Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1990, Side 68

Frjáls verslun - 01.08.1990, Side 68
VINNUSTAÐURINN að vera til svara, sé á fundi eða upp- tekinn. Ahersla er lögð á greiða leið viðskiptavinanna að starfsmönnum fyrirtækisins og gildir einu hvar þeir standa í mannvirðingarstiganum. Eins og áður sagði gegnir glerið stóru hlutverki í aðalstöðvum SAS. Samtals þekur það 37.000 fermetra eða sem svarar fimm fótboltavöllum! Með glerinu fást fram þau áhrif að fyrirtækið sé opið og birtan utan frá nái inn í sem flestar vistarverur. Með því er einnig minnt á það rými sem umlykur þá sem njóta þjónustu flug- félags: Víðfeðmi og óhefta birtu há- loftanna. Það var á starfsfólki SAS að heyra, að það væri býsna ánægt með aðstöð- una í Frösundavik - og undrar svo sem engan. Mikil ásókn er í að fá vinnu hjá SAS og afar fátítt að fólk hætti þar störfum. Þetta hefur leitt af sér betra starfslið með áralanga þjálf- un og reynslu í að þjóna viðskiptavin- unum. í Frösundavik er ekki aðeins lögð áhersla á gott samband starfsmanna innbyrðis, heldur hefur arkitektunum tekist að tengja afar vel saman þessar risavöxnu byggingar annars vegar og náttúrulegt umhverfi þeirra hins veg- ar. Vegna glerveggjanna, sem ein- kenna byggingamar, er bein sjónlína við umhverfið oft til staðar og sérstök áhersla er lögð á þetta atriði úr af- þreyingarrými bygginganna. Við enda göngugötunnar er t.d. falleg tjöm, sem gestir og gangandi geta virt fyrir sér innandyra ellegar gengið umhverfis og virt fyrir sér fuglalífið. TVÖ ÁR í BYGGINGU Vegna vandaðs undirbúnings (og væntanlega nægra fjárráða SAS) tók sjálf bygging aðalstöðvanna í Frös- undavik tiltölulega skamman tíma. Það var sumarið 1984 sem efnt var til alþjóðlegrar samkeppni um bygging- una, en í henni tóku þátt um 150 manns. Stjóm SAS ákvað að ráða 8 arkitektastofur til að spreyta sig á nánari útfærslu og að því loknu voru Norðmaðurinn Niels Torp og 70 starfsmenn hans, ráðnir til verksins. Fyrsta skóflustungan var svo tekin í lok nóvember árið 1985. Nákvæm- lega tveimur árum síðar fluttu fyrstu starfsmennimir í húsin og þau voru öll komin í fulla notkun fyrir miðjan jan- úar 1988. Við byggingu hússins var notuð öll sú tækni og það hugvit sem sænskir byggingameistarar hafa yfir að ráða. Við getum borið byggingatímann saman við það sem stundum tíðkast hér á landi, en stjómendum SAS var það fullljóst að tíminn kostar peninga og að hagkvæmni byggingarinnar yrði rokin út í veður og vind, ef hún dræg- ist á langinn. Til að gefa nokkra hugmynd um stærð Frösundahússins skulu nefnd- ar nokkrar tölur: Flytja varð 9000 vörubílshlöss af grjóti og jarðvegi þegar gmnnurinn var tekinn. Glerið í húsunum þekur álíka stórt svæði og 5 fótboltavellir. í aðalstöðvum SAS eru samtals 1400 starfsmenn undir einu þaki. Lengd tölvukapla er samtals um 500 kílómetrar, en það er álíka löng leið og frá Austfjörðum til Snæfells- jökuls. Ljós og lampar í þessari björtu byggingu em 12.700 talsins. BETRA LOFT Þessi rör köllum viö loftræstistokka. Þessir stokkar eru hluti af loftræstikerfum frá Blikk & Stál. Blikk & Stál framleiðir loftræstikerfi í ýmsum stærðum og gerðum, sem henta hvaða húsnæði sem er. Ekki þarf að fjölyrða um þörfina fyrir gott loft á vinnustað. Rannsóknir hafa sýnt að bein tengsl eru milli vinnugleði og afkasta starfsfólks og loftræstingar (fjölda loftskipta) á vinnustað. Hafðu samband við sölu- og tæknideildina. Ráðgjöf - hönnun - áætlanir - tilboð r^Tc?] Blikk&Stál iA Bíldshöfða 12 S 686666 Rvik. 68

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.