Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1987, Page 25

Frjáls verslun - 01.02.1987, Page 25
Spáö í stöðuna. Skákirnar á IBM skákmótinu voru flestar mjög spennandi enda var yfirleitt teflt til vinnings. Fremst á myndinni með Gunnari eru Friörik Friðriksson framkvæmdastjóri fjármálasviðs IBM og Matthías Á. Mathiesen utanríkisráðherra. Góður þegn — Nú hafið þið gengist fyrir ýms- um þjóðþrifamálum i tengslum við 20 ára afmæli IBM á íslandi. Eruð þið að kaupa ykkur góða ímynd? „Það getur verið að einhverjir telji að við séum ekki einlægir í þessari viðleitni okkar. En eins og við höf- um rætt um er það eitt af markmið- um IBM að vera góður þjóðfélags- þegn í því landi sem það starfar. Við teljum það skyldu okkar gagnvart þjóðfélaginu að láta gott af okkur leiða. Þess vegna völdum við að halda þetta skákmót og myndlistar- sýningu. Hugbúnaðarsamkeppnin var haldin til þess að örva hugbúnað- arfyrirtæki til að víkka sjóndeildar- hring sinn og koma með hugmyndir að áður óþekktum lausnum fyrir ís- lensk fyrirtæki. Framleiðsla hugþún- aðar er það svið þar sem við getum staðið jafnfætis öðrum þjóðum og vonandi getum við áður en langt um líður farið að flytja út hugbúnað í einhverjum mæli. Við höfum einnig beitt okkur fyrir því að fá stórar IBM ráðstefnur hing- að til lands undanfarin ár. Ég geri ráð fyrir að um 2000 manns frá IBM komi til Islands á þessu ári til ráð- stefnuhalds og ætti landið að hafa mjög góðar tekjur af þessum ferða- mönnum auk þess sem þeir koma hingað utan aðalferðamannatímans. Við teljum að það sé íslandi mjög til hagsbóta að hafa fyrirtæki á borð við IBM. Með því flytst tækniþekk- ing og þekking á stjórnun inn í land- ið auk þess sem IBM á íslandi hefur verið á meðal hæstu skattgreiðenda. Við viljum auðvitað láta líta á okkur sem hvert annað íslenskt fyrirtæki en erum hins vegar stoltir af upp- runa okkar. Ég vil taka það fram að við njótum engra sérréttinda þótt IBM sé öflugt erlendis. Við þurfum að spjara okkur hér og vanti okkur fjármagn þurfum við að leita á fjár- magnsmarkaðinn hér eins og hvert annað fyrirtæki." Nýjungar hjá IBM — IBM erlendis hefur orðið undir í samkeppni við eftirlíkingar af PC og hagnaðurinn hefur dottið niður vegna þess. Menn bíða spenntir eftir nýrri einkatölvu sem ætlað er að treysta markaðsstöðu IBM og auka hagnaðinn. „Ég er ekki sammála því að IBM hafi orðið undir. Til dæmis seldum við og flest önnur Evrópulönd fleiri PC vélar á s.l. ári en áætlað hafði ver- ið. IBM hefur lagt gífurlega fjármuni í að þróa og fullkomna framleiðsluna og framleiðsluaðferðirnar. IBM ætl- ar sér að vera áfram á einkatölvu- markaðnum og á örugglega eftir að koma á óvart eins og 1981 þegar fyr- irtækið kynnti IBM PC vélina í fyrsta sinn.“ — Það hefur verið sagt að IBM hefði gert mistök að hafa PC svo opinn að hægt var að líkja eftir hon- um og einnig að lítil þróun hafi átt sér stað þannig að eftirlíkingarnar 25

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.