Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1991, Síða 34

Frjáls verslun - 01.04.1991, Síða 34
INNRETTINGAR ingum og litlökkuðum innréttingum, hvort sem er í eldhúsi, baðherbergi eða fataskápum. Nú er hægt að fá meðalstóra eld- húsinnréttingu á verðbilinu 100.000.- til 600.000.- krónur og úrvalið er víst ábyggilega nóg. Meðalstórar baðinn- réttingar kosta frá 50.000.- til 200.000,- krónur. Flest þau fyrir- tæki, sem selja eldhús- og baðinn- réttingar, selja einnig fataskápa en í greininni fjöllum við fyrst og fremst um eldhús, borðstofu, baðherbergi og tréstiga á milli hæða. Varasamt er að gera verðsaman- burð á innréttingum án þess að lýsa þeim í smáatriðum en viðmælendur Fijálsrar verslunar voru þó fáanlegir til að gefa grófa hugmynd um verð innréttinganna á myndunum. Eldhúsin eru oft og tíðum aðal sam- komustaður heimilanna. Þar hittist fjölskyldan gjarnan eftir langan vinnu- dag og á saman ánægjulega stund yfir góðri máltíð. Þannig er það a.m.k. í bíómyndunum. Mikil áhersla er lögð á að gera eld- húsin vinaleg og sem þægilegust að vinna í og eru ti! nokkrar formúlur sem hönnuðir hafa í huga þegar þeir setja upp nýtt eldhús. Ein er sú sem kölluð er gullni þríhymingurinn, þ.e. að vatn, hiti og kuldi eða vaskur, elda- vél og ísskápur eigi að mynda þrí- hyrning. Þannig er þægilegast að vinna. Önnur regla er sú að hæð elda- vélar, borðplötu og vasks eigi að vera í réttri hæð fyrir hvem og einn og er meðalhæð í sömu röð 80, 90 og 100 cm. Eldavél á að vera nokkru lægri en borðplata og vaskborðið nokkru hærra. Innréttingar í baðherbergi þóttu ekki sjálfsagðar fyrir um fimmtán ár- um síðan. Það er því tiltölulega stutt síðan það varð regla en ekki undan- tekning að gera ráð fyrir þeim í nýbyggingum. Fram til þessa hafa hvítar innréttingar verið vinsælastar en það er eins með baðherbergin og eldhúsin að farið er að bera á viðarinn- réttingum þar. Nú þykir líka sjálfsagt að baðherbergin séu það stór að bæði baðker og sturta komist fyrir með góðu móti. J.P. INNRÉTTINGAR: Þessi innréting er smíðuð úr mahóní og kostar um kr. 350.000.- JPINNRÉTTINGAR JP INNRÉTTINGAR í Skeifunni selur sérsmíðaðar innréttingar, inni- hurðir, stofuskápa og stofuborð sem Vilhjálmur Jónsson hefur hannað en hann er einn af eigendum fyrirtækis- ins. Eldhúsinnréttingin á myndinni er smíðuð úr mahóní. Að sögn Vilhjálms vilja kaupendur í auknum mæli hafa innréttingar í öllu húsinu í stíl og er þá gjarnan sami viður í innréttingum, hurðum, hillum o.s.frv., sér í lagi þar sem borðstofa tengist eldhúsi beint. Áferð og litur viðarins geta verið mjög mismunandi eftir trjám og segir Vilhjálmur að þeir noti aðeins við úr einu einstöku tré í innréttingar í hvert J.P. INNRÉTTINGAR: Skápurinn er smíðaður úr fuglsauga og kostar um kr. 130.000.-. hús til að ná örugglega sömu áferð. Skápurinn er smíðaður úr fugls- auga, en það er viðartegundin hlynur, og geta kaupendur ráðið hæð skáps- ins. Hægt er að fá hann lægri og er hann þá notaður sem stofuskenkur. Innréttingarnar hjá JP INNRÉTT- INGUM eru smíðaðar úr öllum viðar- tegundum en þó aðallega úr mahóm, eik, fuglsauga, kirsubeijaviði og birkirót. Klukkan, sem stendur á eld- úsinnréttingunni, er einmitt smíðuð úr birkirót. Eigendur JP INNRÉTT- INGA eru um þessar mundir að opna sýningarsal á neðri hæð hússins að Skeifunni 7 þar sem sýnishom af því, sem þar er framleitt, verður sett upp. ALNO Verslunin Alno eldhús, Grensás- vegi 8, selur innfluttar eldhúsinnrétt- ingar og fataskápa frá þýsku fyrirtæki sem ber sama nafn. Á myndinni á næstu síðu má sjá það nýjasta frá Al- no. Veitið því athygli að engar höldur eru á innréttingunni. Þetta gerir hana mjög stílhreina og fallega. Þessi inn- rétting kostar um 450.000 - 500.000 krónur. Alno fyrirtækið hefur sér- hæft sig í gerð eldhúsinnréttinga í 55 ár og hefur lagt geysilega áherslu á gæði og þægindi fyrir notendur. Fyrirtækið framleiðir einnig lúxus- innréttingar á borð við þá sem er á myndinni til hægri en hún kostar um 1.300.000.- krónur. Hún er sniíðuð úr gegnheilli eik sem er hvítbæsuð. Glerin í glerskápunum eru handunnin 34
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.