Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1987, Side 27

Frjáls verslun - 01.02.1987, Side 27
nýjum stðrfum Vogalax: Stöðin stækkuð í 2.5 milljónir seiða —rætt við Vilhjálm Guðmundsson framkvæmdastjóra Texti: Þórhildur Pétursdóttir Nýjar atvinnugreinar vekja ætíð athygli og von um fjöl- breyttari atvinnufyrirtæki í framtíðinni. Um nokkura ára skeið hafa verið starfræktir nokkrir tugir laxeldisstöðva hér á landi, flestar suður með sjó. Eitt stærsta fyrirtækið á sviði haf- beitar er Vogalax hf., Vogum á Vatnsleysu- strönd sem er í eigu Fjárfestingarfélags Is- lands, Oregon Aqua Food og Sölumiðstöðv- ar hraðfrystihúsanna. Stöðin hefur verið starfrækt í nokkur ár sem tilraunastöð. Nú má segja að meiri al- vara sé að færast í leik- inn. Ætlunin er að stækka stöðina sem er í dag 650.000 seiða stöð í 2V2 milljón seiði á þessu ári. I vor er ætl- unin að sleppa á einu bretti 400.000 seið- um en það er stærsta slepping sem um getur af seiðum sem tilheyra Atlantshafsstofninum. Hér er ekki færst lítið í fang en hver er maður- inn á bak við fram- kvæmdirnar? Vilhjálmur Guðmundsson heitir hann og tók við starfi framkvæmda- stjóra Vogalax hf. um síðustu ára- mót. Vilhjálmur er fæddur og uppal- inn í Reykjavík, stútent úr Verslun- arskóla íslands árið 1977. Síðan lá leiðin í Viðskiptadeild Háskóla Is- lands en samhliða námi vann hann hjá Karnabæ, allt til ársins 1985 er hann hélt utan til framhaldsnáms í alþjóðlegum markaðsmálum við há- skólann í Lundi í Svíþjóð. Lokaverk- efni Vilhjálms fjallaði um markaðs- mál í fiskeldi og hvernig vinna megi saman að markaðssetningu eldislax. Auk þess að hafa með höndum framkvæmdastjórn Vogalax hf. starfar Vilhjálmur við almenn ráð- gjafastörf hjá Fjárfestingarfélagi ís- lands. Frjáls verslun knúði dyra hjá Vilhjálmi á dögunum og var hann fyrst inntur eftir í hverju starf hans sem framkvæmdastjóri Vogalax hf. fælist? „í dag er meginþungi starfsins tengdur framkvæmdum og uppbygg- ingu í sjálfri stöðinni en hún hefur hingað til starfað sem tilraunastöð. Eitthvað mun ég verja tíma mínum í markaðsmál þó svo framleiðslan sé enn lítil, þá sérstaklega til að þreifa fyrir mér og reyna að byggja upp sambönd. Auk þess verð ég að sinna áætl- anagerðum svo eitthvað sé nefnt." — Hvemig er daglegum störfum í fyrirtækinu hátt- að? „Hjá Vogalax starfa nú 8 manns sem sjá um dagleg- an rekstur, fóðrun, um- hirðu, uppbyggingu stöðv- arinnar o.fl. Sjálfum finnst mér mikilvægt að fylgjast með úr návígi og fer ég þess vegna reglulega suður- eftir til að fylgjast með því sem er að gerast.“ Stefna á Evrópumarkað — Hvenær verður stöð- in komin í fullan rekstur? „Við reiknum með að árið 1989 verði stöðin kom- in í fullan rekstur. Þ.e. þá verður uppbyggingu lokið og fiskurinn farinn aðskila sér í hafbeitinni. — Nú mun sala á eldislaxi héðan svo til eingöngu hafa miðast við Bandaríkjamarkað, verður svo áfram? 27

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.