Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1987, Qupperneq 51

Frjáls verslun - 01.02.1987, Qupperneq 51
í skreið á Nígeríumarkað og fá gott verð fyrir en sá markaður stendur ekki opinn. Auk þess að koma vör- unni á markað annast Jón umfangs- mikla þjónustu fyrir fiskseljendur meðal annars leigir hann út sérstök gámakör og hefur kælda fisk- geymslu fyrir þá sem hlaða ekki í gámana sjálfir. Jón telur að markaðurinn sé kom- inn í það horf sem hann verður í að minnsta kosti án stórvægilegra breytinga. „Þessi markaður hefur fengið að þróast án teljandi íhlutunar yfirvalda. Það hefur þó alltaf vofað yfir að það gæti breyst aðallega vegna áróðurs sölusamtaka um að verið sé að flytja hráefnið út óunnið. Ráðamenn hafa þó sem betur fer ekkert aðhafst í að hefta þennan út- flutning enda er bráðnauðsynlegt að útflytjendur keppi um fiskinn hér heima“, sagði Jón. — En hvernig er að starfa í skugga sölusamtakanna? „Ef allur útflutningur væri bund- inn sölusamtökum væri alltaf óvissa hvaða verð væri hægt að fá fyrir fisk- inn þar sem samanburðinn vantar. Þar með yrði þeirri hættu boðið heim að engin framþróun yrði í sölumál- um. Ég held hins vegar að sölusam- tök hafi miklu hlutverki að gegna í sambandi við vöruþróun, gæðaeftir- lit, hagræðingu og rannsóknir. Við þessir smærri höfum ekki afl eða tækni til að þjóna framleiðendum að þessu leyti. En við getum verið duglegir að koma vörunni á markað og veitt sölusamtökunum nauðsyn- legt aðhald. Hins vegar er rétt að framleiðendur hér heima komi fram sem einn maður þegar um er að ræða viðskipti við austantjaldsríki eða önnur ríki þar sem innkaupin eru á einni hendi.“ Jón gagnrýnir ekki tilvist sölusam- takanna og gerir sér grein fyrir þýð- ingu þeirra á mörgum sviðum en hann er ekki sáttur við forréttindi þeirra i útflutningsmálum eða starfs- reglur. „Um leið og framleiðandi verður félagi i sölusamtökum má hann ekki selja vöruna til annarra þótt þeir geti boðið hærra verð. Það þarf ekki nema smá lagabreytingu til þess að færa þetta í betra horf og ef af því verður, get ég verið alsæll með sölusamtökin", sagði Jón. 1. Hvernig skipuleggja skal með hagnaði bæðitil skammtíma og langtíma. 2. Hvernig tryggja skal, að markmiðum verði náð. 3. Gera áætlanir um forgangsatriði -- á mánaðar- legum, vikulegum eða daglegum grundvelli. 4. Hvernig efla skal aðgerðir til hagnaðar á öllum athafnasviðum. 5. Hvernig valddreifing fer fram á réttan hátt og byggja upp eftirlitskerti. til að tryggja framkvæmd þeirra verka, er tramseld hafa verið 6. Hvernig samræma skal átök alls starfsliðs - svo að ur verði hópátak og samstilltar aðgerðir. 7. Hvernig leysa skal vandamál og taka ákvarðanir með hjálp „innbyggðra" matsmælikvarða 8. Hvernig efla skal fólk hvetja það til meiri afreka auka starfsáhuga - tryggja vöxt og viðgang. Námskeiðiðverðurhaldið: Miðvikudagtnn 8. apríl1987 15. apríl 22. apríl 29. april 6. maí 13. maí Frá kl. 9—12 f.h. Leiðbetnandi: Konráð Adolphsson Camegie námskeiðið'" STJÓRNLHMARSKÚLINN Konráð Adolphsson. Einkaumboð fyrir Dale Carnegie námskeiðin® SOGAVEGI 69 • 108 REYKJAVÍK 0 82411 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.