Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1990, Blaðsíða 74

Frjáls verslun - 01.08.1990, Blaðsíða 74
VINNUSTAÐURINN , Já, vissulega því þótt þau sé ekki að finna geta aðrar aðstæður gert öfl- uga loftræstingu nauðsynlega. A skrifstofum er mikið unnið með papp- ír. Hann þurrkar inniloftið úr hófi og gerir það að verkum að útilokað er að starfa nema nýju lofti sé jafnóðum dælt inn og það gamla losað út fyrir vegg. Reynslan kennir okkur að ekki síst á slíkum vinnustöðum, er gjarnan kvartað undan óheilnæmu lofti. Á grófari stöðum, sérstaklega þar sem mengandi efni eru til staðar, get- ur verið beinlínis lífshættulegt að starfa án góðrar loftræstingar. í því sambandi nægir að nefna bílaverk- stæði eða þar sem mikið er unnið í rafsuðu." í úttekt sem Vinnueftirlitið gerði á síðasta ári, kom í ljós að ástand loft- ræstingar á bílaverkstæðum á höfuð- borgarsvæðinu, reyndst afleitt. Út- tektin náði til 128 fyrirtækja og reynd- ist almennri loftræstingu ábótavant og sama var að segja um afsog frá útblæstri bifreiða svo og frá suðu- og logskurðarvinnu. í 53% tilfella þurfti að gera alvarlegar athugasemdir varðandi loftræstinguna. VELDUR OFNÆMI í síðasta tölublaði Vinnuverndar segir frá skýrslu um loftmengun á Loftræsting á bifvélaverkstæðum er víða í ólagi en hjá Bifreiðum og land- búnaðarvélum eru þau mál til fyrir- myndar. vinnustöðum í Noregi. Kemur þar fram að mengun innahúss kunni að vera ein meginorsök aukinna ofnæm- iseinkenna hjá norsku þjóðinni. Því virðist svo fylgja minna mótstöðuafl gegn algengum öndunarfærasjúk- dómum, kvefi, bólgu í kinnholum, hálsbólgu og lungnakvefi. Þá er það alkunna að slæmt inniloft er talið geta dregið stórlega úr afköstum manna á vinnustað. í norsku skýrslunni er yfirlit yfir starfshópa þar sem óvenjumikið ber á ofnæmi og astma, þótt ekki sé með- fæddu ofnæmi til að dreifa. Flestir þessara hópa finnast hér á landi, að sögn Vinnuverndar. Nefndir eru hóp- ar eins og starfsfólk í málningar- og plastiðnaði, á hárgreiðslustofum, í tréiðnaði og minnst er á logsuðu- menn, bændur og starfsfólk á ljós- mynda- og röntgenvinnustofum. Norðmennirnir nefna nokkur ráð til úrbóta. Fyrst er minnt á góða loft- ræstingu og að ráðist sé á mengun strax við upptök hennar. Þá er varað við meira en 40% raka í lofti og að hiti innandyra fari ekki upp fyrir 22 gráð- ur. Sérstaklega er varað við teppum á gólfum og veggklæðningu úr ofnum efnum, svo fátt eitt sé nefnt. FAGMENN AÐ VERKI Félag blikksmiðjueigenda hefur að undanfömu staðið fyrir auglýsinga- herferð, þar sem lögð er áhersla á að menntaðir fagmenn annist hvers kon- ar blikksmíðavinnu. I því skyni að efla möguleika almennings á að greina fagfólk frá fúskurum, voru útbúnir sérstakir koparskildir með merki fé- lagsins og áletruninni: Fagmenn að verki. Eru þeir uppsettir í öllum blikksmiðjum sem uppfylla kröfur um verk- og tæknilega getu. En hvað á forsvarsmaður fyrirtæk- is að gera ef hann vill bæta úr lélegri loftræstingu á sínum vinnustað? „Um það hvert hann Ieitar hefur hann oftast samráð við hönnuð nýbyggingar en almenna reglan er sú að hann fær löggiltan blikksmíða- meistara til liðs við sig og í samein- ingu er reiknað út hvers konar loft- ræstikerfi þarf að smíða í húsið. Teikning af kerfinu fer til samþykktar hjá byggingarfulltrúa og að því loknu getur smíði hafist. Ef um stór og flókin kerfi er að ræða, getur smíði tekið talsverðan tíma og gott loftræstikerfi er talsverð fjárfesting. Einmitt vegna þess, er svo nauðsynlegt að viðhald sé gott og þar með tryggt að tækið skili því sem af því er ætlast. í þessu skyni höfum við um skeið boðið upp á þá þjónustu að annast kerfisbundið viðhald og eft- irlit loftræstikerfa. Slíkt viðhald er nauðsynlegt eða hvaða manni dytti í hug að aka um á bifreið í 5-10 ár eftir að hún var fyrst tekin í notkun, án þess að líta nokkurn tíma undir vélar- hlífina?.“ Eldvarnarmiðstöð Norðurlands s/f Strandgötu 53 (að austan, húsi Bílavals), sími 96-27197, heimasími 96-27920. Norðlendingar! Eldvarnarmiðstöð Norðurlands sér um sölu og viðhald á öllum stærum og gerðum handslökkvitækja. Sala Hleðsla ★ Handslökkvitæki ★ Duft ★ Brunaslöngur ★ Kolsýra ★ Reykskynjarar ★ Vatn ★ Eldvarnarteppi ★ Halogen ★ Brunastigar o.fl. Sækjum og sendum Opið frá kl. 13.00 - 17.00 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.