Frjáls verslun - 01.04.1991, Blaðsíða 108
Stöðugt rannsóknar- og þróunarstarf
fer fram í íslenskum málningariðnaði.
Það er skilyrði þess að standast
erlendri samkeppni snúning. Þessa
dagana er Harpa að kynna fjórar nýjar
tegundir af málningu sem þróuð er af
verkfræðingum verksmiðjunnar.
að þörfum okkar og uppfyllir allar
kröfur um hollustuhætti á vinnustað
og mengunarvarnir sem m.a. gerir
það að verkum að vinnuaðstaða
starfsmanna verður öll önnur og betri
en áður var.
Við byggingu hússins gættu stjóm-
endur Hörpu þess að ráðast ekki í
offjárfestingu, eins og orðið hefur
mörgum íslenskum iðnfyrirtækjum
fjötur um fót. Einnig stóð Harpa vel
að vígi því fyrirtækið átti húseignir og
aðrar eignir sem unnt var að ráðstafa
til að mæta byggingarkostnaði að
hluta þannig að ekki þurfti að taka
óeðlilega mikil lán til framkvæmd-
anna. Segja má að það ætti að vera
sjálfsagt mál að fyrirtæki, sem starfað
hefur í meira en hálfa öld, geti byggt
yfir starfsemina án þess að lenda í
vandræðum. En því miður er þetta
ekki alltaf svona í atvinnurekstrinum
hér á landi.“
STERK MARKAÐSSTAÐA
Hvernig er samkeppnisstaða ykkar
á málningarmarkaðnum?
„Samkeppni á þessum markaði er
mikil. En staða Hörpu er sterk. I
landinu starfa fjórar málningar-
verksmiðjur sem keppa af fullum
krafti sín á milli. Þessi íslenski iðnað-
ur á svo í mikilli samkeppni við inn-
fluttar vörur, þannig að óhætt er að
segja að íslenskir notendur málningar
og skyldrar vöru hafi úr miklu að
velja. Samkeppnin er mest milli inn-
lendu framleiðendanna en innflutning-
ur er einnig mjög mikill og veitir inn-
lendu framleiðslunni öfluga sam-
keppni.
íslenskur málningariðnaður stend-
ur engu að síður vel að vígi. Verk-
smiðjurnar hafa þróað framleiðsluna
miðað við íslenskar aðstæður um ára-
tuga skeið en íslenskt veður er svo
sérstakt að taka verður tillit til þess
við framleiðslu útimálningar ef hún á
að standa undir gæðakröfum. Engu
að síður þarf þessi iðngrein að vera
vel á verði, t.d. þegar íslendingar
tengjast Evrópubandalaginu með ein-
um eða öðrum hætti.
FJÓRAR NÝJAR TEGUNDIR
Harpa framleiðir eingöngu eftir
eigin uppskriftum en kaupir ekki að
framleiðsluleyfi frá útlöndum. Stöðug
þróun á sér stað á rannsóknarstofu
fyrirtækisins og alltaf er verið að
vinna að nýjungum og endurbótum.
Árangur af þessu starfi er t.d. sá að
þessa dagana erum við að kynna fjór-
ar nýjar tegundir af málningu.
Til viðbótar við framleiðslu okkar
höfum við einnig farið út í innflutning
og þá á vörum sem við teljum að borgi
sig ekki að framleiða hér á landi. Þess
Harpa hefur haft góðan byr og það er
áhugavert að taka þátt í fjölmörgum
áformum og verkefnum sem hér er
verið að hrinda í framkvæmd.
vegna veljum við að flytja inn viðar-
varnarefni og spartl til að efla þjón-
ustu við viðskiptavini okkar og notum
til þess dreifikeríi Hörpu sem nær um
allt land. Þessi innflutningur kemur
frá Flúgger í Danmörku, sem er mjög
öflugur framleiðandi þar í landi. Sala
okkar á vörum frá Flugger hefur farið
fram úr björtustu vonum og okkur
sýnist að þær hafi náð fótfestu hér á
markaðnum."
Við biðjum Jón Bjarna Gunnarsson
að segja okkur að lokum, hver séu
helstu verkefni ijármálastjóra Hörpu.
„Þau eru flest hefðbundin og í sam-
ræmi við það sem nafnið bendir til.
Fjármálastjóri hefur umsjón með því
að tekjur fyrirtækisins skili sér inn í
reksturinn og að greiðslur séu inntar
af hendi á réttum tíma. Það að ná inn
tekjum fyrirtækja er sífellt að verða
vandasamara verkefni í íslensku við-
skiptalífi. Gjaldþrotum hefur því mið-
ur fjölgað mikið á undanförnum árum
og peningaerfiðleikar aukist og þess
vegna verða fjármálastjórar að vera
vel á verði til að fyrirtæki þeirra tapi
ekki kröfum í miklum mæli. Þetta er
vandasamt vegna þess að menn geta
ekki verið ósveigjanlegir í viðskiptum
ef þeir vilja selja og þeir mega heldur
ekki vera glannalegir í útlánum til að
taka ekki of mikla áhættu. Maður þarf
því sífellt að leita að hinum gullna
meðalvegi í þessu þó fyrirtæki sé ekki
stærra eða umfangsmeira en Harpa
en hér starfa um 30 manns og heildar-
veltan er um 400 milljónir króna á
ári.“
108