Frjáls verslun - 01.02.1987, Qupperneq 35
stjórnendur í dag hafa ekki náð tök-
um á tækninni.
Tæknimenn ekki á
sömu bylgjulengd og
forstjóramir
Sambandsleysi á milli stjómenda
fyrirtækja og tölvusérfræðinganna á
töluverðan þátt í þeim vanda sem
verður við tölvuvæðingu fyrirtækja.
Stjórnendurnir sem ráða yfir fjár-
magninu skilja í fæstum tilvikum eða
gera sér grein fyrir tæknimöguleik-
unum og tæknimönnunum er ótamt
að hugsa hugmyndir sínar út frá
sölumöguleikum þeirra.
Stór bandarískur banki, Security
Pacific National Bank, hefur gripið
til þess ráðs að gera tölvudeild sína
að sjálfstæðri rekstrareiningu sem
verður að skila tekjum til að standa
undir eigin rekstri. Ef aðrar deildir
bankans vilja njóta tölvuvæðingar
þá leita þær til tölvudeildarinnar,
sem gefur þeim tilboð. En deildir
bankans leita einnig tilboða annars-
staðar. Ef tilboð tölvudeildarinnar er
ekki hagstæðast þá verður hún af
verkinu. Tölvudeildin hefur síðan
heimild til þess að leita sér verkefna
utan sjálfs bankans og veitir þegar
nokkrum öðrum bönkum þjónustu.
Þetta fyrirkomulag hefur þegar
borið þann árangur að aukning
gjalda bandaríska bankans vegna
tölvuvæðingar varð aðeins um 4%
árið 1985 í stað 28% aukningar ár-
lega tvö árin þar á undan.
Þróunin hér á landi?
Ekki er nein ástæða til að halda að
tölvuvæðing hér á landi hafi tekist
betur til í byrjun heldur en í Banda-
ríkjunum. í áðurnefndri grein Stef-
áns Ingólfssonar verkfræðings er
bent á að menntun tölvumanna sé al-
mennt lélegri hér en vestra.
Á grundvelli upplýsinga úr listum
um stærstu fyrirtæki, sem árlega
birtist í Frjálsri verslun, var gerður
samanburður á breytingu á veltu
nokkurra íslenskra fyrirtækja ann-
arsvegar og síðan á breytingu á
fjölda starfsmanna þeirra hinsvegar.
Samanburðar-árin voru 1979 og
1985. Velta fyrirtækjanna var reikn-
uð á verðlagi ársins 1985.
Af listanum, sem hér fylgir, er
tæpast hægt að ráða neitt annað en
að tölvuvæðing þessara íslensku fyr-
irtækja hafi í það minnsta ekki valdið
því að hlutfallsleg fjölgun starfs-
manna hafi orðið meiri en hlutfalls-
leg aukning veltu fyrirtækjanna á
sama tíma.
Athyglisverð er sú mikla aukning
sem orðið hefur á veltu banka og
sparisjóða á þessum tíma. Er hún
mun meiri en annarra fyrirtækja sem
á þessum lista eru. Rétt er að benda
á að lækkun veltu tveggja vátrygg-
ingafélaganna mun stafa af því að ís-
Tafla 1
Breytingar á veltu og starfsmannafjölda 1979 -1985
Velta Velta 1979 Velta Fjöldi Fjöldi % breyt % breyt
1979 á verðl. 1985 starfsm. starfsm. starfsm. veltu
1983 1979 1985 79/85 79/85
Landsbanki íslands 369 3.913 6.372 955 1121 17 63
Búnaðarbanki íslands 120 1.273 2.666 357 513 44 109
Útvegsbanki íslands 97 1.032 2.556 343 367 4 148
Iðnaðarbanki íslands hf. 35 371 1.058 108 203 88 185
Verslunarbanki íslands hf. 26 276 562 98 141 44 104
Samvinnubanki íslands hf. 46 488 851 205 205 0 74
Alþýðubankinn hf. 10 106 277 34 70 106 161
Sparisj. Keflavíkur & nágr. 15 159 351 39 72 85 121
Sparisj. Rvk. & nágrennis 13 138 311 22 78 255 125
Sparisj. Hafnarfjarðar 14 149 285 41 71 73 91
Samvinnutryggingar Gt. 49 520 628 115 126 10 21
Sjóvátryggingafél. ísl. hf. 45 478 397 65 58 -11 -17
Tryggingamiðstöðin hf. 33 350 420 27 29 7 20
Almennar tryggingar hf. 30 318 344 58 62 7 8
Trygging hf. 45 478 212 41 38 -7 -56
Brunabótafélag íslands 32 340 423 57 76 33 24
Olíufélagið hf. 368 3.905 4.188 279 293 5 7
Skeljungur hf. 292 3.099 3.260 272 262 -4 5
Olíuverslun íslands hf. 247 2.621 2.387 238 275 16 -9
Landsvirkjun 89 945 2.806 229 299 31 197
Rafmagnsveitur ríkisins 122 1.295 2.041 384 334 -13 58
Samb. ísl. samvinnufélaga 1.075 11.408 11.788 1.432 1591 11 3
Flugleiðirhf. 392 4.160 5.783 1.342 1.338 8 30
Kaupfél. Eyf. Akureyri 345 3.661 3.740 1.040 1.098 6 2
Hf. Eimskipafélag íslands 202 2.144 2.714 1.004 751 -25 27
35