Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1987, Qupperneq 11

Frjáls verslun - 01.02.1987, Qupperneq 11
Fréttir Breytingar fyrirhugadar í gjaldeyrismálum: Útlendingar geti keypt veröbréf hér á landi í viðskiptaráðuneytinu eru nú í uppsiglingu grundvallarbreytingar í gjaldeyrismálum. Fyrir- hugað er að heimila er- lendar lántökur til 3ja mánaða vegna vöru- kaupa, rekstrarlána og viðgerða á skipum en til þessa hafa erlend vöru- kaupalán aðeins verið heimil á nokkrum vöru- flokkum svo dæmi sé nefnt. Hér er því um veru- lega rýmkun að ræða. Eftir uppana koma svellurnar Hvað tekur við af upp- unum? Ef marka má markaðssérfræðinga verða svellurnar nýjasti markhópur auglýsenda. Svellur eða „swell“ á ensku er dregið saman úr „smart women earning lots in London“ og stend- ur fyrir konur sem hafa gert það gott í viðskipta- lífinu. Eins og fram kem- ur í mörgum markaðs- rannsóknum fer hátekju- konum fjölgandi. Sömu rannsóknir sýna að aug- lýsingaiðnaðurinn hefur hingað til lítið sinnt þess- um hóp. Svellurnar eru lítt ánægðar með þá mynd sem dregin er af þeim í auglýsingum og álíta markaðsfræðingar að þau fyrirtæki sem gefa raun- hæfari mynd af hátekju- konum í auglýsingum sín- um geti náð góðri mark- aðshlutdeild hjá þeim. Heimilt verður að lengja lánstímann í 6 mánuði vegna hráefniskaupa til iðnaðar. I öðru lagi er í bí- gerð að heimila verð- bréfaviðskipti milli landa þannig að Islendingar geti keypt verðbréf í út- löndum og útlendingar geti keypt verðbréf hér á landi. Þessi heimild mun verða bundin við verðbréf sem skráð eru á Verð- bréfaþingi íslands. Þar eru nú á skrá skuldabréf ríkissjóðs og nokkrir flokkar fyrirtækjaskulda- bréfa svo sem skuldabréf Sambands íslenskra sam- vinnufélaga og skulda- bréf Sláturfélags Suður- lands. Ekki er ljóst hvaða takmörkunum verðbréfa- kaup íslendinga erlendis verða háð. Reglur um þessi nýmæli voru um miðjan mars til umsagnar í Seðlabankanum en ekki er ljóst hvenær þeim verð- ur hrundið í f ramkvæmd. Bylting í prenttækni Prentstofa G. Bene- diktsonar í Kópavogi hef- ur tekið í notkun nýtt og fullkomið tölvukerfi til setningar og umbrots. Mun þetta nýja kerfi valda byltingu í vinnslu prentverka. Guðmundur Benediktsson eigandi prentstofunnar bauð við- skiptavinum að skoða nýju tækin á dögunum. Verulegur hluti tímarita, blaða og bóka Frjáls framtaks eru unnin og prentuð hjá Prentstofu G. Benediktssonar. Megin breytingin sem verður á vinnslu prent- gripa er sú að textinn er brotinn um á tölvuskjám og sér tölvan um að raða textanum á síður. Hægt er að prenta prófarkir út á. samtengdan laserprent- ara og spara þar með út- keyrslu á dýran Ijós- myndapappír áður er textinn er leiðréttur. Ennfremur er hægt að sleppa við eitt vinnslu- stigið enn í prentverkinu með því að taka textann út á filmu eða jafnvel beint á offsetplötu. Tölvu- kerfið er frá danska fyrir- tækinu CCI-Europe. Það byggir á móðurtölvu af NCR-gerð, vinnslustöð frá Tandberg og setningar- tölvu frá þýska fyrirtæk- inu Linotype. Á góðri stund. Steinar J. Lúðvíksson aðalritstjóri hjá Frjálsu framtaki og Guðmundur Benediktsson fagna nýrri tækni. Fyrir framan þá er einn af fjórum tölvuskjám þar sem umbrot fer fram. 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.