Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1990, Side 15

Frjáls verslun - 01.08.1990, Side 15
FRETTIR RAFEINDA- STÝRÐUR HALLAMÆLIR Nýr, stafrænn halla- mælir, sem nýtir tölvu- búnað til fjarlægðar- og hæðarmælinga, hefur vakið gífurlega athygli þeirra, sem fást við land- mælingar jafnt og mæl- ingar á byggingarsvæð- um. Hér er um að ræða WILD NA2000 mælinn sem er hannaður af sér- fræðingum svissneska fyrirtækisins WILD LEITZ Ltd. í Heerbrugg. í staðinn fyrir hefðbundna mælistöng kemur strika- merkt stöng. Með atbeina rafeindaspeglunar skynj- ar tækið þá hæðar- og fjarlægðarpunkta, sem mælingin beinist að, með mjög mikilli nákvæmni. Upplýsingar þessar breytast síðan sjálfkrafa í tölur sem lesa má af skjá tækisins. Framleiðandinn telur að tímasparnaður með þessari nýju mælingar- tækni geti numið allt að 50% miðað við hefð- bundnar aðferðir. FRÓÐIHF.: NÝR MARKAÐS- STJÓRI Nýlega tók Björn Jóns- son við starfi markaðs- stjóra hjá útgáfufyrirtæk- inu Fróða hf. Björn er 29 ára að aldri. Hann út- skrifaðist sem viðskipta- fræðingur frá Háskóla ís- lands árið 1986 og stund- aði síðan nám í þýsku og viðskiptafræði í Universi- tat in Bremen í Vestur- Þýskalandi. Björn Jónsson starfaði hjá Pósti og síma og vann m.a. við að stofnsetja markaðsdeild stofnunar- innar og skipuleggja starf hennar. Þá starfaði hann einnig um skeið hjá Basel Björn Jónsson. Kantonalbank í Basel í Sviss. Björn er kunnur íþróttamaður. Hann hef- ur verið fyrirliði hand- knattleiksliðs Breiða- bliks og leikið nokkra landsleiki í handknatt- leik, auk þess að hafa leikið handknattleik bæði í Vestur-Þýskalandi og í Sviss. Björn er kvæntur Helgu Sigurðardóttur og eiga þau eitt barn. Bátsf’riUr í Viðey: KC. 18.00 Ki 19.00 KL 19.90 VIÐEYIAESTOFA' Bátsferðir í larut KL 22.00 KL 23.00 KL 23.30 KL 20.00 Borðpantanir og upplýsingar í síma 681045 og 28470. Opið 1. júní - 30. septemBer.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.