Frjáls verslun - 01.08.1990, Blaðsíða 56
VINNUSTAÐURINN
ATVINNUSIÚKDÓMAR Á ÍSLANDI:
HUNDRUÐ TILFELLA ARLEGA
STÓRAUKA ÞARF EFTIRLIT MEÐ ÁHÆTTUHÓPUM Á VINNUMARKAÐITIL AÐ
DRAGA ÚR TJÓNIAF VÖLDUM ATVINNUSJÚKDÓMA, SEGIR HELGI
GUÐBERGSSON YFIRLÆKNIR ATVINNUSJÚKDÓMADEILDAR
HEILSUVERNDARSTÖÐVARINNAR í REYKJAVÍK.
Helgi Guðbergsson yfirlæknir atvinnusjúkdómadeildar Heilsuverndar-
stöðvarinnar í Reykjavík: Aðstæður á vinnustað hafa mikil áhrif á tíðni
atvinnusjúkdóma.
Á síðustu árum hefur athygli
manna í síauknum mæli beinst
að því umhverfi sem við lifum og
störfum í stóran hluta ævinnar,
þ.e. vinnustaðnum. Við verjum
býsna drjúgum hluta æviskeiðs-
ins utan heimilis, gjarnan við
erfiðar aðstæður og það setur
mark á heilsuna, hvort sem um
er að ræða skrifstofustörf eða
þau sem unnin eru við erfið lík-
amleg skilyrði. Innan heilbrigð-
isgeirans hafa þróast sérsvið
þar sem fengist er við iðjufræði-
leg efni, menn sækja æ meira í
margs konar þjálfun til að hamla
gegn líkamlegri hrörnun og öll
umræða um áhrif vinnuum-
hverfis á heilsuna eykst ár frá
ári.
Þessi aukni gaumur sem við gefum
vinnustaðnum hefur leitt til þess
meðal annars að stjómendur fyrir-
tækja og aðrir starfsmenn gera sér æ
betur grein fyrir því að víða er pottur
brotinn. Hönnun vinnustaða er oft
ábótavant, lýsing er handahófskennd,
loftræsting óvirk, mengun of mikil,
húsgögn ekki af því tagi sem vera
þyrfti og svo mætti lengi telja. Síðast
en ekki síst hefur komið í ljós að hug-
arfari starfsmanna þarf að breyta og
aukinnar fræðslu er þörf hvað varðar
vinnustellingar, meðferð hættulegra
efna, persónuhlífar, vamir gegn háv-
aðamengun o.fl. o.fl.
Við snerum okkur til Helga Guð-
bergssonar yfirlæknis atvinnusjúk-
dómadeildar hjá Heilsuvemdarstöð
Reykjavíkur og hann var fyrst spurð-
ur hverjir væru algengustu atvinnu-
sjúkdómar um þessar mundir.
TEXTI: VALÞÓR HLÖÐVERSSON. MYNDIR: GRÍMUR BJARNASON O.FL.
56