Frjáls verslun - 01.02.1987, Page 16
fara utan í starfsnám og vinnu. Ég
var eitt ár í starfsnámi hjá IBM í
Kaupmannahöfn. Ég fór á milli
deilda og kynntist þar rekstri stórra
fyrirtækja. Árið eftir fór fjölskyldan
síðan til Parísar þar sem við vorum í
2 ár. Höfuðstöðvar IBM fyrir
Evrópu, Afríku og Mið-Austurlönd
voru og eru í París. Þetta var gífur-
lega góður skóli og reynslan sem ég
fékk erlendis á þessum tíma og náin
kynni af starfsemi fyrirtækisins
gerði mig að hundrað prósent IBM
manni. Á Parísarárunum var mikill
órói í mörgum löndum Afríku og
Asíu þar sem IBM var með skrifstof-
ur. Öryggi starfsfólksins sat alltaf í
fyrirrúmi og hvenær sem óeirðir
brutust út var allt gert til að koma
starfsfólkinu fyrir á öruggum stað
eða flytja það úr landi en eignir fyrir-
tækisins látnar mæta afgangi. Ég
var mjög uppnuminn af þessari um-
hyggju IBM fyrir starsfólkinu sem
og fyrir stjórnun þess, uppbyggingu
og starfsaðferðum. Þá sá ég virkilega
hvað IBM stóð fyrir og oft var ég
stoltur af því hvernig fyrirtækið
vann.
Á Parísarárunum hafði ég með
höndum markaðsráðgjöf í Afríku og
Mið-Austurlöndum. Þetta var lær-
dómsríkt. Ég ferðaðist víða og kynnt-
ist mismunandi þjóðum og meðal
þeirra landa sem ég hafði með að
gera voru ísrael, Suður-Afríka, íran
og Líbanon."
Starfsframi
— Hver var tilgangurinn með Par-
ísardvölinni?
„Með henni var verið að marka
brautina fyrir starfsframa innan
IBM. Ég fékk að vita áður en ég fór
út að fyrirtækið ætlaði mér meiri og
stærri verkefni þegar heim kæmi.
Það var auðvitað háð því hvernig ég
myndi standa mig úti. Svona tæki-
færi eins og IBM býður upp á eru
ómetanleg fyrir starfsmenn þess.“
—Varst þú ekki óvenju ungur i
þessu starfi erlendis?
„Ég var 29 ára þegar ég fór út og
ég var alltaf yngstur eða með þeim
yngstu í hópi starfsfélaganna. Mörg-
um fannst líka skrýtið að starfs-
maður frá svona litlu landi eins og
ísland er skyldi vera við markaðsráð-
gjöf í svo stórum löndum eins og var
víða í Afríku og Asíu. Bæði aldur
minn og sú staðreynd að ég kom frá
litlu landi gerði meiri kröfur til mín
að sanna tilverurétt minn og láta
taka tillit til skoðana minna.“
Eftir að heim var komið 1976 beið
það verkefni Gunnars að koma á
laggirnar sérstakri söludeild hjá IBM
á Islandi en sölustarfsemin hafði
áður tilheyrt kerfisdeildinni. „Hlut-
verk mitt var að byggja upp söludeild
í svipuðum dúr og þekktist hjá
öðrum IBM fyrirtækjum. Ég fékk
mjög gott starfsfólk og það tók
skamman tíma að koma söludeild-
inni á fulla ferð. Fljótlega eftir heim-
komuna var ég útnefndur staðgengill
forstjóra, Ottó Michelsen. Árið 1982
ákvað Ottó að draga sig í hlé og þá
var ég beðinn að taka við starfi
hans.“
Aldurinn skiptir ekki
máli
— Báru þessi forstjóraskipti ekki
nokkuð brátt að?
„Þegar mannabreytingar af þessu
tagi verða hjá IBM er tilkynnt um
þær með mjög skömmum fyrirvara
bæði hér og erlendis. Tilkynningar
um forstjóraskipti eru jafnvel ekki
sendar út nema með mánaðar fyrir-
vara þótt þau hafi átt sér langan að-
draganda. Ef þetta er tilkynnt of
snemma getur það valdið þeim sem
er að hætta erfiðleikum því óneitan-
lega mun eftirmaðurinn alltaf
skyggja á og starfsfólk snýr sér frek-
ar til hans.“
— Nú varst þú frekar ungur þeg-
ar þú tókst við starfi forstjóra IBM.
Er ekki erfitt fyrir unga menn að tak-
ast á hendur jafn ábyrgðarmikið
starf i svo virtu fyrirtæki?
„Aldurinn skiptir ekki máli enda
er það að verða æ algengara að
menn á aldrinum 30-40 ára taki við
störfum forstjóra hér á landi. Innan
IBM hygg ég þó að ég hafi verið
yngstur forstjóra. En það er persón-
an en ekki aldurinn sem skiptir máli.
Enginn ætti því að geta afsakað sig
með því að vera ungur að árum þó
hann nái ekki árangri. Eitt er þó
mjög mikilvægt að varast. Því yngri
sem menn eru þeim mun hættari er
þeim við að ofmetnast. Menn verð
því að gæta sín sérstaklega að láta
slíkan frama ekki stíga sér til höfuðs.
Forstjórastarf er eins og hvert annað
starf þar sem gerðar eru ákveðnar
kröfur sem menn verða að uppfylla.“
— Þú komist á toppinn hjá IBM
hér á landi. Hyggur þú á frekari
starfsframa hjá IBM erlendis?
„Ég finn að hér á ég heima og mér
líkar best að starfa hér. Ég hef því
ekki hugsað mér að sækja á önnur
mið.“
Hlutverk
stjómandans
— Hvert er hlutverk þitt sem
stjórnanda?
„Hlutverk mitt er fyrst og fremst
að tryggja framgang IBM árlega
með langtímamarkmið í huga. Til
Skipurit IBM1987
Forstjóri
Gunnar M. Hanson
MarkaÖ88vi6 Fjármálasviö Stjórnunarsviö Starfsmannasviö Tæknisviö
Jón Vignir Karlsson Friörik Friöriksson Sverrir Ólafsson Jón A. Marinósson Þorsteinn S. Þorsteinsson
16