Frjáls verslun - 01.04.1991, Blaðsíða 42
beikið, og svo mahóní sem er dekkri
viðartegund. Auk þess bjóða þeir upp
á innréttingar úr furu, eik og kirsu-
berjaviði og sprautulakkaðar innrétt-
ingar í ýmsum litum.
Ingi Þór, sem er innanhússarki-
tekt, segir að í eldhúsinnréttingum
þeirra sé mikil áhersla lögð á vinnu-
hagræðingu. Gert er ráð fyrir mis-
munandi hæð á borðplötu, eldavél,
vaski og uppþvottavél og segir hann
að margir séu búnir að gera sér grein
fyrir mikilvægi þess að öll vinnuað-
staða í eldhúsi sé sem fullkomnust þar
sem fólk eyði þar almennt miklum
tíma við vinnu.
Gert er ráð fyrir baðinnréttingu í
öllum nýjum húsum en að sögn Inga
Þórs er ekki svo langt síðan það varð
regla frekar en undantekning. Inn-
réttingar þeirra eru samsettar úr
stöðluðum einingum með plastlögð-
um MDF plötum í hurðum.
Innréttingin sem notuð er við upp-
haf greinarinnar er frá FIT. Hún kost-
ar um kr. 165.000.-.
BRÚNÁS
Verslunin Brúnás, Armúla 17, sel-
ur innréttingar sem framleiddar eru á
Egilsstöðum. Það eru innanhússarki-
tektarnir Guðrún Margrét Ólafsdóttir
og Oddgeir Þórðarson sem hafa
hannað innréttingarnar. Fyrirtækið
framleiðir klæðaskápa, innihurðir,
stiga og innréttingar í eldhús og bað-
herbergi.
Eldhús- og baðinnréttingarnar eru
r
BRÚNÁS: Þessi innrétting með
spegli, ljósum og marmaraborðplötu
kostar um kr. 158.000.-.
ELDHÚSHAFAR
Eldhúsháfar úr ryðfríu stáli,
kopar og lakkaðir.
Sérsmíðum einnig stóra sem
smáa háfa. Innbrennt lakk.
Skútahrauni 7 • 220 Hafnarfirði • Sími 91-651944
42