Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1990, Qupperneq 35

Frjáls verslun - 01.08.1990, Qupperneq 35
framkvæmdastjóri samtakanna, segir það einn helsta kost frumvarpsins að nú verði allir hagsmunaaðilar auglýs- ingaheimsins að hlíta sameiginlegri reglugerð en ekki einungis þeir sem eiga aðild að SÍA. Neytendasamtökin hafa hinsvegar óskað eftir viðbót við frumvarpið þar sem lagt er bann við birtingu auglýsinga inni í dagskrá sjónvarpsstöðva. Lagt er til að ekki megi rjúfa útsendingu kvikmynda eða einstakra þátta í sjónvarpi til flutnings á auglýsingum. Þetta eigi þó ekki við um beinar útsendingar þar sem eðli- leg rof verða á útsendingu. „Við gerðum könnun árið 1988 um viðhorf fólks til auglýsinga í sjónvarpi og hljóðvarpi. Þar var spurt: Hvað fyndist þér um að auglýsingar kæmu inn í kvikmyndir í sjónvarpinu? 91,2 af hundraði sögðu það slæmt en 4,3 af hundraði voru þvífylgjandi. Það er því ljóst að Islendingar vilja ekki þriggja tíma kvikmyndir," segir Jóhannes. Eina athugasemdin, sem samtökin gera við frumvarpið varðar einstaka ákvæði þess sem þeim þykir full loð- in. Jóhannes bendir á að í frumvarpinu sé sagt að aðeins'skuli refsa sé brot framið af ásetningi eða stórfelldu gá- leysi. „Ég myndi ekki treysta mér til að skera úr um muninn á stórfelldu og einföldu gáleysi,“ segir Jóhannes. MÁLFAR HVERS TÍMA Kristín Þorkelsdóttir, fram- kvæmdastjóri AUK hf., sem er ein af þremur stærstu auglýsingastofum landsins, segir frumvarpið ekki boða mikla breytingu fyrir þá sem hafa haldið sig við siðareglurnar. Hinsveg- ar lýsir hún yfír áhyggjum yfir nokkr- um atriðum í frumvarpinu, sérstak- lega ákvæðinu um „lýtalausa ís- lensku“ í auglýsingum. „Maður veltir því fyrir sér hver ætli að dæma og hvaða viðmiðun verði höfð. Auglýs- ingar verða að geta tekið mið af mál- fari hvers tíma og því eru slanguryrði oft nauðsynleg. Slík orð verða þó að lúta lögmálum íslensks máls,“ segir Kristín. Hún bendir einnig á það að áframhaldandi ákvæði um það að er- lendur söngtexti megi vera hluti af auglýsingu sé hálf einkennilegt. „Það er eins og það sé verið að búa þetta ákvæði til fyrir einhverja sérstaka að- ila,“ segir Kristín. HVAÐ SEGJA ÞAU UM MÁLIÐ Kristín Þorkelsdóttir, fram- kvæmdastjóri auglýsingastof- unnar AUK, segir það miklu nær að hagsmunaaðilar gangist sjálfviljugir undir siðareglur Alþjóðaverslunarráðsins. Hinsvegar segir hún þetta frumvarp ekki breyta neinu fyrir þá sem hafa miðað við sið- areglumar í starfsemi sinni. Halldór Guðmundsson, formað- ur SIA og framkvæmdastjóri Hvíta hússins, segir að menn megi ekki vera of viðkvæmir fyrir harðri samkeppni í auglýs- ingum. Annars er hætt við því að samkeppnin verði geld. Menn verði að geta bmgðið á leik og svarað í sömu mynt beiti keppinauturinn hörðum brögð- um. Það að kæra hjálpi oftast þeim aðila sem fyrir kæmnni verður. Óneitanlega velta menn því nú fyrir sér hvemig þetta frumvarp komi til með að virka í framkvæmd. Er verið að þrengja stakk auglýsenda með nýj- um ákvæðum og kemur auglýsinga- nefndin til með að hafa alræðisvald yfir því hvaða auglýsingar megi birta? „Það er ekki ætlunin að vera með ítarleg lög sem taka á öllum hugsan- legum tilvikum sem gætu komið upp. Til þess að þau geri eitthvert gagn verður að vera hægt að túlka lögin,“ segir Sólveig Ólafsdóttir. „Sú túlkun verður að mótast af viðskiptavenjum og hugmyndum þjóðfélagsins um góða viðskiptahætti hverju sinni. Það eru engin lög sem geta kveðið á um þetta atriði.“ Sólveig segir að úrskurður auglýs- inganefndar sé ekki lög. „Menn geta áfram leitað til dómsstóla ef þeir FULLBÚNIR FÆIjANLEGIR SKALAR ,0G VINNUSKURAR er hagkvœm lausn BÚÐAVERK'V VESTURBRAUT 8, 370 BÚÐAROAEUR, SÍMI93 41330
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.