Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1991, Blaðsíða 64

Frjáls verslun - 01.04.1991, Blaðsíða 64
VERKTAKAR þó sú hvort hér komi álver eða ekki í náinni framtíð. Viðmælendur Frjálsr- ar verslunar eru allir þeirrar skoðunar að álver á Keilisnesi hefði afar jákvæð áhrif á byggingariðnaðinn á suðvest- urhominu enda ljóst að innstreymi tuga milljóna króna í hagkerfið hefur hvetjandi áhrif á allar slíkar fram- kvæmdir. Þá er ekki aðeins verið að tala um uppbyggingu stóriðju og virkj- ana heldur virkar aukið fjármagn sem vítamínssprauta í allt umfang atvinnu- lífsins frá sjó til sveita. Á hinn bóginn eru einnig váboðar í slíkri framtíðar- sýn því aukin spenna leiðir oft til verð- bólgu og offjárfestingar sem getur leitt til þess að góðærið verður skammærra en ella. Fijáls verslun leitaði til nokkurra manna í byggingariðnaði á höfuðborg- arsvæðinu og spurði þá tíðinda af eig- in vettvangi en einnig voru þeir beðn- ir að spá í spilin hvað ástand og horfur í byggingariðnaði varðar. IBUÐAVERÐ ÞARF AÐ LÆKKA - SEGIR ÖRN KJÆRNESTED HJÁ ÁLFTÁRÓSIHF. „Ég sé það fyrir mér að íbúða- verð muni lækka á næstu árum enda er ég þeirrar skoðunar að íbúðaverð hér á landi sé of hátt. Sú lækkun þarf hins vegar að eiga sér stað á öllum stigum byggingarinnar og hún næst fram ef við leggjumst öll á eitt. Þar þarf að koma til veruleg lækkun eða aflétting opinberra gjalda af byggingarstarfsemi sem eru allt að 40—50% af verði íbúðarhúsnæðis en ekki síður önnur vinnubrögð á byggingar- markaðnum,“ sagði Örn Kjærn- ested, framkvæmdastjóri Álftá- róss hf. og formaður Verktaka- sambands Islands, í stuttu spjalli við Frjálsa verslun. „Staðreyndin er sú að það er margt sem má lagfæra á íslenskum bygging- armarkaði. Til dæmis er mikil þörf á því að verktakafyrirtæki fái sjálf stór svæði til að þróa áfram byggingar sem markaðurinn biður um á hverjum tíma. Allt of mikið er um það að stjómmálamenn ákveði skipulag svæða og setji stranga skilmála um flölda íbúða, stærð og jafnvel lögun. Þá kemur oft upp sú staða að markað- urinn er annarrar skoðunar og afleið- ing verður offramleiðsla á ákveðnum tegundum húsnæðis en vöntun á öðr- um.“ Öm sagði að stjómmálamenn kæmu víða við sögu í íslenskum bygg- ingariðnaði og oftast væru þau af- skipti til baga: „Fólk er ruglað í ríminu hvað varð- ar fjármögnun íbúðarhúsnæðis vegna þess að misvitrir pólitíkusar hafa ár- um saman notað þennan málaflokk sjálfum sér til framdráttar. Árangur- inn hefur oft á tíðum ekki verið í sam- ræmi við þau stóru orð sem komið hafa fram í fréttum um ágæti þeirra. Þeir hafa hins vegar krukkað í kerfið með reglulegu millibili. Nýjasta dæm- ið er húsbréfakerfið. Þar er um ágætis lausn að ræða í aðalatriðum en það þarf að sníða vankantana af. Endalaust þvarg um þetta mál hefur komið óorði á kerfið og vara, sem fær á sig slíkan stimpil, fellur í verði. Meðal annars þess vegna hafa afföll af húsbréfum rokið upp og það hefur svo valdið verulegum vandræðum á byggingamarkaðnum. “ Emi var tíðrætt um mismunandi vexti af lánum Húsnæðisstofnunar og taldi brýnt að endurskoða vexti af eldri lánum. Hann benti á að í öllu kerfmu ættu markaðsvextir að vera ríkjandi en að hinir tekjulágu fengju hærri vexti bætta í gegnum skatta- keríið. Þannig væri búið að opna fé- lagslega íbúðakerfið í báða enda, þ.e.a.s. að þegar fólki yxi fiskur um hrygg og þyrfti ekki lengur á aðstoð hins opinbera að halda, hætti það að fá endurgreiðslur í gegnum skattakerf- ið. í dag má segja að það sé bara hægt að komast inn í félagslega íbúð en ekki úr henni. „Það er auðvitað út í hött að vera með margs konar vaxtakjör í gangi á sama markaði. Við byggjum íbúðir á sama svæði fyrir sama verð. Kaup- endur búa hins vegar við gjörólík kjör. Annar fær meginhluta verðsins lánað- an til 40 ára á 1-5% vöxtum en hinn til 25 ára með allt að 7-8% vöxtum í dag sem virðast fara hækkandi. Slíkt get- ur ekki gengið því þannig er verið að mismuna fólki sem þrátt fyrir allt býr við mjög svipaðar aðstæður. Þar fyrir utan er félagslega íbúðakerfið víða allt of dýrt og mikil hætta á óþarfa yfir- 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.