Frjáls verslun - 01.04.1991, Blaðsíða 34
INNRETTINGAR
ingum og litlökkuðum innréttingum,
hvort sem er í eldhúsi, baðherbergi
eða fataskápum.
Nú er hægt að fá meðalstóra eld-
húsinnréttingu á verðbilinu 100.000.-
til 600.000.- krónur og úrvalið er víst
ábyggilega nóg. Meðalstórar baðinn-
réttingar kosta frá 50.000.- til
200.000,- krónur. Flest þau fyrir-
tæki, sem selja eldhús- og baðinn-
réttingar, selja einnig fataskápa en í
greininni fjöllum við fyrst og fremst
um eldhús, borðstofu, baðherbergi
og tréstiga á milli hæða.
Varasamt er að gera verðsaman-
burð á innréttingum án þess að lýsa
þeim í smáatriðum en viðmælendur
Fijálsrar verslunar voru þó fáanlegir
til að gefa grófa hugmynd um verð
innréttinganna á myndunum.
Eldhúsin eru oft og tíðum aðal sam-
komustaður heimilanna. Þar hittist
fjölskyldan gjarnan eftir langan vinnu-
dag og á saman ánægjulega stund yfir
góðri máltíð. Þannig er það a.m.k. í
bíómyndunum.
Mikil áhersla er lögð á að gera eld-
húsin vinaleg og sem þægilegust að
vinna í og eru ti! nokkrar formúlur
sem hönnuðir hafa í huga þegar þeir
setja upp nýtt eldhús. Ein er sú sem
kölluð er gullni þríhymingurinn, þ.e.
að vatn, hiti og kuldi eða vaskur, elda-
vél og ísskápur eigi að mynda þrí-
hyrning. Þannig er þægilegast að
vinna. Önnur regla er sú að hæð elda-
vélar, borðplötu og vasks eigi að vera
í réttri hæð fyrir hvem og einn og er
meðalhæð í sömu röð 80, 90 og 100
cm. Eldavél á að vera nokkru lægri en
borðplata og vaskborðið nokkru
hærra.
Innréttingar í baðherbergi þóttu
ekki sjálfsagðar fyrir um fimmtán ár-
um síðan. Það er því tiltölulega stutt
síðan það varð regla en ekki undan-
tekning að gera ráð fyrir þeim í
nýbyggingum. Fram til þessa hafa
hvítar innréttingar verið vinsælastar
en það er eins með baðherbergin og
eldhúsin að farið er að bera á viðarinn-
réttingum þar. Nú þykir líka sjálfsagt
að baðherbergin séu það stór að bæði
baðker og sturta komist fyrir með
góðu móti.
J.P. INNRÉTTINGAR: Þessi innréting er smíðuð úr mahóní og kostar um
kr. 350.000.-
JPINNRÉTTINGAR
JP INNRÉTTINGAR í Skeifunni
selur sérsmíðaðar innréttingar, inni-
hurðir, stofuskápa og stofuborð sem
Vilhjálmur Jónsson hefur hannað en
hann er einn af eigendum fyrirtækis-
ins.
Eldhúsinnréttingin á myndinni er
smíðuð úr mahóní. Að sögn Vilhjálms
vilja kaupendur í auknum mæli hafa
innréttingar í öllu húsinu í stíl og er þá
gjarnan sami viður í innréttingum,
hurðum, hillum o.s.frv., sér í lagi þar
sem borðstofa tengist eldhúsi beint.
Áferð og litur viðarins geta verið
mjög mismunandi eftir trjám og segir
Vilhjálmur að þeir noti aðeins við úr
einu einstöku tré í innréttingar í hvert
J.P. INNRÉTTINGAR: Skápurinn er
smíðaður úr fuglsauga og kostar
um kr. 130.000.-.
hús til að ná örugglega sömu áferð.
Skápurinn er smíðaður úr fugls-
auga, en það er viðartegundin hlynur,
og geta kaupendur ráðið hæð skáps-
ins. Hægt er að fá hann lægri og er
hann þá notaður sem stofuskenkur.
Innréttingarnar hjá JP INNRÉTT-
INGUM eru smíðaðar úr öllum viðar-
tegundum en þó aðallega úr mahóm,
eik, fuglsauga, kirsubeijaviði og
birkirót. Klukkan, sem stendur á eld-
úsinnréttingunni, er einmitt smíðuð
úr birkirót. Eigendur JP INNRÉTT-
INGA eru um þessar mundir að opna
sýningarsal á neðri hæð hússins að
Skeifunni 7 þar sem sýnishom af því,
sem þar er framleitt, verður sett upp.
ALNO
Verslunin Alno eldhús, Grensás-
vegi 8, selur innfluttar eldhúsinnrétt-
ingar og fataskápa frá þýsku fyrirtæki
sem ber sama nafn. Á myndinni á
næstu síðu má sjá það nýjasta frá Al-
no. Veitið því athygli að engar höldur
eru á innréttingunni. Þetta gerir hana
mjög stílhreina og fallega. Þessi inn-
rétting kostar um 450.000 - 500.000
krónur. Alno fyrirtækið hefur sér-
hæft sig í gerð eldhúsinnréttinga í 55
ár og hefur lagt geysilega áherslu á
gæði og þægindi fyrir notendur.
Fyrirtækið framleiðir einnig lúxus-
innréttingar á borð við þá sem er á
myndinni til hægri en hún kostar um
1.300.000.- krónur. Hún er sniíðuð
úr gegnheilli eik sem er hvítbæsuð.
Glerin í glerskápunum eru handunnin
34