Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1987, Page 38

Frjáls verslun - 01.02.1987, Page 38
að safnast upp í svo miklum mæli að þær komist ekki allar í næstu ferð heim. En Álafoss og Eyrarfoss anna þessu venjulega. Þau sigla frá Reykjavík til Immingham, Felix- stowe, Antverpen, Rotterdam, Ham- borgar og svo heim þannig að vara sem fer frá Hamborg á fimmtudegi er komin til Reykjavíkur á mánudegi. Þessu atriði höldum við mjög á lofti hjá okkur þannig að Hamborg er iðulega valin sem útskipunarhöfn fyrir vörur annars staðar frá af því að þaðan er siglt beint heim. Með þeirri tilhneigingu hjá fyrirtækjum í dag að kaupa inn í sem minnstum einingum en gera það oft þurfa þau á tíðum og snöggum flutningum að halda og sá möguleiki er fyrir hendi frá Hamborg. Flutningar hafa verið að breytast mjög á síðustu árum þannig að hraðinn er orðinn aðal- atriðið, varan má hvergi bíða á leið- inni frá framleiðanda til kaupanda. Samkeppni um aðdrætti Er mikil samkeppni í flutningun- um? — Hún er mikil og þótt skip Hafskips sigli ekki lengur þá keppir Eimskip við Skipadeild SÍS sem einnig siglir reglulega til Hamborgar. Þá er mikil samkeppni um þessa að- drætti hjá hinum mörgu flutninga- fyrirtækjum í Þýskalandi. Sveinn segir að Hamborg sé mjög alþjóðleg borg, þar sé mikil miðstöð viðskipta og flutninga eins og áður er getið. Ýmis íslensk fyrirtæki eiga þar fulltrúa sína fyrir utan skipafé- lögin, Arnarflug, SH, Sölustofnun lagmetis, Sambandið hefur verið með skrifstofu þar í áratugi og þar er nú íslensk ferðaskrifstofa. Saga Eimskips i Hamborg er líka orðin rótgróin, félagið hefur siglt þangað allt frá þvi það hóf starfsemi og er þekkt í Þýskalandi. Sveinn segir líka að forstöðumenn íslensku fyrirtækj- anna hafi með sér nokkurs konar fé- lagsskap: Félag forstöðumanna — Við hittumst einu sinni í mán- uði, borðum saman og ræðum lands- ins gagn og nauðsynjar. Vissulega stöndum við í samkeppni sumir hverjir en við höldum slíkum málum utan við félagsskapinn. Samt sem áður viljum við þróa þessa óform- legu starfsemi okkar þannig að við kynnumst sem best starfsemi hverr- ar greinar fyrir sig. Þess vegna er nú fyrirhugað að hver og einn standi fyrir nokkurs konar kynningu eða dagskrá um sitt starfssvið. Annars er þarna hefðbundin starfsemi Islendinga erlendis, við höfum Islendingafélag, reglulegt þorrablót og þar fram eftir götunum en við erum sjálfsagt kringum 100 Islendingar í Hamborg um þessar mundir. FRAMLEIÐUM: Auglýsingaskilti úr plasti. Plast í mörgum litum og þykktum. Plast undir skrifborðsstóla. Sérsmíðum alls konar plasthluti. Sjáum um viðgerðir og viðhald á Ijósaskiltum. Plastgler i báta og bila. Plastgler í sól- og gróðurhús. Plasthúsgögn ýmiskonar. 38

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.