Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1991, Blaðsíða 93

Frjáls verslun - 01.04.1991, Blaðsíða 93
Var greinin orðuð á svipaðan hátt og hliðstætt ákvæði norsku laganna um „Kontroll med markedsföring" nr. 47 frá árinu 1972. Ekki hefur mikið reynt á þessa grein til þessa þó vissulega megi finna þess dæmi. Á síðustu misserum hef- ur þeim málum hins vegar fjölgað þar sem málatilbúnaður er að hluta til a.m.k. studdur með vísan í áður- nefnda grein. Er þetta í samræmi við þróunina í nágrannalöndum okkar. Hafa menn í því sambandi velt nokkuð vöngum yfir siðferði í viðskiptum eða öllu heldur skorti á siðferði. LÖGBANNSMÁL Fyrir bæjarþingi Reykjavíkur er nú rekið staðfestingarmál af hálfu Bíró - Steinars hf. gegn GJ, fyrrum fram- kvæmdastjóra Steinars hf., þar sem m.a. er tekist á um viðskiptasiðferði. Eru kröfur stefnanda þær að staðfest verði með dómi lögbann það sem fógetaréttur Reykjavíkur lagði við því að GJ falist eftir og hagnýti eða haldi áfram að hagnýta sér persónulega eða í þágu annarra ýmis erlend við- skiptasambönd. Ennfremur lögbann við því að stefndi taki þátt í rekstri og/eða veiti forstöðu fyrirtækinu Sess hf., Faxafeni 9, Reykjavík á meðan fyrirtækið er í beinni sam- keppni við þann rekstur er stefnandi keypti. Málavextir í þessu athyglisverða máli eru þeir að þann 1. desember 1989 keypti Bíró hf. af Steinari hf. „firmanafnið Steinar hf. Stálhús- gagnagerð, áhöld fyrirtækisins, vél- ar, tæki, vörubirgðir og innlend og erlend viðskiptasambönd að því gefnu að viðskiptaaðilar sæju hagsmuni sína tryggða með áframhaldandi viðskipt- um við kaupanda". í kaupsamningum var ákvæði þar sem hluthafar Steinars hf. skuld- bundu sig til að stofna ekki né kaupa hlut í fyrirtækjum, sem yrðu í beinni samkeppni við þann rekstur er seldur var, næstu 3 árin. Einnig sagði í 7. grein samningsins að seljendur ætl- uðu að veita kaupanda aðstoð við að tryggja fyrirliggjandi viðskiptatengsl og skuldbundu þeir sig jafnframt til þess að falast ekki eftir núverandi er- lendum viðskiptasamþöndum fyrir- tækisins næstu 3 árin. Ekki var unnt að banna ákveðnar athafnir eða aðferðir í lögum þar sem óhæfilegir eða ólögmætir viðskiptahættir geta birst í ótal myndum. Er enda hætt við því að slík löggjöf yrði fljótt bæði ómarkviss og úrelt. í júní 1990 komst stefnandi að því að tveir til þrír af stærri erlendum viðskiptaaðilum hefðu ákveðið að fela öðrum aðila hér á landi sölu fram- leiðsluvara sinna, nefnilega hlutafé- laginu SESS. Handhafi meirihluta íþví fyrirtæki er systir GJ. Aðrir hluthafar eru að sögn stefn- anda, unnusta GJ ásamt kunningja hans og fyrrum samstarfsfólki. GJ er framkvæmdastjóri fyrirtækisins með prókúruumboð. Stefnandi fór því, eins og áður sagði, fram á lögbann við því að GJ falist eftir eða hagnýti sér eða í þágu annarra þau erlendu viðskiptasam- bönd sem um ræðir. Einnig var óskað eftir lögbanni við því að GJ taki þátt í rekstri og/eða veiti forstöðu fyrir- tækinu SESS hf. til 1. des. 1992 með- an fyrirtækið er í beinni samkeppni við rekstur gerðarbeiðanda. Lög- bannið var lagt á í júlí 1990 gegn 3.000.000 króna tryggingu. FARIÐ í KRINGUM SAMNING? Nú er tekist á um staðfestingu lög- bannsins fyrir bæjarþingi Reykjavík- ur. Af hálfu lögmanns stefnanda, Tryggva Gunnarssonar hrl., er m.a. á því byggt að GJ hafi staðið að stofn- un hlutafélagsins SESS og gagngert fengið vensla- og vinafólk sitt til að gerast stofnendur félagsins til að fara í kringum ákvæði kaupsamningsins frá 1. des. 1989. Fyrirtækinu SESS sé ætlað að starfa í beinni samkeppni við þann rekstur, er seldur var, og hafi stofn- unin verið liður í því að ætla sér að hagnýta þau viðskiptasambönd sem stuttu áður höfðu verið seld. Af hálfu stefnanda er því einnig haldið fram að á GJ hafi hvílt trúnaðar- skylda. Hann hafi selt viðskiptasam- bönd og þar með ekki einasta tekið á sig skyldu til að láta vera að falast eftir þeim heldur einnig skuldbundið sig til að taka ekki við þessum samböndum þó í boði væru. THOR - ofnana vinsælu Ofnarnir eru afgreiddir fulllakkaðir. Tökum einnig aö okkur steinsteypusögun og kjarnaborun hvar sem er á landinu OFNASMIÐJA BJÖRNS ODDSSONAR Lagarbraut 7, 700 Egilsstööum Símar:97-11665 og 97-11491
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.