Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1987, Side 17

Frjáls verslun - 01.02.1987, Side 17
Jón Vignir Karlsson framkvæmdastjóri markaðssviös IBM afhendir Gísla Erlendssyni framkvæmdastjóra Rekstrar- tækni hf. fyrstu verðlaunin kr. 500 þúsund í hugbúnaöarsamkeppni IBM. þess að geta náð þessu markmiði þarf ég góða vöru, ánægða viðskipta- vini og gott og ánægt starfsfólk. Ég legg því mikið upp úr því að IBM veiti sem besta þjónustu og ennfrem- ur reynum við að hugsa vel um starfsfólkið. Mér ber því að velja rétta fólkið til fyrirtækisins, veita því svigrúm til þroska og fela því ábyrgð. Að mörgu leyti held ég að meiri kröfur séu gerðar til stjórnenda nú á tímum en áður fyrr. Það sem ein- kennir unga stjórnendur í dag er að þeir þora að taka ákvarðanir sam- kvæmt sannfæringu sinni hvort sem þær eru vinsælar eða ekki. Slíkar ákvarðanir geta oft gengið í berhögg við það sem undirmenn ráðleggja. Auðvitað á að leita ráða hjá undir- mönnum en það fer í mig ef stjórn- endur skjóta sér á bak við undir- menn eða aðra þá sem hafa ráðlagt þeim að gera eitthvað sem er ekki í samræmi við þeirra skoðanir. Allar ákvarðanir sem ég tek eru auðvitað á mína ábyrgð og eftir sannfæringu minni. Stjórnandinn í dag þarf að geta unnið úr flóknari upplýsingum en áður þekktust. Tölvurnar gera það að verkum að grunnur fyrir ákvarð- anir liggur ljósar fyrir. Stjórnandinn þarf því að lesa í gegnum fjölda gagna, skilja aukaatriðin frá aðal- atriðum og taka ákvarðanir á grund- velli þess.“ — Er stjórnun meðfæddur eigin- leiki? „Mjög mikið af þessu er sjálfsagt meðfætt. Stjórnandinn þarf að búa yfir ýmsum kostum sem erfitt er að læra af bókum. Hann þarf að vera ráðvandur, hafa ákveðna greind, sem felst m.a. í að geta skilið milli auka- atriða og aðalatriða, aðlögunarhæfni, vera auðveldur í samskiptum, skiln- ingsríkur á þarfir starfsmanna og hafa þor til að taka ákvarðanir á eig- in spýtur.“ + Oformlegur stíll — Aðlögunarhæfni að örum breytingum er nú talin vera ráðandi þáttur um velgengni fyrirtækja. Ýmsir fræðimenn um stjórnun telja því nauðsynlegt að fyrirtæki breyti stjómskipulagi sínu og taki upp svonefnt flatt skipulag. Hver er skoð- un þín á þvi? „Það er rétt að stjórnendur hafa styttri tíma en áður til að taka ákvarðanir. Þungt stjórnskipulag er hverju fyrirtæki til trafala ef of mörg þrep eru á milli lægstu stjórnenda og æðstu stjómenda. Hér hjá okkur em 10 stjórnendur fyrir utan forstjórann og til þess að bæta úr þessu reyni ég að vera sem mest meðal starfs- manna. Ég hef mjög óformlegan stjórnunarstíl og reyni að hafa dyrn- ar opnar þannig að starfsfólk geti lit- ið inn eigi það erindi. Ég reyni líka að ganga um fyrirtækið sem oftast og spjalla við starfsmenn. Ég á það ennfremur til að kalla á starfsmenn sem ekki heyra beint undir mig, ann- aðhvort úr einni deild eða ég blanda saman fólki úr ýmsum deildum. Ég skýri frá því sem er að gerast hjá fyrirtækinu bæði heima og erlendis og reyni að fá skoðanir fólks á ýms- 17

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.