Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1991, Blaðsíða 61

Frjáls verslun - 01.04.1991, Blaðsíða 61
legu leyti fólginn í húsum af ýmsu tagi og þykir raunar mörg- um nóg um. Fátt virðist hins vegar benda til að þar verði lát á. í dag búa fleiri íslendingar í eigin húsnæði en dæmi eru um meðal grannþjóðanna. Um 85% landsmanna búa við þannig aðstæður en sambæri- legt hlutfaU í Bretlandi er 50%, í Finnlandi aðeins 38% og í Svíþjóð 42%. í þessum löndum hefur á síð- ustu árum þróast leigumarkaður þar sem stór fyrirtæki byggja heilu hverf- in til að leigja fólki húsnæði. Þá eru samningar þess eðlis að fólk býr í slíku húsnæði alla ævina í sumum til- fellum og hrekst ekki frá einni íbúð til annarrar eins og reynsla leigjenda hefur verið hér á landi. Þeir, sem eru skráðir sem eigend- ur íbúðarhúsnæðis á öðrum Norður- löndum, búa einnig við allt önnur kjör en við Islendingar. Menn leggja fram um 10% andvirðis húsnæðisins í upp- hafi og fá svo lán fyrir afganginum til 40-50 ára á hagstæðum kjörum. Mundi margur meðaljóninn una sæll við sitt á íslenskum húsnæðismarkaði með þau kjör í hendi. STEINSTEYPUFYLLIRÍ? Sumir hafa haft á orði að áhuga íslendinga á húsbyggingum megi líkja við einhvers konar steinsteypufyllirí. Hvort sem sú samlíking segir fátt eða margt liggur fyrir að við byggjum fleiri íbúðir á ári miðað við fólksfjölda en annars staðar þekkist. Húsbyggingaráhugi okkar á sér skýringar í sögunni. Með aukinni vel- megun eftir síðari heimsstyrjöldina hófumst við handa við að útrýma heilsuspillandi húsnæði um land allt og samfara því átaki var íjárfest gífur- lega í atvinnuhýsnæði, opinberum byggingum og samgöngumannvirkj- um. Ofan í kaupið varð sú þróun ofan á að tugþúsundir manna flykktust til suðvesturhornsins á þremur áratug- um og yfir það fólk þurfti auðvitað að byggja. Þannig þandist Reykjavíkur- borg út um allar holtagrundir og litlir byggðakjarnar í nágrenninu eins og Kópavogur, Garðabær og Mosfells- bær urðu stæðileg sveitarfélög á ör- fáum árum. Á tímabilinu 1974-1984 voru að Sveitarfélögin í nágrenni borgarinnar hafa þanist út. meðaltali fullgerðar um 2000 íbúðir á ári hér á landi eða sem svarar til 8-9 íbúða á hverja 1000 íbúa. Sambærileg tala í OECD ríkjunum er 5-6 íbúðir á íbúa. Eftir 1984 hefur hins vegar dregið úr íbúðabyggingum smám saman enda ákveðinni mettun náð. Talan hefur fallið niður í 1500-1700 íbúðir á ári og fram til aldamóta ætla menn að þörfin verði ívið meiri eða á bilinu 1700-1900 íbúðir á ári. Samdráttur varð í sölu íbúða í fyrra. GÍFURLEG FJÁRFESTING Það kostar mikla peninga að reisa það húsnæði sem hér er verið að taka í notkun á ári hverju. Og þótt sam- dráttur hafi ríkt í þjóðarbúskapnum síðustu þrjú árin kemur í ljós að á þessu sviði virðast menn ekki tilbúnir að draga saman seglin að neinu marki. I þjóðahagsspá fyrir árið 1991 er reiknað með 5% aukningu í íbúða- byggingum en af hálfu Verktakasam- bands íslands spá menn nokkrum samdrætti í nýbyggingum. Hvort sem verður er ljóst að á þessu ári muni þjóðin verja 15-16 millj- örðum króna til íbúðabygginga. Er fróðlegt að bera þá tölu saman við ýmis útgjöld ríkis og sveitarfélaga en sem kunnugt er verður oft að skera nauðsynleg verkefni eins og þyrlu- kaup eða samgöngumannvirki við nögl. Þar skipta örfáir tugir milljóna miklu máli. Þótt þessi mikli áhugi á byggingum komi fram í verki er ekki þar með sagt að eftirspurnin í formi kaupa sé eins mikil. Þannig varð nokkur samdráttur í sölu nýrra íbúða í fyrra og nú er áætlað að nokkur hundruð íbúðir séu 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.