Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1987, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.02.1987, Blaðsíða 21
Þessi skoðanakönnun er mjög gott tæki til þess sjá hvar við erum staddir. Við getum bæði borið okkur saman við síðustu skoðanakönnun og síðan við öll önnur IBM fyrirtæki í heiminum. Einnig gerum við reglulega skoð- anakönnun meðal viðskiptavina okk- ar um ýmsa þætti sem snerta sam- skipti þeirra við fyrirtækið og álit þeirra á því. Þannig fáum við annan samanburðargrundvöll um það hvernig okkur tekst til.“ — Skapar þessi markmiðssetning og eftirlit ekki of mikið álag bæði á óbreytta starfsmenn og yfirmenn? „Nei. Þetta er gott aðhald sem við sem aðrir eigum að geta staðið undir. Og þar sem ég þekki til erlendis er þetta ekki vandamál. Fyrirtækið vel- ur menn til stjórnunarstarfa sem geta unnið undir álagi. Álagið er ekki ómanneskjulegt. Við setjum stjórn- endum og starfsmönnum skýrari markmið en gengur og gerist en þeir eiga líka kröfu á að vita til hvers er ætlast af þeim.“ Sjálfstæði — Hvert er rekstrarlegt sjálfstæði ykkar? „Þessu fyrirtæki er stjórnað eins og hverju öðru íslensku fyrirtæki. Okkur er falið að reka það sam- kvæmt ákveðnum reglum sem við höfum þegar vikið að og samkvæmt ákveðnum markmiðum. Þessi mark- mið byggjast á áætlunum sem við gerum á hverju ári og kynnum yfir- boðurum okkar erlendis. IBM er- lendis skiptir sér ekki af daglegum rekstri hér og við erum sem mest látnir í friði meðan við skilum ár- angri. Það er því langt í frá að okkur sé fjarstýrt eins og stundum heyrist. Þetta byggir allt á trausti." — Hverjir eru yfirboðarar ykkar erlendis? „IBM á íslandi heyrir undir Norð- ursvæði Evrópu með höfuðstöðvar í París. Yfirmaður minn er hins vegar forstjóri IBM í Danmörku. IBM í Danmörku aðstoðaði á sínum tíma við að koma fyrirtækinu hér á landi á fót. Við gætum nú hins vegar valið um hvort við viljum heyra beint und- ir höfuðstöðvarnar í París. Ennþá sé ég ýmsa kosti við það að hafa sam- skiptin í gegnum IBM í Danmörku. Meðal annars losar það okkur undan ákveðinni skýrslugerð og ég hef frjálsari hendur eins og uppbygging- in er í dag.“ Markmið IBM Gunnar var spurður að því hver væru markmið IBM. Hann svaraði með því að benda á vegg til hliðar við skrifborðið. Þar hékk innrammað spjald með fagurri mynd en undir henni voru skráð markmið 9. áratug- arins hjá IBM. Þau eru þessi: 1. Að vaxa með þróun tölvuiðnað- arins. 2. Að hafa forystu á sviði allra framleiðsluflokka okkar — að skara fram úr í tækni, verð- mætum og gæðum. 3. Að ná fullkomnum árangri í öllu sem við tökum okkur fyrir Beíntínnáborð... WORLDW/DE EXPRESS HRAÐFLUTmnOAR BORGARTÚN 33. 105 REYKJAVÍK, simar: 27622/27737 Með DHL hraðflutningum kemst sending þín beint inná borð viðtakanda eins fljótt og örugglega og hugsast getur. Eitt símtal og DHL sækir skjölin eða pakkann til þín. Hann er síðan í öruggum höndum stærstu hraðflutningsþjónustu heims. DHL sér um allt! Hafðu samband og kynntu þér þjónustu okkar — hún kemur á óvart. 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.