Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1987, Síða 52

Frjáls verslun - 01.02.1987, Síða 52
Aðhald sem yrði engum að tjóni en mörgum að gagni „Við höfum ekki neina bind- andi samninga við verksmiðj- urnar hér heima. Hér eru nokkrir útflytjendur á loðnu- mjöli sem keppa um framleiðsl- una og geta framleiðendur snúið sér til þeirra allra. Þetta er það aðhald sem við höfum og þurfum að hafa. Það hefur mikla þýðingu að framleiðend- ur séu ekki háðir einum útflytj- enda en geti alltaf leitað bestu kjara“, sagði Pétur Pétursson hjá Fiskafurðum er hann var spurður um sambandið við framleiðendur. Pétur hóf eigin útflutning árið 1981 en hann hefur starfað í faginu í yfir 30 ár. Á árinu 1986 var útflutn- ingur Fiskafurða um 800 mill- jónir króna. Pétur sagði að þróunin hefði orðið sú í útflutningi á mjöli og lýsi að um- boðslaunin væru 1%. Með svo lágum umboðslaunum þarf umsetningin að vera mjög mikil til þess að unnt sé að halda uppi eðlilegri starfsemi. Pétur byrjar daginn á því að lesa metra löng telexskeyti með upplýsingum um hvað er að gerast á markaðnum. Hann eins og útflytjendur í öllum greinum þarf að fylgjast grannt með öllum hræringum á markaðnum. Loðnumjöl og lýsi er hrávara og markaðurinn mjög virkur þannig að framboð og eftirspurn ræður verði. Menn þurfa því að beygja sig undir heimsmarkaðsverð. Miklar sveiflur hafa verið í verði á síðustu árum einkum í lýsi. Ollum á óvart féll lýsis- verðið í fyrra úr 330 dollurum á tonn cif í 130 dollara á tonnið en menn voru þá að gera því skóna að lýsis- verðið gæti hækkað. Verðið fór síðan yfir 200 dollara aftur. Mikil óvissa ríkir nú um feitmetismarkaðinn en ekki er búist við neinum meiriháttar sveiflum á mjölverði. En allar spár um lýsis-og mjölmarkaðinn á að taka með mikilli varúð. Pétur var spurður að því hvers vegna mjölframleiðendur hefðu ekki stofnað með sér sölusamtök eins og margir aðrir framleiðendur sjávar- afurða. „Forsendur fyrir samtakamyndun í lýsi og mjöli hafa ekki verið fyrir hendi. Öðru máli gegnir með saltfisk sem hefur takmarkað geymsluþol. Slík vara er óviðráðanleg á fallandi markaði. Kaupandinn þarf þá aðeins að bíða. Þetta á einnig við um salt- síld. Freðfiskurinn er hins vegar merkjavara og til þess að koma slíkri vöru á markað í Bandaríkjunum hef- ur stærð og styrkur söluaðila mikið að segja ef menn ætla að ná einhverj- um árangri. Eðli vörunnar kallar á það að framleiðendur þjappi sér sam- an. í mjöli og lýsi er mjög erfitt og jafnvel hæpið að reyna að stjórna framboðinu. Við gætum það ekki þótt við vildum því kaupendur vita hvað er framleitt og til í birgðum. Hitt er annað mál að menn verða að varast undirboð enda standast þeir ekki til langframa sem það stunda." — Hverju myndi frjáls útflutning- ur breyta? „Hann myndi engu öðru breyta en því að útflytjendur fengju eðlilega samkeppni. Ég sé ekki fram á að frjáls útflutningur muni raska stöðu sölusamtakanna. Þau fengju þarna ákveðið aðhald sem ég held að yrði engum að tjóni en mörgum að nokkru gagni. Ótti stórra og sterkra útflutningsfyrirtækja við samkeppni einstaklinga eða smáfyrirtækja í út- flutningnum er að mínum dómi ástæðulaus og jafnvel skaðlegur." 52

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.