Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1987, Síða 34

Frjáls verslun - 01.02.1987, Síða 34
Tölvur Hver er árangur tölvuvæðingarinnar? — vöxtur gagnlegra upplýsinga eða aukið flóð nótusendinga? Texti: Olafur Geirsson Hefur tölvuvæðingin ekki skilað þeirri auknu framleiðni við skrifstofu- störf sem búist var við? Svo virðist samkvæmt nýlegum bandarískum rannsóknum. I grein í 6. tbl. Tölvumála 1986, blaðs Skýrslutæknifélags íslands, kynnir Stefán Ingólfsson, verkfræðing- ur, niðurstöður hagfræð- ingsins Stephen S. Roach en hann vann að mjög um- fangsmikilli könnun á upplýsingum, sem safnað er um framleiðslu á öllum sviðum atvinnulífs á veg- um bandarísku alríkis- stjórnarinnar. í könnuninni kemur fram, að þrír fjórðu hlutar launakostnaðar banda- rískra fyrirtækja megi rekja til skrif- stofumanna. Hinsvegar séu 90% tölvukostnaðar vegna þessara sömu skrifstofumanna. Þetta jafngildi því að tölvukostnaður á hvern skrif- stofumann sé þrefaldur miðað við tilsvarandi kostnað á hvern verka- mann. Fyrir nokkrum árum mátti lesa grein í bandaríska tímaritinu Com- puterworld, þar kom fram að þrátt fyrir gífurlega tölvuvæðingu í skrif- stofuhaldi hafi starfsfólki á skrifstof- um í Bandaríkjunum stöðugt farið fjölgandi. Var aukningin sögð nokkru meiri en næmi fjölgun vinn- andi fólks í landinu. Var því talið að skrifstofufólk þyrfti ekki að óttast um atvinnuöryggi sitt vegna tölvu- væðingarinnar. Menn greinir nokkuð á um ástæð- ur þess hversu lítill árangur hefur náðst með tölvuvæðingunni. Þó eru flestir stjórnendur á einu máli um að tölvunotkun sé óhjákvæmileg hjá þeim fyrirtækjum, sem stefni að góð- um rekstrarárangri. Ágreiningur er sem sagt ekki um gagnsemi tölvuvæðingar en hinsveg- ar eru uppi efasemdir að nægilega vel hafi verið staðið að henni hjá fjölda fyrirtækja. Nokkrar ástæður fyrir lélegum árangri Bent er á að óarðbær störf á skrif- stofum hafi gjarnan aukist jafnhliða tölvuvæðingunni. Er þar bent á ýmiskonar skýrslugerð fyrir opin- bera aðila. Einnig vinnu sem beinlín- is er tilkomin sökum tölvutækninn- ar. Þá er bent á lélega nýtingu tölv- anna sjálfra. Kannanir benda til þess að einmenningstölvur séu til jafnað- ar í notkun hálfan annan klukkutíma á dag. Kannanir í Bandaríkjunum sýna einnig að nýting stórra segul- diska sé afar léleg. Til jafnaðar hafa eigendur stórra tölvukerfa yfir að ráða 100%-300% meira diskrými en þeir nota. Ritvinnsla er einnig oft á tíðum talin kosta meiri vinnu en ef verkefn- in hefðu verið vélrituð. Ritvinnslan er sem sagt ofnotuð. Sama gildir um svokallaðan tölvupóst. Hann er tal- inn hafa skapað heilmikið af gagns- lausum og óþörfum skilaboðum, sem bæði taka tíma frá starfsfólki og valda álagi á tölvur. Sérfræðingar segja, að margt bendi til þess að ekki sé vænlegt að hefja tölvuvæðingu án þess að endurskoða allar starfsað- ferðir innan fyrirtækjanna. Sérfræðingar benda einnig á að niðurstaðan af reynslu þeirra fyrir- tækja, sem náð hafa góðum árangri við tölvvæðingu, sé tvíþætt. í fyrsta lagi hefur vinnubrögðum innan fyrir- tækjanna verið breytt áður en ráðist var í tölvuvæðingu. I öðru lagi tekur það nokkurn tíma þar til árangurinn kemur í ljós. Jafnvel eitt til tvö ár. Sumir halda því jafnvel fram að hlut- ur skipulagsbreytinganna sjálfra í auknum árangri sé mun meiri en tölvuvæðingarinnar. Stjómendur hægfara og vanþróaðir Sú hraða þróun, sem orðið hefur í tölvumálum er einnig talin stór þátt- ur i því að stundum hafi mönnum verið mislagðar hendur við að hasla sér völl í tölvuheiminum. Bent er á að þegar Gutenberg gamli kom fram með nýjungar sínar í prenttækni þá liðu áratugir þar til hið prentaða mál var almennt komið í notkun. Margt bendir til þess að þannig verði þessu einnig farið með tölvutæknina. Möguleikar hennar eru vafalaust okkur enn að miklu leyti ókunnir og notkunin kann að verða mest á svið- um sem menn sáu ekki fyrir í upp- hafi. Til þess að sjá og uppgötva þessa óþekktu notkunarmöguleika tölv- unnar þarf vafalaust nýja kynslóð stjómenda. Reynslan þykir sýna að 34

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.