Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1987, Blaðsíða 37

Frjáls verslun - 01.02.1987, Blaðsíða 37
utmngar li Hraðinn er aðalatriði - varan má hvergi bíða - rætt við Svein Kr. Pétursson hjá Eimskip í Hamborg Texti: Jóhannes Tómasson Eimskipafélag íslands opn- aði á liðnu hausti eigin skrif- stofu í Hamborg. Félagið hefur haldið uppi reglubundnum sigl- ingum þangað frá því það hóf starfsemi eða í 70 ár. Hefur sami umboðsaðili starfað fyrir félagið síðustu 50 árin en hann var lýstur gjaldþrota í október. Sveinn Kr. Pétursson er for- stöðumaður skrifstofu Eim- skips og í spjalli við blaðamann Frjálsrar verslunar greindi hann frá starfseminni í Ham- borg. Hann var fyrst beðinn að rekja starfsferil sinn: — Ég starfaði hjá Hafskip í 15 ár, fyrst sem loftskeytamaður, síðan á skrifstofunni heima en síðustu þrjú árin var ég í Hamborg og kom á fót skrifstofu félagsins þar. Þegar Haf- skip hætti starfsemi réðist ég til Eimskips og hef verið í starfi hjá fé- laginu síðan 15. janúar 1986. Fyrst starfaði ég sem fulltrúi félagsins hjá hinum þýska umboðsmanni og hafði aðsetur á skrifstofu hans þar til fyrir- tækið varð að hætta starfsemi sinni. Tveir möguleikar Var það ekkert slæmt fyrir Eimskip að missa umboðsmann? — Vissulega fylgdu því ýmis óþægindi en við stóðum þá frammi fyrir tveimur möguleikum. Annars vegar að finna okkur nýjan umboðs- aðila og hins vegar að stofnsetja eig- in skrifstofu og þann kostinn tókum við. Hlutirnir gerðust mjög hratt á þessum vikum en það gekk vel að koma skrifstofunni í gang og hóf hún starfsemi í október 1986. Á skrifstofu Eimskips í Hamborg starfa nú 10 manns. Sveinn segist hafa ráðið fjóra starfsmenn frá fyrr- um umboðsmanni félagsins, fjóra aðra Þjóðverja annars staðar frá og auk hans starfar á skrifstofunni ann- ar íslendingur. Sveinn Kr. Pétursson forstöðumað- ur skrifstofu Eimskips í Hamborg. —Við vinnum alla almenna vinnu varðandi afgreiðslu á skipunum sem koma til okkar á hverjum fimmtu- degi. Við berum saman vörur og farmskrá fyrir hverja ferð, vinnum alla pappírsvinnu vegna innflutnings og útflutnings sem er afgreiðsla farmbréfa og sjáum um að koma þeim á leiðarenda og svo framvegis. Síðan þarf að halda uppi nokkurri markaðsstarfsemi. í hverju er hún einkum fólgin? — Hjá okkur má segja að hún snúist einkum um það að afla tilboða í flutninga til Hamborgar frá öðrum stöðum í Þýskalandi, öðrum Evrópu- löndum og eiginlega hvaðan sem er. Hamborg er mikil flutningamiðstöð, þangað eru sendar vörur frá Austur- löndum, Afríku og Ameríku sem síð- an er umskipað í Hamborg og dreift til Evrópulanda og sami háttur ríkir varðandi útflutning ríkja í Evrópu til fjarlægra landa. Ráðamenn íslenskra fyrirtækja eru mun meira en áður farnir að leita tilboða í þessa flutninga og höfum við annast það verk. Þá leitum við til þriggja eða fjögurra fyrirtækja og dæmi eru iðulega um það að flutn- ingskostnaður lækki um 20 til 30% við slíka tilboðsleit. Það á jafnt við um reglulegan flutning á miklu vöru- magni sem einn og einn gám. Is- lensku fyrirtækin kaupa líka oftar en áður beint frá verksmiðju og þess vegna er nauðsynlegt að tryggja sem ódýrasta flutninga alla leiðina. Að öðru leyti fer markaðsstarfsemin fram héðan frá aðalskrifstofunni í Reykjavík. Jámbrautir, bílar, skip Hvernig eru vörur fluttar til Ham- borgar? — Frá stöðum í Þýskalandi og mörgum Austur-Evrópulöndum koma þær ýmist með jámbrautum eða bílum en komi þær lengra að er yfirleitt um að ræða skipaflutninga. Það fer svolítið eftir stöðum hvort meiri möguleikar eru á jámbrautum eða bílum en venjulega er um marga aðila að ræða á hverju sviði flutning- anna sem við getum leitað eftir til- boðum hjá. Hversu hratt komast vörur frá Hamborg til Reykjavíkur? — Eimskip heldur uppi vikuleg- um ferðum til Hamborgar og Brem- erhaven. Sé lítið um flutninga frá Bremerhaven til íslands fáum við skipin stundum til Hamborgar í leið- inni ef fyrirsjáanlegt er að vörur ætli 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.