Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1990, Blaðsíða 46

Frjáls verslun - 01.08.1990, Blaðsíða 46
UTLOND valdið greiðsluþroti hjá enn fleiri sjóð- um. Það er því ekki séð fyrir endann á því hversu mikið skattgreiðendur þurfa að borga í þessu makalausa máli. STÆRSTA FASTEIGNASALA HEIMS Uppgjör sparisjóðanna er í raun sameiginlegur höfuðverkur þriggja aðilaframkvæmdavaldsins, Fjármála- ráðuneytisins, Seðlabankans og Dómsmálaráðuneytisins. Alls hafa verið höfðuð fjörutíu þúsund dóms- mál vegna gjaldþrota sparisjóða, en Dómsmálaráðuneytið hefur yfirum- sjón með þeim sem teljast til saka- mála. í sextíu prósent sjóðanna, sem eru í vörslu ríkisins, hefur orðið upp- víst um fjársvik eða annað saknæmt athæfi. Mörg hundruð manns hafa verið ákærðir og dæmi eru um fang- elsisdóma til tuttugu og þrjátíu ára. Dómsmálaráðuneytið hefur nú gefist upp á því að lögsækja alla, sem tilefni gefst til, en einbeitir sér hins vegar að 100 stærstu og alvarlegustu málun- um. Áætlað er að því verki verði ekki lokið fyrr en eftir fimm ár. TOSHIBA Loftræstikerfi ■ Kæling - hitun m Lítil orkunotkun m Auðveld uppsetning m Ein sambyggð eining í glugga ■ Skipt eining með fjarstýringu * Stuttur afgreiðslufrestur M, Einar Farestveit&Co.hf. BORGARTÚNI28, SÍMI622901. S_____________________________4 „EIGENDUR SPARISJÓÐA HUGSA SIG VÆNTANLEGA TVISVAR UM FRAMVEGIS ÁÐUR EN ÞEIRFARA ÚT í GLÆFRALEGAR FJÁRFESTINGAR OG VEITA ÓTRYGGÐ LÁN, EN MEÐ ÞVÍ MÓTI EIGA ÞEIR í HÆTTU AÐ TAPA VERULEGUM UPPHÆDUM AF SÍNU EIGIN FÉ“ Það er hins vegar Resolution Trust Corporation (RTC) sem mest mæðir á þessa mánuðina. Því er falið það hlutverk að gera upp allt að eitt þús- und sparisjóði á fimm árum, selja eignir þeirra og búa svo um hnútana að ekki komi til vandræða hjá þeim rúmlega eitt þúsund sjóðum sem enn standa þokkalega vel. Undanfama mánuði hefur RTC verið að undirbúa ákvarðanir sem munu hafa mikil áhrif á peningamarkað, fasteignaviðskipti og stjórnmál í Bandaríkjunum. Eitt aðalverkefni RTC er að koma í verð eignum sjóðanna, sem eru hús- næði, landareignir og verðbréf ýmiss konar. í vor hafði RTC í sinni umsjá eignir fyrir um 180 milljarða dala, samtals um 36 þúsund eignir, þar af helminginn í Texas og Oklahoma. Langstærstur hluti eignanna er íbúð- arhúsnæði en samsetning eignanna er þó sífellt að breytast vegna nýrra vanskilalána og nýrra sparisjóða sem verða gjaldþrota. RTC hefur einungis selt brot af þessum eignum, enda em allar að- stæður mjög erfiðar. Reiknað er með að þegar öll kurl eru komin til grafar þurfi RTC að selja um 500 þúsund eignir og það skapar vitanlega mikinn vanda á fasteignamarkaðnum. Spurn- ingin er hvenær og hversu hratt á að selja þessar eignir. Ef þær eru allar settar á markað í einu mun það hafa í för með sér verðhmn og RTC væri því að lækka verðið, sjálfu sér og öðr- um í óhag. Á hinn bóginn má færa rök fyrir því að illu sé best aflokið, betra sé að selja strax heldur en að þessi ríkisrekna fasteignasala sé látin skekkja eðlilegt markaðsverð svo ár- um skipti. Markaðurinn nái aldrei jafnvægi né heldur hækki verð á með- an vitað er af miklum fjölda eigna sem ríkið á óseldar. Með þessu móti kæmi einnig betur í ljós hver raunverulegur kostnaður skattgreiðenda af ævintýr- inu verður. FORVARNARAÐGERÐIR Ný lög og björgunaraðgerðir vegna gjaldþrota sparisjóða hafa þó engu breytt um það sem margir álíta eina meginorsök sparisjóðamálsins, þ.e. ríkistryggingu á innistæðum án við- unandi eftirlits. Eins og áður segir er tryggingin nú 100 þúsund dalir á hvern reikning en var 40 þúsund áður en ósköpin dundu yfir. Raddir eru uppi um að lækka þessa upphæð aftur svo að óprúttnir kaup- sýslumenn geti ekki treyst því að rík- ið taki á sig endalaus skakkaföll af braski og spákaupmennsku. Ekki em hkur á að af þessu verði, að minnsta kosti ekki að sinni, vegna þess að slíkt myndi rýra traust almennings á pen- ingastofnunum og mega þær síst við því nú. Líklegra er að 100 þúsund dala upphæðin verði miðuð við einstakhng en ekki reikning, eins og nú er, þann- ig að „hefðbundinn sparnaður" sé tryggður en sami einstaklingur geti ekki notið ríkistryggingar á mörg hundruð þúsundum dala. Einnig hefur verið nefnt að ríkis- tryggðir reikningar verði skýrt að- greindir frá öðrum reikningum og gerðar verði kröfur um að það fé verði fest í eignum sem geti talist tiltölulega öruggar. Nýjar kröfur um lausafjárstöðu, þótt vægar séu, ættu einnig að vemda ríkið gegn frekari sóun og gjaldþrotum. Eigendur spari- sjóða hugsa sig væntanlega tvisvar um framvegis áður en þeir fara út í glæfralegar íjárfestingar og veita ótryggð lán en með því móti eiga þeir á hættu að tapa verulegum upphæð- um af sínu eigin fé. 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.