Frjáls verslun - 01.02.1987, Side 22
hendur — í framleiðslu, sölu-
starfi, þjónustu og stjórnun.
4. Að stuðla að arðsemi, forsendu
velgengni okkar.
„Fimmta markmiðinu var síðan
bætt við á síðasta ári og það sett efst
á listann: Að efla samstarf okkar við
viðskiptavinina“, sagði Gunnar.
Miklar breytingar hafa orðið á
rekstri IBM eftir að Gunnar tók þar
við forstjórastarfi 1982. Hann fékk
IBM til að kaupa skrifstofuhúsnæðið
í Skaftahlíð 24 en yfirleitt fjárfestir
IBM ekki í slíkum fasteignum en
bindur fé sitt frekar í þróun, rann-
sóknum og verksmiðjum. Gunnar
taldi hins vegar að framtíð fyrirtæk-
isins i svo stóru leiguhúsnæði væri
ótrygg og náði hann þessari sterfnu-
breytingu fram og húsið var keypt
1984. Skömmu síðar fékk IBM fullt
verslunarleyfi hér eftir að lögum
hafði verið breytt. Áður var það
þannig að öll bein sala á IBM búnaði
fór í gegnum fyrirtækið í Bandaríkj-
unum. „Þessi breyting varð bæði til
góðs fyrir okkur og þjóðarbúið. Allar
tekjur af sölunni renna nú til okkar
og eru skattskyldar hér á landi“,
sagði Gunnar. Hann bætti því við að
ólíkt mörgum öðrum alþjóðlegum
fyrirtækjum þá léti IBM hagnaðinn
myndast í sölulandinu. IBM er því
meðal hæstu skattgreiðenda í hverju
landi þar sem það er starfrækt.
Eftir að IBM fékk verslunarleyfi
hér á Iandi breyttist starfsemi þess
mjög. Áður leigðu notendur IBM
tölva vélarnar af fyrirtækinu en nú
eru allflestar vélar seldar. Vélarnar
eru flestar seldar á kaupleigusamn-
ingi og var IBM meðal fyrstu fyrir-
tækja hér sem buðu upp á slík við-
skipti.
Ör vöxtur
— Hvernig hefur vöxtur fyrirtæk-
isins verið?
„Við höfum vaxið hratt og færum
okkur stöðugt upp listann yfir 100
stærstu fyrirtækin í Frjálsri verslun.
Árið 1984 var velta okkar tæpar 300
milljónir króna á verðlagi þess árs en
árið 1986 var veltan rúmar 700 millj-
ónir króna. Þrátt fyrir aukin umsvif
höfum við ekki fjölgað starfsmönn-
um að sama skapi. Við reynum að
nota tölvutæknina til hins ýtrasta og
mæta þannig auknu álagi. Hér starfa
um 80 manns en reikna má með því
að 500-600 manns vinni við að þjón-
usta viðskiptavini IBM á einn eða
annan hátt hérlendis.
Þá höfum við farið í samstarf við
þrjá aðila sem selja fyrir okkur
einkatölvur. Ennfremur erum við í
samstarfi við 15 fyrirtæki sem að-
stoða við sölu á vélbúnaði og hug-
búnaði. Loks látum við sérstakt fyrir-
tæki annast allan innflutning fyrir-
tækisins. Þetta víðtæka samstarf
hefur hjálpað okkur til að vaxa án
þess að þurfa að bólgna út sjálfir ef
svo má segja. Með því tryggjum við
líka ákveðinn sveigjanleika.
Þetta er leið sem IBM hefur farið í
öðrum löndum. Að vísu fóru mörg
IBM fyrirtæki einnig út í að reka eig-
in sölubúðir en við völdum aðra leið.
Nú er IBM erlendis að hætta við
þennan verslunarrekstur þar sem
hann hefur ekki gefið nógu góða
raun.“
— Hafið þið náð markmiðum ykk-
ar um hagnað?
„Við höfum náð þeim hagnaðar-
markmiðum sem fyrirtækið hefur
sett okkur að síðasta ári undan-
skildu. Þá brást okkur bogalistin
sem vonandi kemur ekki fyrir aftur.
Afkoman hér er þó góð í samanburði
við mörg önnur IBM fyrirtæki. Til að
fyrirbyggja allan miskilning er rétt
að taka það fram að hér gildir sama
verð og í öðrum Evrópulöndum. Við
getum státað af því að vera í efri
kantinum sem sýnir að við höfum
gott starfsfólk og góð samstarfsfyrir-
tæki. Árið 1986 nam hagnaður fyrir
skatta 110 milljónum króna sem er
15% af heildartekjum. Áætlaður
tekju-og eignaskattur vegna 1986 er
62.8 milljónir króna þannig að hagn-
aður eftir skatta er áætlaður 47.2
milljónir eða um 7% af rekstrartekj-
um. Þar sem hagnaðurinn er látinn
myndast í sölulandinu eins og áður
er nefnt og fá dæmi eru um meðal
alþjóðlegra fyrirtækja þá gefur að
Veitingahúsið Kirkjuveg
i 21, Skútinn, Vestmannaeyjum: Sími 98-1420
22