Frjáls verslun - 01.08.1990, Page 80
VINNUSTAÐURINN
HVAÐfl LAMPA Á AÐ KAUPA?
AFAR MISMUNANDIVARA Á
BODSTÓLUM í VERSLUNUM
RÆTT VID EGIL SKÚLAINGIBERGSSON FORMANN LJÓSTÆKNIFÉLAGS ÍSLANDS
Egill Skúli Ingibergsson formaður Ljóstæknifélagsins: Því miður hefur al-
menningur litla möguleika á að meta ljóstæknileg gæði lampa í verslunum
en það stendur til bóta.
Ekki er langt um liðið síðan
skipulag lýsingar í heimahúsum
eða á vinnustöðum fólst í því að
draga homalínur herbergis og
teikna einn lampa á miðju lofti.
Lýsing var þá einungis hugsuð
til að birta upp skyggða fleti og
ljósin einföld að allri gerð. Síðan
hefur mikið vatn runnið til sjáv-
ar og í dag em mun meiri kröfur
gerðar til lýsingar og hönnunar
lampanna sem notast er við.
Ljóstækni er orðin sérstök vís-
indagrein og þeir sem fást við
hönnun lýsingar og lampa styðj-
ast við margvíslegar rannsóknir
sem skila sér til almennings í
formi bættra skilyrða í daglegu
umhverfi.
Til er félagsskapur hér á landi sem
heitir Ljóstæknifélag íslands. Þetta
er orðið gamalgróinn félagsskapur,
stofnaður haustið 1954 og segir í lög-
um þess að markmiðið sé að „stuðla
að betri lýsingu og sjónskilyrðum og
veita almenna, hlutlausa fræðslu um
allt er varðar lýsingu og sjónstarf".
Egill Skúli Ingibergsson verkfræð-
ingur er núverandi formaður Ljós-
tæknifélagsins og hann var fyrst beð-
inn að lýsa í stuttu máli þeirri starf-
semi sem fram fer í félaginu.
„Ef við grípum niður í ársskýrslu
fyrir tímabilið 1989-90 kemur í ljós að
allnokkur starfsemi er í þessu fá-
menna áhugamannafélagi. Má nefna
fræðslufund um lýsingu í leikhúsum,
einkum nýja Borgarleikhúsinu, en þar
var fundurinn einmitt haldinn. Við
stóðum fyrir námskeiði um nýjungar í
lömpum og ljósgjöfum og var það ætl-
að rafverktökum og starfsmönnum
þeirra. Á árinu kom út 2. tölublað
Ljóss, en það er tímarit okkar og birt-
ir margvíslegt efni, ætlað almenningi
og sérfræðingum. Átta félagar úr
Gífurlegt úrval lampa er á boðstól-
um en hvernig á að greina kjarnann
frá hisminu?
Ljóstæknifélaginu sóttu Norræna
lýsingarþingið í Þrándheimi á síðasta
sumri og voru þar flutt 3 erindi af
íslands hálfu. Síðast en ekki síst er
vert að nefna sýninguna Líf í réttu
ljósi, sem við efndum til ásamt Sjón-
stöð íslands sl. haust. Undirbúningur
þessarar sýningar hafði staðið yfir í
mörg ár en hún fjallaði um lýsingu
fyrir aldraða og sjónskerta.
Eins og segir í lögum félagsins er
markmið þess fyrst og fremst að
stuðla að betri lýsingu og veita
fræðslu um allt er hana varðar. Eins
og ég sagði er þetta áhugamannafélag
en þrátt fyrir lítið fjárhagslegt bol-
magn hefur ýmislegt verið gert, eink-
um á útgáfusviðinu og mörg verkefni
eru á prjónunum“, sagði Egill Skúli.
MISMUNANDIAÐSTÆÐUR
Egill Skúli sagði í spjalli við Frjálsa
80