Frjáls verslun - 01.02.1987, Síða 20
Gunnar byrjar daginn á því aö svara tölvupóstinum. Samskipti IBM manna hér heima og milli landa fara fyrst og
fremst fram í gegnum tölvu en lítiö í gegnum síma.
un okkar á trúnaðarsamtölum milli
yfirmanns og starfsmanns. I samráði
við starfsmann setur stjórnandinn
honum markmið fyrir næsta ár og
ber starfsmanni að vinna að þeim
markmiðum. Þessi markmið þurfa
helst að vera þess eðlis að auðvelt sé
að mæla árangurinn því yfirmenn
gefa starfsmönnum einkunn eftir
árið. Þetta hefur mælst mjög vel fyrir
hjá starfsfólki enda er enginn í vafa
um til hvers er ætlast af honum. Ef
menn treysta sér ekki til að uppfylla
þær kröfur sem til þeirra eru gerðar
þarf fyrirtækið að kanna hvað það
getur gert til að hjálpa viðkomandi
annaðhvort með því að bjóða upp á
námskeið eða tímabundna hand-
leiðslu.
Næsta ár á eftir fá menn ný mark-
mið og þannig koll af kolli. Frammi-
staða í starfi hefur áhrif á laun
starfsfólks. Það er algjör forsenda
þess að hægt sé að hvetja menn til
þess að leggja meira af mörkum að
þeir fái einhverja umbun fyrir og
njóti þess sem vel er gert. Við höfum
okkar eigin launaramma. Við könn-
num laun á vinnumarkaðnum í sam-
vinnu við nokkur önnur fyrirtæki og
reynum að vera í efri kantinum í
launagreiðslum.
Markmiðið hjá okkur er að segja
engum upp ef menn sinna starfi sínu
af alúð og áhuga. IBM hefur fyrir
reglu að þrátt fyrir að aðstæður
breytist er engum sagt upp heldur er
mönnum boðið önnur störf innan
fyrirtækisins. Ef starfsfólk aftur á
móti vill ekki leggja sig fram þrátt
fyrir að reynt hafi verið að skapa
því gott starfsumhverfi er því enginn
greiði gerður að halda því áfram í
starfi og ekki síður gott fyrir það en
fyrirtækið að leiðir skilji.“
Siðareglur IBM
— Siðareglur IBM hafa verið
sveipaðar dularljóma. Hverjar eru
þær og hvaða áhrif hafa þær hjá
IBM á íslandi?
„Frá því IBM var stofnað 1914
hefur fyrirtækið verið svo heppið að
hafa frábæra stjórnendur sem mót-
uðu á sinn hátt þær reglur sem farið
er eftir. Þessar reglur eru margvís-
legar. í fyrsta lagi er það virðing fyrir
einstaklingnum, viðskiptavinurinn á
rétt á sem bestri þjónustu, menn
eiga að sýna vandvirkni í hvívetna,
stjórnendur eiga að sýna fagleg
vinnubrögð og IBM á að vera góður
þjóðfélagsþegn í hverju landi þar
sem það starfar.
Þessar reglur gilda auðvitað hér á
landi sem annars staðar. Við fáum
hingað árlega endurskoðendur frá
IBM sem yfirfara reksturinn og sjá
til þess að öllum reglum sé framfylgt.
Auk þess fer skoðanakönnun fram
hér annað hvert ár þar sem hver
starfsmaður undir nafnleynd svarar
spurningum sem snerta fyrirtækið,
starfsaðferðir, starfið, yfirmennina
o.s.frv. Niðurstöður úr þessari skoð-
anakönnun eru síðan bornar saman
við niðurstöður úr könnunum ann-
arsstaðar hjá IBM. Allir yfirmenn
hafa því mjög strangt aðhald. Þeir
þurfa að vera tilbúnir að mæta dómi
starfsmanna og geta ekki brugðið
fyrir sig neinum hlífiskildi.
Við tökum þessa skoðanakönnun
mjög föstum tökum. Eftir að niður-
stöður hafa borist og stjórnendur
rætt þær heldur hver yfirmaður fund
með starfsfólki í sinni deild og skýrir
hvað hefur komið fram og ræðir út-
komuna við starfsfólkið. Yfirmenn-
irnir skila síðan skýrslum til mín og
við ræðum þær gaumgæfilega og
leggjum á ráðin hvernig við eigum að
bæta úr því sem talið er vera ábóta-
vant. Þá er búin til áætlun um fram-
kvæmdir og starfsfólkið fær síðan að
vita hvað við ætlum að gera til að
laga hlutina.
20