tölvan um að raða textanum á síður. Hægt er að prenta prófarkir út á. samtengdan laserprent- ara og spara þar með út- keyrslu á dýran Ijós- myndapappír áður er textinn er leiðréttur. Ennfremur er hægt að sleppa við eitt vinnslu- stigið enn í prentverkinu með því að taka textann út á filmu eða jafnvel beint á offsetplötu. Tölvu- kerfið er frá danska fyrir- tækinu CCI-Europe. Það byggir á móðurtölvu af NCR-gerð, vinnslustöð frá Tandberg og setningar- tölvu frá þýska fyrirtæk- inu Linotype. Á góðri stund. Steinar J. Lúðvíksson aðalritstjóri hjá Frjálsu framtaki og Guðmundur Benediktsson fagna nýrri tækni. Fyrir framan þá er einn af fjórum tölvuskjám þar sem umbrot fer fram. 11

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.