Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1987, Síða 46

Frjáls verslun - 01.02.1987, Síða 46
Utflutningsmá Útflutningsráð FÍS: Fyrirtæki utan sölusamtaka — beita sér fyrir frjálsum útflutningi fljótu bragði hvað útflutn- ingsfyrirtæki eins og Andri er að gera í þeim fé- lagsskap. Sannleikurinn er hins vegar sá að FÍS er fagfélag bæði fyr þá sem flytja inn og þá sem flytja út og margar íslenskar heildverslanir sinna bæði innflutningi og útflutn- ingi. Þessir sjálfstæðu útflytjendur hafa þó haft mjög takmarkaðan starfs- vettvang. Flest iðnfyrirtæki sem reyna fyrir sér á erlendum mörkuð- um hafa annast þann útflutning sjálf og sjálfstæðum útflytjendum er hald- ið fyrir utan ýmsa mikilvæga mark- aði fyrir sjávarafurðir eins og flest- um mun vera kunnugt. Það er þó í sjávarafurðum sem sterkustu fyrir- tækin hafa þróast hjá sjálfstæðum útflytjendum einkum í útflutningi á loðnumjöli, lýsi, rækju, ferskum fiski og skreið. Sjálfstæðir útflytjendur fá ekki að veita sölusamtökum aðhald í útflutningi einkum á frystum fiski til Bandaríkjanna. í nóvember síðastliðnum varstofn- uð deild útflytjenda innan Félags ís- lenskra stórkaupmanna og nefnist hún Útflutningsráð FÍS. Stofnfund- inn sátu fulltrúar 25 fyrirtækja. Aðild að FÍS eiga nú 280 fyrirtæki þar af milli 50 og 60 sem stunda út- flutning að nokkru eða eingöngu. Markmiðið með stofnun Útflutn- ingsráðs FÍS er að efla félagið sem sameiginlegan málsvara og félags- miðstöð fyrir þá útflytjendur sem starfa utan sölusamtaka að sögn Texti: Kjartan Stefánsson Það kom kannski ein- hverjum spánskt fyrir sjónir þegar Haraldur Haraldsson forstjóri Andra hf. var kosinn for- maður Félags íslenskra stórkaupmanna á dögun- um. Mönnum er tamt að líta á FÍS sem félag inn- flytjenda og sjá því ekki í Haraldur Haraldsson formaöur Félags íslenskra stórkaupmanna. 46

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.