Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1987, Qupperneq 58

Frjáls verslun - 01.02.1987, Qupperneq 58
rlent Bandaríkin: Hugmyndir eru uppi um að gefa símrekstur innan- bæjar frjálsan Mikil vakning hefur verið í heiminum í þá átt að auka frjálsræði í fjarskiptum og víða hefur verið langt gengið í þeim efnum einkum í Bandaríkjun- um. Hingað til hefur þetta frjálsræði verið takmarkað við símtöl milli landa eða langlínu- símtöl. I Bandaríkjunum er nú verið að kanna hvort forsendur séu fyrir annarri byltingu á þessu sviði að þessu sinni í rekstri innanbæjarsímkerfa. Eigendur þeirra hafa einkaleyfi á hverjum stað. Menn spyrja sig þó hvort þá verði ekki of langt gengið í að létta af miðstýring- unni. Þau sjö móðurfyrirtæki sem eiga flesta bæjarsímana i Bandaríkjunum eru nú þegar komin á kaf í sam- keppni í óskyldum greinum allt frá fasteignaviðskiptum til áhættufjár- mögnunar. Hins vegar rekst það ekki vel saman að vera bæði með greinar þar sem frjáls samkeppni ríkir og greinar sem byggja á einakleyfi frá yfirvöldum. Þessi samsetning fyrir- tækjanna hefur sett stjórnmálamenn í klípu því í Bandaríkjunum er meðal annars miklu strangari samkeppnis- löggjöf en hér á landi. Þeim er sagt annars vegar að ekki sé hægt að leysa þennan vanda nema draga til baka einkaleyfin fyrir bæjarsímana þannig að allir hafi heimild til að veita slíka þjónustu. Hins vegar er því haldið fram að rekstur bæjarsíma sé „náttúrleg einokun". Frjáls samkeppni á þeim vettvangi myndi eingöngu leiða til þess að símgjöldin muni hækka. Fyrir nokkrum árum leystu banda- rískir dómstólar símafyrirtækið AT&T upp en það hafði undirtökin í símarekstri í Bandaríkjunum bæði að því er varðar staðbundinn rekstur og langlínusamtöl. Upp úr því urðu dótturfyrirtæki AT&T sjálfstæð fyr- irtæki með einkaleyfi til að reka stað- bundin símakerfi en langlínurekstur- inn féll AT&T í skaut ásamt ýmissi annarri starfsemi. Þau fyrirtæki sem voru klofin frá móðurfyrirtækinu hafa verið kölluð Bells börnin en AT&T hafði einkaleyfi á uppgötvun Bells á sínum tíma. Nokkur fyrirtæki keppa um lang- línumarkaðinn í Bandaríkjunum og hafa flest þeirra verið rekin með miklu tapi á seinni árum. Bells börn- in, sem hafa einkaleyfi hvert á sínum stað, hafa hins vegar aldrei skilað meiri hagnaði. Á síðasta ári skiluðu þau að meðaltali 14% arði til hluthafa en reikna má með þvi að meðaltals- arðsemi hlutafjár í helstu fyrirtækj- um Bandaríkjanna hafi verið 10-11%. Hagnaður af bæjarsímanum Næstum allur hagnaður Bells barnanna kemur frá staðbundna símarekstrinum, bæjarsímanum. Frá því AT&T var leyst upp í árslok 1983 hafa innanbæjarsímtöl hækkað um 25-40%. Þeir sem hafa eftirlit með símarekstrinum fyrir hönd hins opinbera féllust á þessar hækkanir vegna þess að hér áður fyrr voru inn- anbæjarsímtöl niðurgreidd með hagnaði af langlínusamtölum. Eftir skiptinguna var þetta ekki lengur hægt og raunverulegur kostnaður við innanbæjarsímtölin hlaut að koma fram í verðlagningunni. Þrátt fyrir að innanbæjarsímtölin hafi hækkað þetta mikið hefur reikningur hjá meðalsímnotanda í Bandaríkjun- um lækkað vegna þess hve langlínu- samtölin hafa lækkað mikið. Lægra heildarverð hefur síðan aukið sím- notkun og þannig hafa staðbundin símfélög fengið tvöfaldan ávinning af breytingunum, hærra verð og meiri símnotkun. Það Bells barnanna sem var með slakasta stöðu átti 200 milljónir doll- ara í reiðufé í árslok 1986 en það rík- asta, Southwestem Bell átti nærri 800 milljónir dollara handbæra. Þrátt fyrir mikla arðsemi fjárfestinga í bæjarsímanum verður þetta fé að miklu leyti notað til að auka fjöl- breytni í starfseminni fremur en verja því til fjárfestinga í hefðbund- inni starfsemi. Samkvæmt núgildandi reglum þarf að leita samþykkis Harolds Greene dómara — en hann kvað upp dóminn um skiptingu AT&T — fyr- ir öllu því sem símafyrirtækin taka sér fyrir hendur utan hins hefð- bundna markaðar. Hingað til hefur hann ekki staðið í vegi fyrir útþenslu þeirra. Hann hefur ekki hafnað neinni umsókn sem lögð hefur verið fyrir hann. Með því að dreifa fjárfest- ingunni fá símafyrirtækin fyrirheit um hraðari vöxt en er í hefðbundinni símaþjónustu. Flest Bell barnanna hafa víkkað starfsemi sína út í far- símaþjónustu, útgáfu á fyrirtækja- skrám, hugbúnað, kaupleigu og áhættufjármögnun. 58
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.