Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1987, Side 36

Frjáls verslun - 01.02.1987, Side 36
lensku félögin drógu mjög úr starf- semi sinni á sviði alþjóðlegra endur- trygginga í kjölfar áfalla sem urðu á því sviði. Vegna þess að á listanum eru ein- vörðungu íslensk fyrirtæki, þá er öll- um fulljóst að hér er í öllum tilvikum um að ræða rekstur sem byggir á miklum og nákvæmum upplýsing- um. í mörgum tilvikum er meira að segja nær víst að rekstur fyrirtækj- anna mundi gjörbreytast ef tölvu- væðingarinnar nyti ekki við. Banka- kerfið með daglegt uppgjör á tékka- reikningum og kreditkortin, sem sí- vaxandi greiðsluform mundi til dæmis vera nær óhugsandi í núver- andi horfi, svo eitthvað sé nefnt. Þekkt er dæmi frá Bandaríkjun- um, þar sem þarlendur sérfræðingur reiknaði út og komst að þeirri niður- stöðu, að ef núverandi þjónustu og upplýsingastig í bankakerfinu þar ætti að haldast og framkvæmast án tölvuvæðingarinnar, þá mundi helm- ingur bandarísku þjóðarinnar þurfa að vinna í bönkum. Auknar upplýsingar jafngildi hagnaðar? Auknar upplýsingar, sem fengist hafa með tölvuvæðingunni og hefði verið óhugsandi að fá án hennar, eru vafalaust mikilvægt atriði þegar meta á gagnsemi tölvuvæðingarinn- ar. Með bættri menntun mun tölvan nýtast enn betur. Við getum þess vegna gefið okkur það að tölvuvæðing fyrirtækis hafi ekki skilað hlutfallslegri aukningu framleiðni eða hagnaðar en hinsveg- ar hafi fyrirliggjandi upplýsinga- magn aukist verulega. Nýting þessarra auknu upplýsinga getur verið á tvennan hátt: í fyrsta lagi getur verið að upplýsingarnar séu ónotaðar eða nýtist aðeins til gagnlausra „nótusendinga" á milli starfsmanna. Þá er ver farið en heima setið. í öðru lagi getur niður- staðan verið sú að hið aukna upplýs- ingaflæði hafi bætt samkeppnisað- stöðu fyrirtækisins gagnvart keppi- nautunum. Það getur auðvitað verið á ýmsan hátt en í öllum tilvikum er það til bóta og þá ekki neinn vafi á gagnsemi aukinna upplýsinga. Helstu heimildir: Listi um stærstu fyrirtæki í Frjálsri verslun, Tölvumál, tímarit Skýrslutæknifélags Islands, International Business Week og gögn Rekstrarstofnunar um tölvu- og fjarskiptavæð- ingu. Vantar þig tölvupappír? Framleiðum allar gerðir af tölvupappír, með eða án prentunar. Vönduð vinna. “1 Veitum einnig alhliða prentþjónustu / Bækur, tímarit, eyðublöð o.fl. 25 ára 1986 Prentsmiðja Arna Valdemarssonar hf. Brautarholti 16. Símar 17214 og 10448 36

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.