Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1987, Side 28

Frjáls verslun - 01.02.1987, Side 28
„Það er rétt, fram að þessu hefur það litla magn sem íslendingar flytja út verið selt til Bandaríkjanna. Þó styttra sé fyrir okkur að flytja vöruna yfir hafið, samanborið við keppinaut- ana, verður að hafa í huga að Banda- ríkjadalur hefur verið og er óhag- stæður. Fólk þarf að læra að neyta laxins öðruvísi en soðins eins og hann hefur aðallega verið matreidd- ur hingað til. Til að dreifa áhættunni stefnum við á Evrópumarkað einnig. Leggja þarf áherslu á að ná til fólks- ins með fræðslu um laxinn og þá möguleika sem hann býður upp á varðandi matreiðslu. Einnig má binda vonir við að hægt verði að flytja út unninn lax í stórum stíl t.d. reyktan. Það sem máli skiptir er að treysta markaðinn og hafa jafnt framboð á vörunni allt árið um kring.“ Aðstæður hvergi betri en á íslandi — Hefurðu þá trú að hafbeitar- stöðvum á borð við Vogalax verði langra lífdaga auðið? „Að sjálfsögðu, annars stæðum við ekki í þessu. Á íslandi eru bestu aðstæður til laxeldis sem hægt er að hugsa sér. í fyrsta lagi er vatnið hér hreint og smitfrítt. Einnig höfum við ódýran jarðvarma sem má nýta til hagkvæmari rekstrar. Við skulum athuga að hafbeitarlax hefur sér- staka yfirburði — munurinn á haf- beitarlaxi og eldislaxi eins og Norð- menn rækta er sá að hafbeitarlaxinn er villtur, kjötið er rauðara og að mínu mati mun betra til matar. Sé rétt að markaðmálum staðið auk þess að fyllsta hagkvæmni í rekstri náist, ættu allar forsendur fyrir arðsemi fyrirtækisins að vera fyrir hendi. Því má heldur ekki gleyma að tilvera hafbeitarstöðvar krefst þess að endurheimtur laxins verði góðar.“ Enn á steinaldarstigi — Nú hefur fiskeldi gengið nokk- uð misjafnlega hér á landi, hverjar telur þú vera ástæðurnar? „Ég get ekki lagt fram eina ástæðu fram yfir aðrar. Frumkvöðlar eins og Skúli í Laxalóni áttu erfitt uppdráttar í kerfinu varðandi sínar tilraunir í fiskeldi. Það hefur eflaust haft sín áhrif. Hafa verður í huga að rekstur fiskeldisstöðvar er og verður áhættusamur. Þekking á lífeðlis- fræðilegum forsendum laxins og hegðun hans hefur verið lítil. Þrátt fyrir mikinn uppgang í þessari grein síðustu mánuði á mikið eftir að breytast og þekking manna aukast. Til að gera sér grein fyrir hversu mikið, væri hægt að líkja stöðunni í dag við steinaldarstig. Aðstæður hér á landi eru mjög góðar eins og ég hef þegar nefnt og ef rétt er staðið að rannsóknum og menn nýta sér þekk- ingu og reynslu hvers annars, ætti áhættan í slíkum rekstri ekki að vera svo mikil.“ Markaðsmálin minnsta málið! — Er áhugi þinn bundinn við lax- eldi og markaðssetningu eða rennir þú stundum sjálfur fyrir lax? „Ég hef alltaf haft gífurlegan áhuga á stangveiði og jafnan farið í laxveiði á sumrin, jafnvel á námsár- unum þegar fjárhagurinn var ekki alltaf upp á marga fiska. Hins vegar ÖRYGGI OG ÁNÆGJA í AKSTRI Veltir býður Volvobíla á sérstaklega hagstœðu verði og góðum kjörum: VOLVO 340 DL VERÐ FRÁ KR. 477.000,- VOLVO 240 DL VERÐ FRÁ KR. 646.000.- VOLVO 740 GL VERÐ FRÁ KR. 812.000.- Hafið samband við sðlumennina og leitið nánari upplýsinga. OPIÐ Á LAUGARDÓGUM í VOLVOSAL SKEIFUNNI 15 frá 10-16. SKEIFUNNI 15, SÍMI: 91-35200. 28

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.