Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1988, Síða 5

Frjáls verslun - 01.09.1988, Síða 5
RITSTJORNARGREIN ÞRÍEFLDUR MIÐILL Á þessu hausti sameinaði Frjálst framtak hf. þrjú af tíma- ritum sínum þegar Iðnaðarblaðið og Viðskipta & tölvublaðið runnu saman við Frjálsa verslun. Þessi breyting hefur mælst afar vel fyrir enda er útgáfu- tíðni Frjálsrar verslunar aukin þannig að blaðið kemur út mánaðarlega og stóraukinn metnaður er lagður í ytri um- gjörð blaðsins, m.a. með aukinni litprentun og vönduðu út- liti. Fjögur tölublöð eru þegar komin út í breyttri mynd og er full ástæða til að þakka lesendum frábærar viðtökur. Frjáls verslun er eftir þessar breytingar öflugri fjölmiðill en nokkru sinni fyrr. 100 STÆRSTU 0G OLÍS Aðalefni blaðsins að þessu sinni er árlegur listi Frjálsrar verslunar um 100 stærstu fyrirtækin. Blaðið birti fyrst upp- lýsingar um 100 stærstu fyrirtæki landsins fyrir 11 árum en þá var flokkunin byggð á starfsmannafjölda einvörðungu. Síðan hefur verið unnið að endurbótum á listanum í þeim tilgangi að auka upplýsingagildi hans og öryggi. Óhætt er að segjaaðþessiárvissi listi Frjálsrar verslunar hafi skipaðsér sess sem mikilvæg heimild um íslensk fyrirtæki og íslenskt atvinnulíf. Listinn yfir 100 stærstu fyrirtækin vekur ávallt mikla athygli og forvitni enda fylgja honum miklar viðbótarupplýs- ingar um fjölda fyrirtækja á sérlistum. Auk afkomu- og veltutalna eru birtar m.a. upplýsingar um eiginfjárstöðu, fjárhagsstöðu, starfsmannafjölda og meðallaun sem jafnan vekja forvitni, leiða til samanburðar og koma af stað umræð- um úti í þjóðlífinu. Hér birtast að þessu sinni tölulegar upp- lýsingar um 1545 íslensk fyrirtæki. í blaðinu birtist einkaviðtal Frjálsrar verslunar við Þórð S. Gunnarsson hrl. sem nýlega sagði af sér stjórnarfor- mennsku hjá Olís en afsögn hans hefur vakið talsverða at- hygli og margar spurningar. Þórður hefur fram til þessa verið ófáanlegur til að ræða við fjölmiðla um átökin í Olís enda er hann gætinn og orðvar eins og títt er um lögmenn. Það er því mikill fengur í þessu viðtali við Þórð og þeim upplýsingum sem þar koma fram. BLAÐRIÐ í STEINGRÍMI Fyrir nokkrum árum var Ólafur Ragnar Grímsson spurður að því hvað hann teldi mesta efnahagsvandamálið á fslandi. Ilann svaraði umsvifalaust: „Blaðrið í Steingrími Hermannssyni.“ Þetta var sagt í kjöl- far einhverra óviðeigandi yfirlýsinga Steingríms sem þá var ráðherra. Óábyrgt blaður hefur einkennt stjórnmálaferil Steingríms Hermannssonar og oft valdið ólgu og skaða í efnahagslífinu. En nú tekur fyrst steininn úr. Þann 16. nóvember sl. lýsti Steingrímur þvf yfir að íslendingar hafi ekki staðið nær þjóð- argjaldþroti en nú. Yfirlýsingar af þessu tagi rýra mjög lánstraust og lánakjör þjóðarinnar erlendis þegar þær koma frá forsætisráðherra. Enda gripu yfirmenn Seðlabankans til þess ráðs að reyna að koma í veg fyrir að þetta óábyrga bull í Steingrími spyrðist til útlanda. Sem betur fer er íslenska þjóðin fráleitt gjaldþrota en hún stendur ráðþrota frammi fyrir þeim vanda að sitja uppi með annan eins forsætisráðherra og Steingrím Hermannsson sí- blaðrandi. Stofnuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Helgi Magnússon — RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Valþór Hlöðversson — AUGLÝSINGASTJÓRAR: Sjöfn Sigurgeirsdóttir og Kristrín Eggertsdóttir — LJÓSMYNDARAR: Grímur Bjamason, Gunnar Gunnarsson, og Kristján Einarsson — ÚTGEFANDI: Frjálst framtak hf. — Tímaritið er gefið út í samvinnu við samtök í verslun og viðskiptum — SKRIFSTOFA OG AFGREIÐSLA: Ánnúli 18, súni 82300, Auglýsingasúni 31661 - RITSTJÓRN: Bfldshöfði 18, súni 685380 - STJÓRNARFORMAÐUR: Magnús Hreggviðsson — AÐALRITSTJÓRI: Steinar J. Lúðvíksson — FRAMKVÆMDASTJÓRI: Halldóra Viktorsdóttir - ÁSKRIFTARVERÐ: 1.975 kr. (329 kr. á eintak) - LAUSASÖLUVERÐ: 399 kr. - SETNING, TÖLVUUMBROT, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentstofa G. Benediktssonar — LITGREININGAR: Prentmyndastofan hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir 5
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.