Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1987, Qupperneq 60

Frjáls verslun - 01.02.1987, Qupperneq 60
Bréf frá útqefanda auglýsingamarkaðurinn Ekki fer fram hjá neinum að bylting hefur orðið í fjölmiðlun hér á landi eftir að rekstur útvarps og sjónvarps var gefinn frjáls. Með fjölgun sjónvarps-og útvarpsstöðva hefur komið fram áður óþekkt samkeppni í fréttaflutningi sem leitt hefur til þess að frétta- mennskan hefur harðnað. Fréttamenn sem áður voru oft eins og feimnir skólastrákar þegar þeir spurðu ráðamenn um hvað „héngi á spýtunni" eins og það var tíðum orðað eru nú eins og grimmir úlfar sem reka hljóðnemana í andlit viðmælenda og krefjast skýrra svara. Framboð sjónvarps-og útvarpsefnis til afþreyingar og fróðleiks hefur einnig stóraukist. Engum manni er mögulegt að taka á móti öllu þessu efni hversu gott sem það er. Og þegar ekki verður vikist undan því að velja komast menn ef til vill að þeirri niðurstöðu að best er að verja kvöldinu við lestur góðra bóka. Utvarpsfrelsið hefur ekki aðeins blásið keppnisanda í brjóst fréttamanna og aukið framboð afþreyingar fyrir landsmenn. Eftir að fjölmiðlum á öldum ljósvakans fjölgaði hafa auglýsendur einnig þurft að standa frammi fyrir nýju vali. Hér áður fyrr þegar einokun var á sjónvarpsrekstri töldu margir auglýsendur að þeir næðu til þorra landsmanna með því að auglýsa eingöngu í ríkis- sjónvarpinu. Sjónvarpið var því notað á annan hátt sem auglýs- ingamiðill en gerist í mörgum öðrum löndum. Annars staðar er al- gengt að nota sjónvarpið með öðrum auglýsingamiðlum til dæmis til að fylgja auglýsingaherferð í tímaritum og blöðum eftir. Með til- komu nýrrar sjónvarpsrásar dreifist áhorfendahópurinn og ein birting á auglýsingu nær sjónum færri manna en áður. Þessi stað- reynd kallar á það að fyrirtæki endurskipuleggi stefnu sína í auglýsingamálum til að finna bestu og hagkvæmustu leiðina að hjarta og hug neytandans. Tímaritin hafa um langt skeið átt fastan og tryggan sess á auglýsingamarkaðnum vegna sérstöðu sinnar. í fyrsta lagi hafa tímaritin langan líftíma og hvert eintak ber fyrir augu margra. í öðru lagi fjalla flest tímarit um eitthvert sérsvið lesenda hvort sem um er að ræða áhugamál eða atvinnu. Slík tímarit verða til þess að auglýsingar í þeim hitta beint í mark þar sem fyrirfram er vitað um áhugamál og þarfir lesendanna. Með þeim breytingum sem eru að verða á auglýsingamarkaðnum og þeirri ríku þörf auglýsenda að finna sinn markhóp til að tryggja sem besta nýtingu á auglýs- ingafé sínu hefur mikilvægi tímarita vaxið enn meira. Frjálst framtak er útgáfufyrirtæki sem hefur sérhæft sig í útgáfu tímarita og bóka. Fyrirtækið gefur út 11 tímarit og eitt vikublað. Markmið þessarar útgáfu er að svara þörf lesenda fyrir gott og vandað lesefni. Slíkt markmið næst aldrei endanlega og alltaf má gera betur. Það er þó ljóst að þessi mikla útgáfa er vænlegur kost- ur fyrir auglýsendur og tímarit Frjáls framtaks sem og önnur tímarit eiga eftir að vaxa sem auglýsingamiðill. 60
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.