Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1987, Page 42

Frjáls verslun - 01.02.1987, Page 42
konar sérverslunum erlendis sem nær eingöngu selja blóm. Skýringin á þessu er talin vera sú að blóma- verslanir hafa rýmri opnunartíma en aðrar verslanir og bjóða því ýmsa gjafavöru sem hentugt getur verið fyrir neytendur að eiga aðgang að utan hefðbundins opnunartíma verslana. Blómamarkaðurinn hér á landi hefur breyst talsvert á síðustu 10 árum. Framboð hefur verið jafnara einkum vegna þess að innflutningur hefur aukist. Blómasalan hefur vaxið jafnt og þétt en einkum eru það pottablómin sem mestur vöxturinn er í. Ekki er ólíklegt að sú rækt sem menn leggja við að skapa skemmti- legt umhverfi á skrifstofum með blómum eigi sinn þátt í þeirri aukn- ingu. Blómasalar erlendis telja að ekki sé loku fyrir það skotið að sala á inniblómum geti tvöfaldast fram til ársins 2000. Til þess að svo geti orð- ið þarf þó mikla kynningu og gert er ráð fyrir Iandvinningum í Bandaríkj- unum þar sem blómaneysla er til- tölulega lítil. Það er því ekki von á að vöxturinn á íslenska blómamark- aðnum verði jafn hraður. Verðmyndun Viðskipti með blóm í Hollandi fara fram á uppboðum. Aalsmeer upp- boðsmarkaðurinn er þeirra stærstur og nær hann yfir um 81 ekru lands. Hefur hann stækkað svo ört að sagt er að verktakarnir hafi ekki yfirgefið svæðið frá árinu 1972 en þá náði markaðurinn yfir 22 ekrur. Hugsan- Iega er markaðurinn stærsta verslun- arhúsnæði í heiminum. Hann fær blóm frá um 4000 félagsmönnum og um 2000 framleiðendum sem standa fyrir utan félagið. Um 7000 flutn- ingabílar fara frá markaðnum dag- lega með blóm sem fara eiga til dreif- ingar. Hollendingar voru fyrstir til að koma á stofn slíkum mörkuðum á samvinnugrundvelli til að koma í veg fyrir að framleiðendur undirbyðu hver annan. A hverjum stað þar sem blómin eru boðin upp er ákveðin klukka með sérstökum skala. Þegar vísirinn hreyfist sýnir hann fallandi verð. Fyrsti kaupandinn sem stöðvar klukkuna er með hæsta boðið. Ef menn stoppa klukkuna of snemma þurfa menn hugsanlega að borga of mikið en ef menn eru seinir á sér fá þeir kannski engin blóm. Ýmsar aðrar þjóðir hafa tekið þetta verð- myndunarkerfi sér til fyrirmyndar. Verðmyndun hér á landi er með þeim hætti að framleiðendur eða heildsalar ákveða verðið. Innlendir framleiðendur hafa forgang að heimamarkaðnum eins og fram hef- ur komið. Þetta fyrirkomulag hefur verið gagnrýnt meðal annars á þeirri forsendu að verðmyndunin sé ekki virk og markaðnum sé ekki þjónað nægjanlega vel með núverandi inn- flutningsleyfakerfi. Frjálst allt árið „Innflutningurinn hefur alltaf ver- ið viðkvæmt deilumál enda er mat framleiðenda og seljenda á þörfum markaðarins mjög ólíkt þegar að því kemur að innflutningsnefndin þarf að ákveða magn og tegundir sem flytja má inn“, sagði Bjarni Finnsson framkvæmdastjóri Blómavals í sam- tali við Frjálsa verslun er rætt var við hann um skipulag blómaviðskipta hér á landi. Blómaval er meðal stærstu inn- flytjenda á blómum. Þótt pottaplönt- ur og afskorin blóm séu snar þáttur í rekstri Blómavals er fyrirtækið byggt upp sem miðstöð fyrir allt blómaáhugafólk, fyrst og fremst þá sem stunda garðrækt sér til ánægju og yndisauka. Blómaval sérhæfir sig í plöntum, áhöldum og ræktunarvör- um fyrir þetta fólk auk þess sem afskorin blóm og pottaplöntur eru á boðstólum. Miðað við sambærileg- ar verslanir erlendis eru inniblómin þó stærra hlutfall í sölu sem helgast af því að íslendingar hafa styttri tíma til að stunda garðrækt en aðrar þjóð- ir. Blómaval ræktar pottablóm á 600 fermetrum og flytur inn blóm og plöntur og skyldan varning fyrir eig- in verslun svo og aðrar blómaversl- anir. „Auðvitað verðum við að fylgja þeim lögum sem gilda þó við séum ekki sammála þeim“, sagði Bjarni. „Hins vegar finnst okkur sem seljum blóm full mikil tregða ríkja við að nýta heimildir laganna til innflutn- ings. Til dæmis er of mikil tilhneig- ing til þess þegar um afskorin blóm er að ræða að láta eina tegund koma fyrir aðra. Þó framboð sé ekki nægj- anlegt hér innanlands af tiltekinni BLÓMABÚÐIN AKUR AUGLÝSIR Hjá okkur fáiö þiö pottablómin, afskorin blóm og greinar, blóma- og matjurtafræ, mold, blómaáburö o. m. fl. til blómaræktunar. Einnig úrval af gjafavörum. Blómaskreytingar viö öll tækifæri. Veriö velkomin KAUPANGIV/ MÝRARVEG 602 AKUREYRI StMAR 24800 & 24830 PÓSTHÓLF 498 42

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.