Frjáls verslun - 01.04.1991, Blaðsíða 62
VERKTAKAR
Húsbréfakerfið hefur ekki fengið allt of góðar viðtökur og það setur mark
sitt á húsnæðismarkaðinn.
óseldar. Menn deila um töluna en allir
eru sammála um að of margar íbúðir
séu óseldar víða um höfuðborgar-
svæðið. Skýringar á þessu liggja m.a.
í samdrætti kaupmáttar, miklu meira
framboði af félagslegum íbúðum og
svo auðvitað þeirri staðreynd að ein-
hvern tímann kemur að því að mark-
aðurinn mettast.
Sennilega liggur meginskýringin á
dræmri sölu íbúðarhúsnæðis þó fyrst
og fremst í óvissuástandi sem ríkir
um fjármögnun slíkra kaupa úr opin-
berum sjóðum. Húsbréfakerfið hefur
ekki fengið allt of góðar viðtökur og
menn íhuga hvort það geti verið
skynsamlegt að versla með slík bréf
þegar afföll eru komin upp í 17% og
fara sennilega hækkandi í sumar.
Menn vilja bíða og sjá til hvort ekki
verði á þessu breyting. Hitt hljóta
húsnæðiskaupendur að skilja að litlar
líkur eru á að á ný komi gósentfð nei-
kvæðra vaxta og skeið þar sem verð-
bólgan sér um að greiða niður lán af
fjárfestingum. Að minnsta kosti virð-
ast fáir stjórnmálamenn, hvað þá sér-
fræðingar á sviði hagmála, þeirrar
skoðunar að til greina komi að afnema
verðbætur í nokkru formi og hverfa
þar með frá því siðgæði í viðskiptum
sem hér hefur náð að þróast á síðustu
10 árum.
VÍÐA NEYÐARÁSTAND
Alkunna er að heimsins gæði eru
misskipt. Þannig segir fermetrafjöldi
á íbúa eða flöldi nýbygginga á ári
hverju lítið um stöðu þeirra sem verst
eru staddir á íslenskum húsnæðis-
markaði. Mikill fjöldi manna býr við
kröpp kjör í þeim efnum, fjölmargir
hvorki geta né vilja kaupa sér hús-
næði og segja má að sá hópur búi við
neyðarástand.
Þetta endurspeglast m.a. í eftir-
spurn eftir félagslegu húsnæði. Hún
hefur verið langt umfram útlánagetu
Húsnæðisstofnunar og má í því sam-
bandi nefna að árið 1990 úthlutaði
stofnunin lánum til 823 íbúða en um-
sóknir voru 1700 talsins á því ári. A
þessu ári liggur fyrir hjá stofnuninni
að afgreiða um 1800 umsóknir af
þessu tagi en ljóst er að aðeins hluta
af þeim verður sinnt með jákvæðum
hætti.
Ásókn fólks í félagslegar íbúðir
skýrist þó ekki nema að hluta til af því
neyðarástandi sem víða ríkir. Ekki
ber síður að leita skýringanna í því
misræmi á milli lánakjara eftir því
hvort fólk velur að byggja sér kaup-
leiguíbúð eða íbúð á almennum mark-
aði. Eða hvom kostinn ætli fólk velji:
Að fá 80-90% lán frá Húsnæðisstofn-
un á 1-3% vöxtum eða nýta sér hús-
bréfakerfið þar sem afföll og kostnað-
ur losa 20% í dag?
Margir eru þeirrar skoðunar að
svona kerfí gangi ekki til lengdar.
Miklu nær sé að samræma vaxtakjör-
in algjörlega en bæta þeim, sem
minna mega sín, þau upp í aðgerðum á
sviði skattamála og með auknum hús-
næðisbótum af ýmsu tagi. Þannig yrði
komið í veg fyrir falska eftirspurn eft-
ir félagslegum íbúðum og þá tregðu
sem nú virðist vera að skapast á al-
menna húsnæðismarkaðnum.
MINNA AF ATVINNUHÚSNÆÐI
Á síðasta ári varð mikill samdráttur
í fjárfestingum atvinnufyrirtækja í
húsnæði. 15% samdráttur varð í
byggingum skrifstofu- og verslunar-
húsnæðis og virðist flest benda til að
sá samdráttur verði fastur í sessi á
þessu ári. Hins vegar virðist vera að
rofa til með sölu á óseldu húsnæði af
þessu tagi eftir gífurlegt offramboð og
sölutregðu allt frá árinu 1987. Hvað
iðnfyrirtæki varðar áætlar Verktaka-
samband íslands að byggingarfram-
kvæmdir þeirra aukist um 5% á þessu
ári en að fjárfestingar atvinnufyrir-
tækja í byggingum og öðrum mann-
virkjum muni dragast saman um 2-3%
á árinu 1991.
Vitanlega byggjum við meira en
hefðbundið atvinnuhúsnæði og íbúð-
ir. Gert er ráð fyrir því að af hálfu hins
opinbera verði fjárfest í framkvæmd-
um fyrir um 22 milljarða á þessu ári og
er þar um samdrátt að ræða frá árinu
1990, m.a. vegna minni virkjanafram-
kvæmda. Aftur á móti hefur orðið
veruleg aukning hvers konar sam-
göngumannvirkja á undanfömum
misserum og framundan er veruleg
aukning fjárfestinga á því sviði. Vega-
framkvæmdir jukust um 9% á síðasta
62